Færsluflokkur: Dægurmál

ÞAÐ ER EKKERT TJÓN!!!

Andskotinn hafi það, ég ÞOLI ekki svona fréttir!

Hvaða helvítis tjón er orðið? Hvernig getur einhver slengt fram tölu um eitthvað sem er ekki orðið? Djöfulsins andskotans fábjánaskapur er þetta!

Ólafur Ragnar er oft búinn að haga sér eins og fífl og má hann alveg eiga það, en þessi herferð gegn honum núna er viðurstyggilegur horbjóður.

Heldur fólk virkilega að ferðamenn hafi ekki gerst sér grein fyrir því hingað til að Ísland ER EITT STÓRT ELDFJALL! Fólk kemur til Íslands akkúrat VEGNA þess að það er eitt stórt eldfjall. Og fyrir hvern þann túrista sem kemur ekki hingað vegna þess að landið hristist, þá fáum við annan túrista sem kemur til þess að sjá hamfarirnar. Eða er fólk alveg búið að gleyma því að landið er einmitt fullt af túristum núna sem hefðu EKKI komið hingað ef það hefði ekki gosið?


mbl.is Tjón þjóðarbúsins stefnir í 10 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja, þá kýs ég á morgun... en hvað?

Ég er mikið búinn að vera að spá í því síðustu mánuðina hvaða skoðun ég hafi virkilega á IceSave málinu og eins og lang flestir Íslendingar er ég kominn með algert ógeð á IceSave. Mér líður eins og það sé viljandi verið að framleiða torf til að vaða í gegnum, og þannig sé verið að kaffæra mér í skoðunum og "réttu leiðinni" sem við eigum að fara.

Mín skoðun (sem ég ætla að reyna að komast í að kjósa á morgun) sem ég hef eitt talsverðum tíma í að hugsa út frá hinum ýmsu rökum beggja hliða, rökhugsun og almennri skynsemi er hins vegar sú að það EINA sem við getum gert í stöðunni eins og hún er í dag (það er heimska að spá í "...hefðu átt að..." röfli í þessu samhengi) sé að Íslendingar taki sig saman og neiti að samþykkja Lög 1/2010.

Af hverju?

Ef við samþykkjum Lög 1/2010 í þjóðaratkvæðagreiðslu, jafnvel þó það fari 51/49, mun alltaf vera hægt að halda því yfir höfði okkar að ÞJÓÐIN hafi VALIÐ að samþykkja lög sem fjarlægja alla fyrirvara og varnagla úr eldri lögunum (Lög 96/2009) sem stjórnvöld ákváðu að samþykkja án þess að hugsa málið til enda. Eftir það höfum við ekkert samningavald, engin spil á hendi, ekkert hald í flóðinu sem mun skella á okkur.  Hvort við náum að synda eða drukknum verður svo bara að koma í ljós.  Ef eitthvað kemur síðan uppá meira og við getum ekki borgað, munu kröfuhafar erlendis fara að taka auðlyndir okkar, fasteignir og fyrirtæki eignanámi. Ísland verður einhver skítahola í miðju ballarhafi í eigu stórra fyrirtækja út um allan heim, og litla þjóðin Ísland mun lognast útaf og deyja vegna þess að við höfum ekkert að halda í hér og munum flýja á betri mið.

Ef við neitum að samþykkja Lög 1/2010, eru Lög 96/2010 nánast sjálfkrafa ónýt nema að það náist nýir samningar til að bjarga þeim, vegna þess að Bretar og Hollendingar eru ekki að gúddera þau. Það mun allt verða vitlaust, en ég held að það verði alltaf betri kosturinn en hitt.

Það skiptir mig nefnilega meira máli að börnin mín og barnabörnin mín séu heilbrigð og lifi þokkalega vel, heldur en það hvort að einhver Hollendingur hatar Ísland í 10-20 ár.

Það er MÍN SKOÐUN að það jaðri við að þeir Íslendingar sem samþykkja Lög 1/2010 séu að fremja landráð. Það getur aldrei aldrei ALDREI verið jákvætt að taka alla varnagla úr samningum og gera sig þannig opinn fyrir fantabrögðum hinna samningsaðilanna.


mbl.is Átta búnir að kjósa í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og niðurhal drepur niður bíósölu.... eða hvað? :)

Enn og aftur koma fréttir fram sem sýna að sala afþreyingar er að AUKAST, en ekki DRAGAST SAMAN, þrátt fyrir gríðarlegt niðurhal tugmilljóna manna út um allan heim.

Hvernig væri að fólk færi að fatta það að niðurhal hefur ekki jafn hrikalega neikvæð áhrif og allir reyna að halda fram.


mbl.is Metaðsókn í bíó árið 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LARP en ekki lark :)

Lögreglumanni eða blaðamanni hefur sennilega misheyrst, enda ekki skrítið þegar svona furðuleg orð eru sögð um miðja nótt og viðkomandi veit ekkert hvað um er að ræða :D

Smá frá Wikipedia fyrir þá sem ekkert vita:

 A live action role-playing game (LARP) is a form of role-playing game where the participants physically act out their characters' actions. The players pursue goals within a fictional setting represented by the real world, while interacting with each other in character. The outcome of player actions may be mediated by game rules, or determined by consensus among players. Event arrangers called gamemasters decide the setting and rules to be used and facilitate play.

 

Þau hefðu kannski mátt segja sér samt rollararnir að það að vera með læti við hliðina á Sjúkrahúsinu um miðja nótt, myndi ekki leggjast vel í suma :)


mbl.is Skuggaverur á sveimi á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já það var laglegt!

Ekki skal ég neita því að gaman er að horfa á fallegar konur og því er þetta málefni mjög kært mér og snertir mig bókstaflega til hjartaróta (jah.. eða einhverjar rætur allavega) Cool

Ég er einn af þeim sem finnst þessar Size 0-4 horgrindur bara langt því frá að vera fallegar, og fagna ég því að tískublað skuli loksins úthýsa þeim og velja sér mannlegri módel.

Þó vonar augað og litli heilinn að það verði samt FALLEGAR venjulegar konur... þessi frú þarna í fréttinni, frú Angela Merkel, er ekki eitthvað sem mig langar að horfa á í Tískublaði Devil


mbl.is Venjulegar konur inn - þvengmjóar fyrirsætur út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

STEF með móral út í bloggarana.

Eins og aðrir bloggarar þessarar síðu var ég að fá skemmtilegan póst þar sem notendum er bent á að bannað sé að hafa höfundarréttarvarið efni á blog.is síðum.

STEF voru semsagt að kvarta yfir því að einhverjir notendur hafi virkjað tónlistarspilara og séu að nota hann til að leyfa gestum sínum að hlusta á tónlist.

Hafa þessir menn ekkert betra að gera? Er það að einhverjir bloggarar spili léleg mp3 lög á einhverjum lélegum bloggum sem örfáir lesa og enn færri nota tónlistarspilarann á, virkilega stærsta vandamálið sem herjar á íslenskan tónlistariðnað?  Ef svo er, þá held ég að það sé alveg óhætt bara að loka STEF fyrir fullt og allt... þá er greinilega búið að leysa öll stóru vandamálin.


Og við tókum ekki þátt!

Ég er búinn að vera að reyna að ná eyrum þeirra sem gætu mögulega gert eitthvað meira en ég einn (þá aðallega fjölmiðlarnir) og benda þeim á Earth Hour, og hversu ótrúlega jákvætt það væri að taka þátt í þessari aðgerð, en ég hef mætt algjörlega lokuðum augum og eyrum. Mér þykir þetta miður.

Ég heyrði um þessa Earth Hour hugmynd á Facebook fyrir tæpum 2 mánuðum síðan, og er ég mjög hrifinn af því öllu sem vekur fólk aðeins til umhugsunar um áhrif okkar dags-daglega lífs á hækkandi hita og gróðurhúsaáhrif.

Mér líkaði hins vegar mun minna að sjá á heimskortinu yfir þáttökuborgir, að enginn punktur er á Íslandi. Við tökum ekki þátt! Hvernig má það vera að hið sígræna Ísland sem alltaf þykist vera bezt í heimi með hreinasta landið og hreinustu orkuna og hreinasta vatnið og yndislegasta fólkið og allt það, taki ekki þátt í svona viðburði?

Stjórnendur fyrirtækja, stjórnarmenn bæjarfélaga og hinn almenni Íslendingur geta tekið höndum saman og slökkt á öllum ljósum, sjónvörpum og tölvum og öðru slíku í klukkustund. Það hafa allir gott af því að slappa aðeins af í klukkutíma með tekerti og spil.

Kringlan, Smáralind, Mjóddin og aðrir slíkir staðir gætu slökkt á öllum sínum útilýsingum og auglýsingaskiltum. Akureyri, Hafnarfjörður, Keflavík, Reykjavík og önnur bæjarfélög gætu slökkt á allri götulýsingu innanbæjar. (Það myndi ekki skapa neina hættu í umferðinni... við höfum bílljós). Og svo gæti Orkuveitan og Rafveitur landsins mælt hvað orkunotkunin hefði lækkað mikið og þá væri vitanlega hægt að slá fram einhverri skemmtilegri tölu um hvað Ísland sparaði margar milljónir í rafmagnskostnað á þessum eina klukkutíma og velta fyrir sér hvað væri hægt að gera fyrir allar þessar milljónir. Það passar meira að segja að fréttirnar eru búnar þarna rétt fyrir hálf, þannig að fólk missir ekki af þeim. Frábært ef sjónvarpsstöðvarnar myndu slökkva á sér á þessum tíma líka, en ég er nú ekki svo galinn að halda að slíkt væri fýsilegt :D

Voða fínt publicity, hægt að tengja kreppuna inn í fréttina (alltaf jákvætt að spara milljónir), skapar samstöðu og eykur vitund fólks á umhverfisáhrifum. Ljósmyndarar myndu hendast upp í sveit eða burt frá bænum og reyna að taka skemmtilegar myrkramyndir af áður uppljómuðu landslagi. Algjörlega Win/Win fyrir alla nema Orkuveituna... en skítt með þá :)

Er ekki að koma tími til að tala og hugsa um eitthvað annan en þessa helvítis kreppu?


mbl.is Ljós slökkt í borgum víða um heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komdu fagnandi!

Skemmtileg hugmynd, og frábær leið til að ná gjaldeyri inn í landið án hjálpar IMF. Það er allavega hægt að treysta svona manni til að hafa mjög einfaldar ástæður fyrir aðgerðum sínum... hann ætlar að græða á þessu, og verði honum að því ef það réttir skútuna aðeins við.
mbl.is Vill taka þátt í uppbyggingu Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Iss, það er bara kynlífið

Þetta er svosem ágætis grein, og gott að heyra að Carrey sé hættur á lyfjaruglinu sem engan bætir til lengdar, en þó fannst mér niðurlagið alveg sérstaklega illa skrifað og skemmtilegt.

"Carrey segist í dag taka náttúruleg efni til að viðhalda efnajafnvægi í líkamanum. Hann á einnig í ástarsambandi við Jenny McCarthy."

Þessari seinni setningu er slengt þarna inn á svo lélegan og vitlausan máta að maður getur ekki annað en hlegið.

Hann segist taka náttúruleg efni til að líða vel.. æji já, og svo er hann náttúrulega að sofa hjá Jenny McCarthy... sem hlýtur að bæta hvers manns geð.. þó svo að það tengist fréttinni kannski akkúrat ekki neitt :D


mbl.is Carrey hættur á Prozac
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjandans aumingjar!

Hvernig stendur á því að við þurfum alltaf að níðast á öldruðum og þeim sem eiga um sárt að binda?

Hverslags andskotans aumingjaskapur og ræfilsháttur er það að koma svona fram við þetta fólk sem þarf á þessum vörum að halda?

Nógu fá þau lítið í 'tekjur' og ráða varla við að borga lyfin sín, og núna ákveða yfirvöld að þau tími ekki að greiða fyrir þetta lengur, spara klink í kassann, og gera endanlega útaf við fjármál veika almúgans.

Í þjóðfélagi eins og Íslandi, þar sem velmegunin er búin að vera á blússandi hraðferð upp upp upp upp upp, og við eigum að heita siðmenntuð þjóð með stórkostlega gott sjúkra- og heilsukerfi, þá eru svona aðfarir að gamla og veika fólkinu ekkert nema smán og viðbjóður.

Einn hluturinn enn sem lætur mann skammast sín fyrir að vera Íslendingur.


mbl.is Eins og að rukka fyrir klósettferðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Um allt og ekkert

Bloggið fjallar svosem um allt og ekkert. Bara ég að henda fram skoðunum mínum og hugsunum, og vonandi mun einhver nenna að lesa þær :)

Bloggari

Árni Viðar Björgvinsson
Árni Viðar Björgvinsson
er áhugamaður um gott líf og jákvæða framtíð, þrátt fyrir allar líkur á því að hvorugt takist :)

Bloggvinir

Bækur

sem ég er nýbúinn að lesa

  • Bók: Harry Potter and The Goblet Of Fire
    J.K. Rowling: Harry Potter and The Goblet Of Fire
    Þetta er nú sennilega í fimmtánda skipti eða eitthvað. Alltaf jafn gott ;)
    *****

sem ég er að lesa þessa dagana

  • Bók: Belgarath The Sorcerer
    David & Leigh Eddings: Belgarath The Sorcerer
  • Bók: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
    J.K. Rowling: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
    *****

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 455

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband