Æði!

Það er náttúrulega engin spurning um að þarna er smávægilegt höfundarréttarbrot í gangi, enda verið að stela senum úr kvikmynd, en hvað með það.. þetta er snilldarlega gert :D

Myndbandið er einnig á YouTube: http://www.youtube.com/watch?v=eZO3BlQGmRA


mbl.is James Bond - kreppuspaug á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lenti hlaðin sprengiefni... og hvað með það?

Hvern fjandann skiptir það máli þótt einhver flugvél hafi lent með fullfermi af bombum á Keflavík? Flugvélar eru hannaðar til að bera hluti, og herflugvélar eru hannaðar til að bera herhluti... frá byrjun flugstríðs hafa verið framkvæmdar margar milljónir lendinga með sprengiefni, og á Keflavík hefur eflaust verið lent nokkur þúsund skipti með fullvopnaða vél. Líkurnar á að flugvél farist í lendingu, og þá sérstaklega flugvél sem er viðhaldið af her, eru svo hverfandi litlar að það tekur því ekki einu sinni að spá í það. Ef einhver lennti í því að flugvélin hrapaði á hausinn á honum með allar sprengjurnar, þá mætti sá hinn sami vera viss um það að honum var ætlað að fara.. núna. Smile
mbl.is Lenti hlaðin sprengiefni á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Símafyrirtækin að svíkja notendur?

Nú er svo komið að allavega Vodafone og Síminn hafa bæði hækkað verðskránna sína á öllum internet tengingum, ásamt því að minnka það niðurhal sem notendur hafa leyfi til að sækja erlendis frá. Vodafone virðist meira að segja hafa gengið svo langt að lækka hámarks hraða línanna, hætta að gefa upp hvað línan á að vera hröð og  útrýma hinu svokallað "Verðþaki", þannig að núna verður alltaf rukkað fyrir allt niðurhal umfram hámarkið. Vona ég þó að það þýði að hraðatakmarkanir sem áður hefur verið beitt, verði felldar niður.

Vandamálið er hins vegar að amk. Vodafone hefur ekki tilkynnt sínum notendum um þessa breytingu með neinum hætti. Hvort það þýðir að notendur fá að halda sínum kjörum og þeim áskriftarleiðum sem þeir völdu sér áfram, eða hvort þessu verði breytt án þeirra vitundar, verður bara að koma í ljós.... rukkunin verður sjálfsagt bara allt í einu komin í póstkassann með talsvert hærri tölu.

Ef við lítum á gjaldskránna eins og hún var þá sjáum við að í boði voru hinar ýmsustu þjónustuleiðir en allar voru þær ákveðnar í hraða og gagnamagni, en allt umfram 80GB var samt ekki rukkað heldur var línan bara skorin niður í 4kBps:

Svo lítum við á nýju verðskránna, en hér er búið að taka algjörlega út hvaða hraða notendur fá, svo Vodafone geti leikið sér að takmarka hraða allra notenda án þess að þeir geti kvartað. Fyrir utan lægri hraða, er síðan líka búið að hækka verðið um 3000 krónur, ef við gefum okkur að þessi "Mesti hraði" þeirra séu 8Mb línurnar frá eldri tíð, eða 2000 krónur ef "Mesti Hraði" er svipaður 12Mb línunni.. en auðvitað vitum við að hraðinn verður aldrei svo stöðugur og hraður:

Verðskrá

Ég er sjálfur ekki notandi hjá Símanum og nenni ekki að taka í gegn verðskrár þeirra, sérstaklega þar sem ég veit ekki hvað var verð að borga fyrir breytingu, en það er alveg víst að það er svipað uppi á tengingnum hjá þeim og væntanlega öllum internetveitum í landinu. Hér er enn verið að níðast á almúganum og hækka verðin í skjóli versnandi efnahagsástands. Enn og aftur er verið að taka notendur í ósmurt!


Bók: Carl Hiaasen - Double Whammy

Carl Hiaasen er rithöfundur frá Flórída og er mikill áhugamaður um umhverfismál, auk þess sem finnst að það sé búið að ofbyggja Flórídaskaga og Everglades. Þetta skín í gegn þegar maður les bækur hans, sem margar hverjar gerast þar í kring.

Bækurnar eru oftast svona Bannað Innan 16 efni, með mjög grófum lýsingum á blóðugum dauðdögum, en söguþráðurinn er hins vegar ekki bara gore og viðbjóður.

Double Whammy fjallar um Bass (Vartari? Hvað er það?) veiðimenn sem gera hvað sem er til þess að sigra í stórmótum.. svindla eða jafnvel meira. R.J. Decker er einkaspæjari og er ráðinn til þess að taka myndir af svindli og ná sönnunargögnum svo hægt sé að stöðva svindlið. Eins og búast má við af Carl Hiaasen, þá vefur það heldur betur upp á sig með tilheyrandi limlestingum og annarri gleði. Happy

Það er hins vegar aldrei langt í húmorinn þrátt fyrir dökka efnið, og stóð ég mig mjög oft að því að hlægja upphátt. 

Þessi bók gæti reyndar farið alveg með suma sem ekki hafa nokkurn áhuga á fiskveiði, því stór hluti bókarinnar snýst um veiðistangir, öngla, orma og hvað þetta heitir allt saman, en mér fannst það ekkert draga frá heildar textanum. Óvæntur glaðningur í þessari bók er innkoma hins stórskemmtilega Skink, sem á það til að detta inn í bækur Carl's, og væri hann einn og sér fær um að halda uppi húmornum í bókinni :)

Heilt yfir er þetta alveg stórskemmtileg bók , og hika ég ekki við að mæla með Carl Hiaasen sem stórskemmtilegum spennubókarithöfundi.

4/5 í einkunn. 


Hvað skal blogga?

Upphaflega byrjaði ég að blogga hér á MBL vegna þess að stundum ofbýður mér fréttamennska þeirra Morgunblaðmanna svo hrikalega að ég bara verð að tjá mig um það. Svo þegar Ísland byrjaði að fara til helvítis þá bættist við áhugi minn á betra Íslandi og hneykslun á því hvernig stjórnvöld og yfirmenn fyrirtækja og landsins hafa farið með okkur, þannig að ég hef verið að blogga eitthvað um það líka.

Ég hef hins vegar undanfarið verið að íhuga svona hvaða stefnu ég hafi áhuga á að láta bloggið fylgja. Ekki vil ég nota það eingöngu til þess að gagnrýna MBL menn, og eftir að ég byrjaði á þessu bloggi þá uppgötvaði ég að ég hef bara talsvert gaman af því að blogga og fá 'feedback' frá lesendum. Ég veit fátt betra en skemmtilegar og málefnalegar umræður um hina ýmsustu hluti, og bloggkerfin eru að hjálpa mér að svala þorsta mínum á slíku :)

Auk Fréttaumfjöllunar og bloggs um mína persónulegu hagi, hef ég því ákveðið að bæta við nokkrum flokkum tengdum mínum áhugamálum, sem ég kem til með að blogga um þegar mér dettur það í hug. Ef ég sé eitthvað skemmtilegt rafmagnstæki sem mig langar í gæti ég deilt því með ykkur. Ef ég les skemmtilega vísindagrein um áhugavert viðfangsefni, mun ég þýða hana á Íslensku ef ég nenni eða í það minnsta skella henni inn á Ensku. Ef ég les góða bók, horfi á góða mynd, eða fer á sérstaklega skemmtilegan veitingastað, mun ég kannski skrifa um það. Auk þess mun ég eflaust skrifa talsvert um svefntruflanir og svefnvandamál, en slíkt er búið að hrjá mig í 15 ár og er ég að vinna í því að skilja meira um orsakir og lausnir þeirra.  Bloggið mun því vonandi færast aðeins frá því að vera bara pirringur út í MBL og stjórnmálamenn, og fólk ætti að geta fundið smá gleði inn á milli fýlukastanna Grin

Núh, það er um að gera að drífa bara í þessu, og mun fyrsti pósturinn tengdur mínum áhugamálum semsagt verða bókaumfjöllun um bókina sem ég kláraði á meðan ég setti vetrardekkin undir bílinn í gær Smile


Ég er víst Huffelpuff þá :)

Ég er búinn að vera aðdáandi J.K. Rowling síðan ég las fyrstu Harry Potter bókina, og var einn af þeim sem forpantaði Deathly Hallows til þess að vera nú örugglega búinn að lesa bókina áður en ég færi að heyra eitthvað um hana sem myndi spilla endinum. Ég er einmitt að keyra einn hringinn enn í gegnum bækurnar núna, og hugsa ég að ég hafi lesið fyrstu bókina vel yfir 10 sinnum. Order Of The Phoenix (fimmta bókin) sem ég er að lesa þessa dagana hugsa ég að ég hafi aðeins lesið svona 4-5 sinnum, og þá síðustu hef ég aðeins lesið tvisvar. Yfirleitt líða ekki margir mánuðir frá því að ég les síðustu bókina og þangað til ég byrja á þeirri fyrstu aftur :)

Ég veit annars ekki hvað þessi blaðamaður er að meina með líftíma bókanna. Ég er handviss um það að eftir 60 ár (verði ég á lífi og enn með fullan heila) muni ég vita nákvæmlega af hverju ég las (og les enn?) Harry Potter bækurnar. Þetta er stórkostleg skemmtun, yndisleg ævintýri, og inn á milli stórgóður boðskapur sem börnum er holt að læra í þokkabót. Wizard


mbl.is Potter-lesendur í fjórum hópum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allar saman nú... beygja sig fram og grípa ökklana...

Er ekki að verða kominn tími fyrir uppþot? Alvöru læti?

Eigum við virkilega að láta það líðast að Íslenska þjóðin verði skuldbundin oní rassgat til þess að greiða fyrir syndir nokkurra fjárglæpamanna sem við höfum engan áhuga á að vera tengd við?

Með því að greiða greiða þetta út er Íslenska þjóðin að 'viðurkenna' að hún eigi sök á þessu, sem hún á bara alls ekki!


mbl.is Líkir Bretaláni við fjárkúgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er helvíti sniðugt!

Ég er að spá í að gera þetta bara. Fara til... segjum bara Ameríku, og ræna þar nokkra ellilífeyrisþega og eins og 1-2 banka, en brosa í eftirlitsmyndavélarnar. Bandit

Stinga peningunum undir stól (færa þá í skattaparadís) og koma svo heim til Íslands. Svo verð ég bara hérna heima, og Ísland borgar þessar skuldir til baka.. ekkert mál!

Algjör snilld!

..

..

..

..

Angry


mbl.is 580 milljarða lán frá Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kann hann eitthvað?

Af hverju er þetta starf ekki bara auglýst eins og önnur störf, og hæfasti umsækjandinn fái vinnuna? Þarna er enn og aftur verið að velja mann með réttan vinskap, algjörlega óháð því hvað hann kann og getur. Ég veit nákvæmlega ekkert um þennan mann, og kannski er hann bara akkúrat rétti maðurinn í þetta starf, en sá listi sem fréttinni fylgir af fyrri "afrekum" hans finnst mér þunnur sem skeinipappír, og ekki nothæfur til annars.
mbl.is Nýr bankastjóri Nýja Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan tifar á VEIKUM fótum

Bara svona til að hafa þetta rétt.. hann sagði veikum, ekki mjóum.

Það sem ég les útúr þessum yfirlýsingum Össurs er semsagt það að það verður í raun ekkert ákveðið strax hvaða skilyrði IMF setur okkur, og hvað við munum gera í þeim. Við fáum bara lánið fyrst, og svo verður ákveðið hvaða vexti skuli greiða og hvaða skilmálar fylgi.

Er það ekki full seint í rassinn gripið að ætla að neita einhverjum skilmálum þegar búið er að þiggja féð og nota það? Heitir það ekki að að spila út trompinu alltof snemma? 


mbl.is Krónan tifar á mjóum fótum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Um allt og ekkert

Bloggið fjallar svosem um allt og ekkert. Bara ég að henda fram skoðunum mínum og hugsunum, og vonandi mun einhver nenna að lesa þær :)

Bloggari

Árni Viðar Björgvinsson
Árni Viðar Björgvinsson
er áhugamaður um gott líf og jákvæða framtíð, þrátt fyrir allar líkur á því að hvorugt takist :)

Bloggvinir

Bækur

sem ég er nýbúinn að lesa

  • Bók: Harry Potter and The Goblet Of Fire
    J.K. Rowling: Harry Potter and The Goblet Of Fire
    Þetta er nú sennilega í fimmtánda skipti eða eitthvað. Alltaf jafn gott ;)
    *****

sem ég er að lesa þessa dagana

  • Bók: Belgarath The Sorcerer
    David & Leigh Eddings: Belgarath The Sorcerer
  • Bók: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
    J.K. Rowling: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
    *****

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 455

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband