Lenti hlaðin sprengiefni... og hvað með það?

Hvern fjandann skiptir það máli þótt einhver flugvél hafi lent með fullfermi af bombum á Keflavík? Flugvélar eru hannaðar til að bera hluti, og herflugvélar eru hannaðar til að bera herhluti... frá byrjun flugstríðs hafa verið framkvæmdar margar milljónir lendinga með sprengiefni, og á Keflavík hefur eflaust verið lent nokkur þúsund skipti með fullvopnaða vél. Líkurnar á að flugvél farist í lendingu, og þá sérstaklega flugvél sem er viðhaldið af her, eru svo hverfandi litlar að það tekur því ekki einu sinni að spá í það. Ef einhver lennti í því að flugvélin hrapaði á hausinn á honum með allar sprengjurnar, þá mætti sá hinn sami vera viss um það að honum var ætlað að fara.. núna. Smile
mbl.is Lenti hlaðin sprengiefni á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er Mogginn að rifja upp Rússagrýluna í tilefni þess sem forsetinn lét út úr sér fyrir skömmu

Jón Garðar (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 19:40

2 Smámynd: Krummi

Ég held að það hafi bara ekki nokkur einasti maður verið að spá í því hvort hún myndi lenda í einhverju slysi... Menn eru að velta fyrir sér lögmæti þess að hún var að flytja ma. jarðsprengjur en Íslendingar hafa undirritað bann gegn þeim.

Krummi, 12.11.2008 kl. 21:57

3 identicon

Bara svona til upplýsingar þá stunda ekki margir herir fyrirbyggjandi viðhald, flutningavélar Bandaríkjahers komu varla hingað öðruvísi en það þyrfti að eyða 1-2 dögum í viðgerðir á þeim. :/

karl (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 22:57

4 Smámynd: Árni Viðar Björgvinsson

Krummi: Íslendingar undirrituðu bann við jarðsprengjum já... sem gerir hvað? Bannar Jóni Jónssyni að nota þær? Hvað höfum við að segja um það hvort kanar eða rússar eða einhver nota jarðsprengjur? Ég spyr bara svona. Hins vegar var þetta skráð sem 'nauðlending' eða svoleiðis, vegna þess að þeir voru eldsneytislitlir (hversu vitlaus var þessi flugmaður annars?), og maður snýr ekki frá flugvél frá sem er að hrapa... alveg sama hvað er um borð :)

Karl: Ég á nú bágt með að trúa að flugher, sem gengur út á það að koma flugvélinni frá A til B og til A aftur heilli, sinni ekki reglubundnu viðhaldi á flugvélunum. Er ekki alveg eins líklegt að það hafi verið stílað inn á það að einmitt sinna þessum viðgerðum hér á landi ?

Árni Viðar Björgvinsson, 12.11.2008 kl. 23:40

5 Smámynd: Árni Viðar Björgvinsson

Og Krummi: Það var einmitt akkúrat það sem verið var að spá í, þegar fréttamaður tekur það sérstaklega fram að fyrir einskæra heppni þá hafi flugvélinni verið lent á flugbraut fjarri öðrum flugvélum. Ekkert verið að hugsa þar nema "OMG, hvað ef hún hefði lent á annarri flugvél og allt sprungið í loft upp!!11!!" ;)

Árni Viðar Björgvinsson, 12.11.2008 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Um allt og ekkert

Bloggið fjallar svosem um allt og ekkert. Bara ég að henda fram skoðunum mínum og hugsunum, og vonandi mun einhver nenna að lesa þær :)

Bloggari

Árni Viðar Björgvinsson
Árni Viðar Björgvinsson
er áhugamaður um gott líf og jákvæða framtíð, þrátt fyrir allar líkur á því að hvorugt takist :)

Bloggvinir

Bækur

sem ég er nýbúinn að lesa

  • Bók: Harry Potter and The Goblet Of Fire
    J.K. Rowling: Harry Potter and The Goblet Of Fire
    Þetta er nú sennilega í fimmtánda skipti eða eitthvað. Alltaf jafn gott ;)
    *****

sem ég er að lesa þessa dagana

  • Bók: Belgarath The Sorcerer
    David & Leigh Eddings: Belgarath The Sorcerer
  • Bók: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
    J.K. Rowling: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
    *****

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 279

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband