Jæja, þá kýs ég á morgun... en hvað?

Ég er mikið búinn að vera að spá í því síðustu mánuðina hvaða skoðun ég hafi virkilega á IceSave málinu og eins og lang flestir Íslendingar er ég kominn með algert ógeð á IceSave. Mér líður eins og það sé viljandi verið að framleiða torf til að vaða í gegnum, og þannig sé verið að kaffæra mér í skoðunum og "réttu leiðinni" sem við eigum að fara.

Mín skoðun (sem ég ætla að reyna að komast í að kjósa á morgun) sem ég hef eitt talsverðum tíma í að hugsa út frá hinum ýmsu rökum beggja hliða, rökhugsun og almennri skynsemi er hins vegar sú að það EINA sem við getum gert í stöðunni eins og hún er í dag (það er heimska að spá í "...hefðu átt að..." röfli í þessu samhengi) sé að Íslendingar taki sig saman og neiti að samþykkja Lög 1/2010.

Af hverju?

Ef við samþykkjum Lög 1/2010 í þjóðaratkvæðagreiðslu, jafnvel þó það fari 51/49, mun alltaf vera hægt að halda því yfir höfði okkar að ÞJÓÐIN hafi VALIÐ að samþykkja lög sem fjarlægja alla fyrirvara og varnagla úr eldri lögunum (Lög 96/2009) sem stjórnvöld ákváðu að samþykkja án þess að hugsa málið til enda. Eftir það höfum við ekkert samningavald, engin spil á hendi, ekkert hald í flóðinu sem mun skella á okkur.  Hvort við náum að synda eða drukknum verður svo bara að koma í ljós.  Ef eitthvað kemur síðan uppá meira og við getum ekki borgað, munu kröfuhafar erlendis fara að taka auðlyndir okkar, fasteignir og fyrirtæki eignanámi. Ísland verður einhver skítahola í miðju ballarhafi í eigu stórra fyrirtækja út um allan heim, og litla þjóðin Ísland mun lognast útaf og deyja vegna þess að við höfum ekkert að halda í hér og munum flýja á betri mið.

Ef við neitum að samþykkja Lög 1/2010, eru Lög 96/2010 nánast sjálfkrafa ónýt nema að það náist nýir samningar til að bjarga þeim, vegna þess að Bretar og Hollendingar eru ekki að gúddera þau. Það mun allt verða vitlaust, en ég held að það verði alltaf betri kosturinn en hitt.

Það skiptir mig nefnilega meira máli að börnin mín og barnabörnin mín séu heilbrigð og lifi þokkalega vel, heldur en það hvort að einhver Hollendingur hatar Ísland í 10-20 ár.

Það er MÍN SKOÐUN að það jaðri við að þeir Íslendingar sem samþykkja Lög 1/2010 séu að fremja landráð. Það getur aldrei aldrei ALDREI verið jákvætt að taka alla varnagla úr samningum og gera sig þannig opinn fyrir fantabrögðum hinna samningsaðilanna.


mbl.is Átta búnir að kjósa í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Að þessari niðurstöðu komumst við í kellingaklúbbi gamalla skólasystra.

Helga Kristjánsdóttir, 28.1.2010 kl. 22:48

2 Smámynd: Árni Viðar Björgvinsson

Það er gott að heyra Helga. Ég vona að sem allra allra flestir neiti að samþykkja þessi nýju lög, og að það verði svo mikill munur að ekki sé hægt að röfla útaf því.

Árni Viðar Björgvinsson, 29.1.2010 kl. 01:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Um allt og ekkert

Bloggið fjallar svosem um allt og ekkert. Bara ég að henda fram skoðunum mínum og hugsunum, og vonandi mun einhver nenna að lesa þær :)

Bloggari

Árni Viðar Björgvinsson
Árni Viðar Björgvinsson
er áhugamaður um gott líf og jákvæða framtíð, þrátt fyrir allar líkur á því að hvorugt takist :)

Bloggvinir

Bækur

sem ég er nýbúinn að lesa

  • Bók: Harry Potter and The Goblet Of Fire
    J.K. Rowling: Harry Potter and The Goblet Of Fire
    Þetta er nú sennilega í fimmtánda skipti eða eitthvað. Alltaf jafn gott ;)
    *****

sem ég er að lesa þessa dagana

  • Bók: Belgarath The Sorcerer
    David & Leigh Eddings: Belgarath The Sorcerer
  • Bók: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
    J.K. Rowling: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
    *****

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 294

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband