Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Skólar og trúmál - Hugleiðing

Þennan texta skrifaði ég sem svar við grein á spjallborðum http://www.nyjaisland.is og býð ég fólki að skella sér þangað ef það vill taka þátt í málefnalegum umræðum um framtíð þjóðar vorrar:

Ég hef mikið verið að hugsa um aðskilnað ríkis og kirkju síðustu árin, og þá einna helst aðskilnað skóla og kirkju.

Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega trúaður maður. Það að fara í kirkju hefur (því miður?) verið eitthvað sem maður gerir bara í giftingum og jarðarförum. Þó er nú svo að ég hef í seinni tíð myndað mér mína eigin skoðun á þessum málum og komist að því að ég trúi því að til sé eitthvað æðra máttarvald. Hvort sem það máttarvald býr eingöngu í hjörtum okkar eða uppi á einhverjum yndislegum stað sem kalla mætti "himnaríki", skal ég láta ósagt. Ég er hins vegar það sem kallast Agnostic í minni trú (ég kann bara ekki Íslenska heitið, og væri gaman ef einhver myndi segja mér það), en það þýðir að ég neita að gefa þessu æðra máttarvaldi eitthvað ákveðið nafn, og ég bið ekki til þess. Þetta heitir ekki Guð eða Jehóva eða Búdda eða Allah eða neitt slíkt. Þetta er bara.. æðra máttarvald.

Í grunnskóla gekk ég í gegnum svokallaða kristinfræði eins og allir aðrir. Þetta fag var náttúrulega lauslega byggt á biblíunni, og þurftum við að geta svarað hinu og þessu uppúr því riti. Þetta var hins vegar enginn sérstakur prédikunarboðskapur svo ég muni, heldur að mestu leiti verið að kenna börnunum muninn á réttu og röngu eins og biblían kennir það. Prédikunin kom í raun ekki fyrr en um fermingu, þegar við sátum undir öskrum Séra Kölska (blessuð sé minning þín Séra Þórhallur, og vona ég að þú hafir aldrei vitað hvað þú varst kallaður í skólanum) í fermingarfræðslunni og reyndum að verða SannKristin á mettíma.

Eigi skal ég halda því fram að ég hafi komið úr grunnskóla uppfullur af kristinfræði (enda hafði ég svosem ekki mikinn áhuga á því fagi) en þó veit ég að ég þroskaðist sem fullorðinn maður með ofboðslega sterka réttlætiskennd. Sá maður sem ég er í dag, er sambland af þeim gildum sem skólinn og foreldrarnir kenndu mér, en það er langt því frá að ég sé neitt sérstaklega 'Kristinn'.

Þegar maður skoðar boðorðin tíu út frá sjónarmiði einhvers sem er ekki Kristinn, kemur hins vegar í ljós að ef frá er tekið það sem beinlínis snýr að Guði, er þetta að megninu boðskapur sem allavega ég tel bara vera hið sjálfsagðasta mál í eðlilegu samfélagi. Lítum aðeins á Boðorðin Tíu:

1. ) Ég er Drottinn Guð þinn. Þú skalt ekki aðra guði hafa
2. ) Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma

 - Fyrstu tvö eru beinlínis fyrir Guð.. pælum ekki í þeim hér.
3. ) Halda skaltu hvíldardaginn heilagan
 - Hverjum manni er nauðsynlegt að hvíla sig frá vinnu og amstri, og deila tímanum með fjölskyldu sinni og/eða vinum. Við eigum ekki að vinna 7 daga vikunnar, það er bara ekki holt!
4. ) Heiðra skaltu föður þinn og móður
 - Þetta mætti kannski útleggjast sem "Heiðra skaltu þá sem ólu þig upp" í nútíma samfélagi, þar sem Faðir og Móðir líffræðilega séð eru kannski ekki endilega til staðar. Jafnvel þó að sambandið geti oft verið stirt, þá skal maður þó alltaf bera virðingu fyrir sér eldra fólki og þeim sem ala mann upp og veita manni húsaskjól; án þess þó að fylgja þeim í blindni.
5. ) Þú skalt ekki mann deyða
 - Ekkert sjálfsagðara. Við viljum ekki vera drepin sjálf og eigum ekki að vera að drepa aðra. Þetta eru einföld landslög.
6. ) Þú skalt ekki drýja hór
 - Þó að nútíma notkunin á orðinu hór sé ekki sú sama og þarna er talað um, er boðskapurinn einfaldur. Þú átt ekki að halda framhjá maka þínum og svíkja hann. Fólk á að standa saman og ef það getur það ekki þá á það að hætta saman áður en það leitar á aðrar slóðir. Allt þetta bull um að hanga saman fyrir börnin eða fyrir hvort annað eða slíkt, þegar fólki líður virkilega illa saman og fer að leita annað, er bara vitleysa. Börnin vita alveg hvað er í gangi, og það er mun verra fyrir þau að búa tveim manneskjum sem líður illa, heldur en einni manneskju sem líður vel.
7. ) Þú skalt ekki stela
 - Aftur, ekkert sjálfsagðara. Við viljum ekki að hlutum okkar sé stolið, og við eigum því ekki að stela annarra manna hlutum. Þetta eru einföld landslög.
8. ) Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum
 - Það er ljótt að ljúga, og viðbjóður að ljúga upp á aðra.
9. ) Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns
10.) Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, þjón, þernu, fénað né nokkuð það sem náungi þinn á.

 - Þessar tvær eru reyndar alveg stórmerkilegar þegar litið er á þær í dag. Eiginkona er það sama og sauðfé; eign, en húsið er sérstaklega tekið fram. Upplýst og siðmenntað samfélag skyldi ALDREI samþykkja þessar reglur eins og þær eru skrifaðar. Ég ætla því að skrifa þær eins og þær EIGA að koma fram:

9. ) Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns
 - Tengist aftur hórinu. Kona vinar þíns er, eins og sagt er, Off Limits. Þú stingur ekki undan vinum eða fjölskyldu.
10.) Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns, bíl, sjónvarp, fé, né nokkuð það sem náungi þinn á.
 - Hérna komum við í raun að þriðju og síðustu reglunni sem mætti sleppa úr boðorðum hins almenna manns. Það er nákvæmlega ekkert að því að langa í nýja hluti, og (van)heilbrigð keppni milli vina getur stundum verið af hinu góða. Menn reyna allavega að komast áfram í lífinu til að verða betri en hinn, og úr því GETA skapast mjög góðir hlutir. Mig langar í milljónirnar sem Bankastjórar Íslands hafa í laun á mánuði. Er ég eitthvað verri maður fyrir það ? Ég fer í skóla og læri eitthvað og betrumbæti mig til þess að fá hærri laun, og það er bara ekkert slæmt um það að segja.

En loks komum við að meginmáli þessa pósts; aðskilnaði skólans og kirkjunnar. Ég trúi því af öllu mínu hjarta að kristinfræði þurfi að leggja af í skólum, og í staðin skuli inn sett tvö fög; Siðfræði og Trúfræði.

Siðfræði væri byrjað að kenna við frekar ungan aldur, og myndi taka við kennslu kristinfræðinnar hvað varðar almenna hegðun og siðferðiskennd, ásamt því að taka við hlutverki kynfræðslu. Þar yrði börnum kennt að haga sér almennilega, bera virðingu fyrir eldra fólki, kunna einföld landslög, læra að þekkja muninn á réttu og röngu, læra að vera þakklát og svo framvegis. Kennarar væru helst fólk svona í eldri kantinum (eldri en 40) með vel af lífreynslu á bak við sig. Krakkarnir myndu heimsækja elliheimili og hitta spræk gamalmenni sem myndu segja þeim sögur frá gamla tímanum, ásamt því sem börnum yrði sýnt hvernig fólk lifði magurt í byrjun 20 aldar og þeim yrði kennt að vera þakklát fyrir þær ótæmandi auðlindir og alla þá hluti sem hægt er að kaupa í dag. Löggur og Slökkvikallar (hver elskar ekki hetjur í búningum? :)) til dæmis myndu mæta í skólann og kenna krökkunum að fara aldrei neitt með ókunnugu fólki, og kenna meðferð elds og eggvopna og annað slíkt. Læknanemar, veikir reykingamenn, óvirkir alkahólistar og fíklar myndu koma í skólann og segja börnunum hvað líf án eiturefna er svo miklu betra líf. Kenndar yrðu hinar ýmsustu kynferðiskenndir (lauslega fyrst og svo nánar í kynfræðslupartinum) og þá sérstaklega kenndur munurinn á Gagnkynhneigð, Samkynhneigð og Tvíkynhneigð, og börnum kennt að dæma ekki aðra fyrir sínar langanir og styðja við þá sem 'koma út'. Siðfræði myndi vera fag sem elur börn upp, upp að vissu marki, sem er eitthvað sem er virkileg þörf á í nútíma samfélagi þegar foreldrar hafa engan tíma til að vera heima og ala börnin sín upp sjálf. Skólinn skyldi þó aldrei bera ábyrgð á uppeldi barnanna þar sem slíkt skal alltaf vera á ábyrgð foreldra, en skólinn myndi þó allavega veita börnum sem ekkert eru alin upp heima hjá sér, ákveðið aðhald og grunnkennslu sem gæti bjargað því sem bjargað væri.

Trúfræði væri byrjað að kenna aðeins seinna en þó ekki alltof seint, og myndi kenna trúmál. Þar væri helstu trúarflokkum gerð góð skil, og eitthvað vísað í þá minni. Kristni, Kathólismi, Búddismi og Kóraninn væru tekin fyrir, og kenndur væri grundvallarmismunur á þessum trúm, ásamt útskýringum á hinum óteljandi afbrigðum þessara trúarhópa, ofstækis- eða annars. Prestar eða aðrir rólegir trúboðar myndu koma og kynna sinn boðskap, og skipulagðar yrðu ferðir í amk. eina messu hverrar trúar á hverri önn, en þó eftir því hvernig aðstæður væru. Til dæmis eru eingöngu kristnar kirkjur í mörgum bæjarfélögum landsins, en þá yrði bara að vera mikilvægt að þeir prestar og trúboðar sem aðstoðuðu við kennsluna væru virkari og kæmu þá bara oftar. Ég hef ekki enn hitt trúboða sem er latur, þannig að ég er viss um að slíkt væri lítið mál. Hér í Reykjavík væri þetta mun einfaldara, og væri hægt að fara með börnin í enn fleiri tegundir af kirkjum. Aðal málið væri að Kristni væri ekki gert hærra undir höfði en hinum, og börnum yrði kennt að þau hafa val. Val til þess að trúa á EKKERT, eða eitthvað sem þau vilja.


(( - Í framhjáhlaupi vil ég meina að börn eigi alls ekki að skíra til trúar við fæðingu, heldur eingöngu skíra að nafni. Börn myndu síðan skírð inn í þá trú sem þau vilja, ef þau vilja, í kringum fermingaraldurinn eða fyrr ef ÞAU myndu kjósa sér að gera slíkt. Kæmi skírnin þá í staðin fyrir ferminguna. Það þarf nauðsynlega að slökkva á þessari peningagræðgi og smán sem við köllum fermingar, þar sem aðeins um 10% af krökkunum gera það að EINHVERJU leiti vegna trúarinnar, og hin 90% gera það eingöngu fyrir gjafirnar - ))


Um bloggið

Um allt og ekkert

Bloggið fjallar svosem um allt og ekkert. Bara ég að henda fram skoðunum mínum og hugsunum, og vonandi mun einhver nenna að lesa þær :)

Bloggari

Árni Viðar Björgvinsson
Árni Viðar Björgvinsson
er áhugamaður um gott líf og jákvæða framtíð, þrátt fyrir allar líkur á því að hvorugt takist :)

Bloggvinir

Bækur

sem ég er nýbúinn að lesa

  • Bók: Harry Potter and The Goblet Of Fire
    J.K. Rowling: Harry Potter and The Goblet Of Fire
    Þetta er nú sennilega í fimmtánda skipti eða eitthvað. Alltaf jafn gott ;)
    *****

sem ég er að lesa þessa dagana

  • Bók: Belgarath The Sorcerer
    David & Leigh Eddings: Belgarath The Sorcerer
  • Bók: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
    J.K. Rowling: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
    *****

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband