So long, and thanks for all the fish!

Þetta er frekar furðuleg tilfinning.

Ég er alinn upp á þessari leigu... ég man ekki eftir mér öðruvísi en við höfum verið í þessum bransa. Meira að segja þetta tímabil eftir að við seldum Myndbandahöllina og áður en við opnuðum Bónusvideo, þá vann ég áfram á leigunni.

Það eru yfir 20 ár síðan ég byrjaði að vinna bak við afgreiðsluborðið og leigja út myndir, og þetta var yfirleitt alltaf rosalega áhugavert og skemmtilegt. Það var alltaf gaman að hjálpa fólki að finna myndir sem það var ekki búið að sjá og gæti haft áhuga á, og í gegnum öll þessi ár hef ég afgreitt mjög stóran hluta allra Akureyringa svo oft að mér finnst ég þekkja alla.

Ég man fyrst eftir leigunni í bílskúrnum á Höfðahlíð 1 (gæti hafa verið Lönguhlíð 2, en efast um það) og held að hún hafi svo farið í kjallara í Hafnarstrætinu. Svo var farið í í Skipagötu 14 (sem er Glitnir í dag) með Crown Chicken sem nágranna og þaðan í Skipagötu 11 eða 13 (sem er í dag bílastæði). Ég man vel eftir því sem krakki að hafa iðulega verið sendur í sjoppuna (sem í dag er La Vita é Bella) til að kaupa Roast Beef samloku fyrir "gamla" manninn.

Frá Skipagötunni var haldið upp í Viðjulund, í húsnæði sem var hreint frábært fyrir leiguna, stórt og bjart. Ef ég man rétt varð Myndbandahöllin til við þá flutninga, og hafði hún mjög svo skemmtilegt logo sem mér þykir miður að eiga ekki til einhversstaðar. Á sama tíma varð einnig til lítill pizzuheimsendingastaður sem kallaðist Jón Sprettur, sem átti heldur betur eftir að stækka!

Ég vann á Myndbandahöllinni nánast allan líftíma hennar, eða þangað til ég gerðist rafvirki. Myndbandahöllin fluttist svo yfir í Hrísalund, og við opnuðum Bónusvideo í Viðjulundinum, ásamt því að taka yfir rekstur hinna Bónusvideo leiganna.
Á sama tíma var ég kominn með ógeð á rafvirkjuninni, og hætti því sem rafvirki og tók við fullu starfi á ný opnaðri Bónusvideo leigu um miðjan desember 2003, og vann þar þangað til ég flutti hingað suður til Reykjavíkur.

Án mín hélt leigan að sjálfsögðu ótrauð áfram, og eftir að ég flutti suður var leigan flutt í síðasta sinn, þá í Shell sjoppuna í Kaupangi, þar sem hún stendur í dag, og endar sinn glæsta feril.

Jólin voru alltaf sérstaklega skemmtilegur tími bak við afgreiðsluborðið. Ekki nóg með að kúnnarnir væru óvenjulega brosmildir og glaðir, heldur var alltaf svo svakalega mikið að gera, sem var alltaf skemmtilegasti tíminn bak við borðið.

Ég man sérstaklega eftir því hvað það var gaman þegar við systkinin vorum þrjú að vinna í brjálæðinu, og nánast dönsuðum í kringum hvort annað þegar við afgreiddum hundruði myndbanda og óteljandi pizzur, hamborgara og frönskuskammta, allt í gegnum einn afgreiðslukassa.

Í gegnum árin fékk ég að vinna með fullt af frábæru fólki á þessum videoleigum (og pizzustaðnum líka) sem mótaði mig og gerði mig að þeim manni sem ég er í dag. Ég var meira að segja svo heppinn að upplifa það í fyrsta sinn að vera virkilega ástfanginn, á þessari leigu, þegar ég vann með yndislegri stelpu :D
Þessar videoleigur hafa semsagt verið gríðar stór og mikilvægur hluti af lífi mínu.

Í dag er búið að loka síðustu leigunni, og það vottar fyrir depurð. Þetta er búið. Game over. Það er eitthvað rangt við þetta.


mbl.is Engin myndbandaleiga á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og fimmtán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Um allt og ekkert

Bloggið fjallar svosem um allt og ekkert. Bara ég að henda fram skoðunum mínum og hugsunum, og vonandi mun einhver nenna að lesa þær :)

Bloggari

Árni Viðar Björgvinsson
Árni Viðar Björgvinsson
er áhugamaður um gott líf og jákvæða framtíð, þrátt fyrir allar líkur á því að hvorugt takist :)

Bloggvinir

Bækur

sem ég er nýbúinn að lesa

  • Bók: Harry Potter and The Goblet Of Fire
    J.K. Rowling: Harry Potter and The Goblet Of Fire
    Þetta er nú sennilega í fimmtánda skipti eða eitthvað. Alltaf jafn gott ;)
    *****

sem ég er að lesa þessa dagana

  • Bók: Belgarath The Sorcerer
    David & Leigh Eddings: Belgarath The Sorcerer
  • Bók: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
    J.K. Rowling: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
    *****

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband