8.10.2008 | 11:53
URR!
"Hálka olli slysinu"
NEI!!, konan keyrði of hratt miðað við aðstæður!
Bílvelta á Reykjanesbraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.10.2008 | 00:45
Loksins snjór!
Já, núna er Akureyringurinn loksins ánægður í stórborginni! Það er allt orðið hvítt og fínt. Mér finnst alveg yndislegt að keyra um í öllum þessum snjó og njóta þess að landið er aftur orðið bjart. Mengun og rusl hverfur undir skjannahvítan snjóinn, allavega í smá tíma áður en Saltbílarnir koma o moka slabbinu sínu yfir hann Ég er reyndar ennþá bara á low-profile sumardekkjum, en þar sem snjórinn verður farinn um hádegi á morgun hvorteðer þá nenni ég ekki að skella þeim undir. Var nóg annað að gera í dag, takk kærlega.
Þó er einn stór galli við það að það snjói í höfuðborginni, og það eru Höfuðborgarbúar sjálfir.
Svo ég fái lánuð orð frá yngri kynslóðinni, þá, þúst, OMG, skiluru!
Hvernig getur það virkilega komið ykkur svona ægilega á óvart að það snjói, og því fylgi hálka? Á hverju EINASTA ári þarf landsbyggðarfólk að horfa upp á fréttir frá Reykjavík þar sem fólk skilur bara ekkert í því að það sé kominn vetur.
Veðurspáin fyrir fimmudag er búin að sýna snjó núna í 3 daga.. ég veit það aldrei þessu vant vegna þess að ég er búinn að vera að fylgjast með henni því ég var að flytja í dag og var alltaf að vonast til þess að sleppa við rigninguna. Í 2 daga er Siggi Stormur búinn að vara við þessu, og svo skellur "skyndilega" á snjókoma og umferðin í borginni gjörsamlega leggst í lamasess. Tugþúsunda bíla keyra um á 100km hraða á sumardekkjunum í hálkunni, ná svo ekki að stoppa og gluða aftan á næsta bíl. Og svo VOGAR þetta fólk sér að kenna helvítis hálkunni um!
Ég er búinn að lenda í 18.. jámm, átján "tjónum" á ævinni þegar allt er talið. Síðast var bakkað á mig, og þar áður bakkaði ég saman við annan sem var að bakka.. bæði í þurru. Þar áður (4-5 ár síðan) eyðilagðist bíllinn minn þegar stúlka fór yfir á rauðu í veg fyrir mig og ég plægði hana duglega... aftur í þurru. ÖLL hin 15 tjónin voru í hálku, þar af 13 þeirra á fyrstu 2 árunum sem ég keyrði. Hversu mörg þessara tjóna voru vetrinum að kenna? Helmingurinn í tveimur þeirra! Í annað skiptið var ég að keyra löturhægt um þrönga götu (Glerárgötu'planið' fyrir framan Siemens) og hjólför orsökuðu það að ég lenti á bíl og fékk engu um það ráðið. Hefði hins vegar átt að sleppa því að reyna. Í hitt skiptið frusu bremsurnar á mínum gamla gamla bíl og ég lenti aftaná, en hefði getað verið á betri bíl. Í þau tvö skipti var þetta því ekki eingöngu vetrinum að kenna, þó það hafi nú verið það að megninu til.
Hin 13 skiptin var þetta MÉR að kenna!!
Fólk sem virkilega lætur það útúr sér að hálkan hafi orsakað einhvern haug af slysum, ber að hýða opinberlega! Ástæðan fyrir því að fólk lendir í árekstrum í hálku, er 99% vegna þess að fólk er að keyra eins og FÍFL í hálkunni. Ég viðurkenni það að ég á langa sögu af slíkum fíflaskap og mér finnst sorglegt að fleiri skuli ekki gera það.
Hættið þessu væli, kaupið ykkur vetrar- eða heilsársdekk og KEYRIÐ VARLEGA!
Hrina árekstra í hálkunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 01:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.10.2008 | 23:39
Moving - Part 1 - Þreyttur!
Hvernig stendur á því að manni dettur bara yfir höfuð í hug að vinna 18 tíma non-stop? Ég er ekki læknir eða hjúkka!
Í gær vann ég viðstöðulaust (ef frá eru talinn hálftími í hádegismat og annar í kvöldmat) frá 9:30 til 3:30. Ég veit ekki hvernig það gerðist, en ég virðist hafa fundið eina fyrirtækið í landinu sem er bókstaflega MEIRA að gera hjá núna heldur en fyrir 6 mánuðum síðan, og það eru deadlines hægri vinstri. Ég var því ekki farinn að sofa fyrr en um hálf 5, sem þýddi það að sjálfsögðu að ég svaf yfir mig í vinnuna í dag. Sem var reyndar alveg eðlilegt og enginn sagði orð yfir því, því ég var náttúrulega að klára eitthvað sem varð að vera búið fyrir morguninn. En þetta þýðir það hins vegar að ég er alveg fáránlega þreyttur í kvöld. Kom heim úr vinnunni uppúr 6 og hélt áfram að reyna að pakka og taka til fyrir flutningana, en það gengur bara akkúrat ekki neitt! Orkan alveg búin. Á morgun fæ ég bílinn og þá verður allt stóra draslið fært í geymslu, en ég hugsa að ég skilji bara skápana eftir og ferji þá kassana á ofurYaris í staðin. Hann er svo risasmár hvorteðer!
Allavega, mér langaði bara að henda inn færslu og kvarta og kveina pínu, áður en ég hendist upp í rúm bara. Hver veit nema maður nái að sofna fyrir 3 og geti þá vaknað bara í fyrramálið til að halda áfram.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.9.2008 | 21:17
Strætó gefur ekkert eftir
Já, strætó neitar að gefa frítt í strætó fyrir alla námsmenn. Þeir þurfa að vera búsettir á höfuðborgarsvæðinu og hafa þar lögheimili. Þeir þurfa að vera íslendingar en ekki útlendingar. Þeir þurfa að nota skóstærð á milli 36 og 44. Þeir þurfa að ganga í köflóttum nærfötum og vera með bleika húfu.
Á Akureyri fá allir frítt í strætó.. námsfólk, gamlar konur, túristar, perrar, hommar og meira að segja Listamenn! Engin mismunun þar í gangi.
Þetta nýta bæjarbúar og allir gestir Akureyrar sér óspart, og hefur notkun strætó aukist eftir þetta. Það þýðir, de facto, að notkun einkabíla (leigubílar teljast þar með) hefur minnkað. En svo þegar Akureyringar eru neyddir til þess að koma suður í Höfuðborgina sína til að klára námið vegna þess að stjórnvöld vilja ekki hafa námið á of mörgum stöðum... þá er ekki nóg að námsfólk sé að borga stjarnfræðilega há fargjöld milli staða til að komast heim í fríum og á hátíðisdögum, og þurfi að borga húsaleigu LANGT fyrir ofan öll velsæmismörk og fái svo þennan brandara sem kallast "Dreifbýlisstyrkur" eða "Námslán", heldur þurfa þau í þokkabót að punga út fyrir strætó líka! Námsfólk hefur einmitt efni á því að eyða 5-10 þúsund á mánuði í VIÐBÓT við allt hitt. Þeir sem halda því fram að námsfólki sé engin vorkun að borga í strætó ættu kannski að prófa að lifa með þær tekjur og þau útgjöld sem meðal Akureyringur í skóla í Reykjavík þarf að þola. Flestir ráðamenn hefðu nú gott af því líka. Eftir 6 mánuði af því myndi þetta fólk sennilega grjót halda kjafti um þetta mál, eða jafnvel skilja af hverju við erum að kvarta.
Þetta er bara svo vitlaust allt saman. Það græða bókstaflega allir á því að fleira fólk noti strætó og hætti að nota einkabíla. Minni mengun, minna vegslit, betri nýting á strætó sem aftur verður að fleiri ferðum per leið og styttri bíðtima milli vagna, ódýrari rekstur fyrir námsfólk og svo framvegis. Námsfólk á ekki of mikið af peningum, og ef stjórnvöld vilja að það noti almenningssamgöngur og nenni að takast á við óþægindin sem fylgja því, þá þarf það að vera frítt!
Þetta er valið sem blasir við fólki:
1) Ég get borgað 10.000 fyrir bensín á bílinn minn sem ég hoppa í þegar ég vill og kemst þangað sem ég vill á stuttum tíma. Ég sit einn í bílnum alla leið, sit heillengi í umferðarteppu, er svipað lengi á leiðinni eins og liðið í strætó, nema bara það er hlýrra hjá mér og skemmtilegri tónlist.
2) Ég get borgað 5.000 fyrir strætókórt sem lætur mig þurfa að ganga í veðri og vindum að næstu stoppustöð, bíða þar, stoppa á hverri einustu stoppustöð, skipta um strætó á miðri leið, stoppa svo aftur á hverri einustu stoppustöð þangað til mér er sleppt út á stoppustöð sem er leiðinlega langt frá áfangastaðnum og ég þarf að ganga í óveðri og vindum til að komast á áfangastað.
Hvorn valmöguleikann velur þú ? Já... ég líka
En ef það væri FRÍTT í strætó, þá upphefst alveg gríðarleg sjálfsblekking um "gróða", og þá verður allt í einu miklu auðveldara að díla við vesenið sem fylgir strætó. Oft náum við að blekkja okkur þrátt fyrir að vita sannleikann.. er mannskepnan ekki yndislega vitlaus ?
Fá ekki nemakort | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 3.10.2008 kl. 01:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2008 | 10:02
Ríkið kaupir Glitni??
Nei hver fjandinn.. núna á ríkið endanlega ALLA mína peninga!
Það er gott að heyra að Ríkisstjórnin er samt loksins farið að GERA eitthvað, annað en að sitja á sínu gullhásæti fljótandu um á rósrauðu skýi og segja "Það er engin kreppa.. það er allt fullkomið!"
Ríkið eignast 75% í Glitni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2008 | 20:13
Flutningar og fylgipakk
Mikið ofboðslega er leiðinlegt að flytja!
Já, þetta er nú ekkert sérstaklega ný speki, en þar sem ég stend í því þessa dagana að flytja úr íbúð Byggingafélags Námsmanna og út á opinn markað í nútíma verðlagi, þá er mér sérstaklega illa við það að flytja.
Ég var vissulega heppinn og fékk pínulítið herbergi til að gista í á meðan ég finn mér eitthvað skárra, en Guð minn góður hvað ég kem til með að dvelja lengi í þessu herbergi! Hefur þú kíkt á leiguverð nýlega? HVAÐ ER AÐ? Hvernig á einstæður maður, nýkominn úr skóla með haug af skuldum á bakinu, að hafa efni á 110 þúsund á mánuði fyrir þokkalega íbúð ? Eða 80 þúsund fyrir 30fm stúdíó? Eða 50 þúsund fyrir 14fm herbergi með aðgengi að snyrtingu en EKKI sturtu? Og Guð hjálpi fólki ef þau eiga kannski 1-2 krakka líka og neyðast því til að taka stærri íbúð og borga svona 120-150 á mánuði..
Common! eins og einhver myndi segja.
Byggingafélag Námsmanna er ein af betri hugmyndum nútíma samfélags sem framkvæmdar hafa verið. Félagið byggir ódýr og einföld hús, fær hellings góða aðstoð frá Ríki og Borg, og leigir námsmönnum svo á bara fínasta verði. Ég var í 40fm stúdíóíbúð í tæp 2 ár, og borgaði frá 40-45 þúsund á mánuði fyrir það (og fékk svo húsaleigubætur), og flutti mig svo í 60fm 3 herb. íbúð hjá þeim sem ég borgaði 65 þúsund fyrir fyrst. SVONA á leiguverð fyrir námsfólk að vera. Reyndar þökk sé núverandi fjárhagsástandi, þá er leigan hér komin í 75, en það er annar handleggur.
En hvað gerist svo í BN ? Jú, þeir sem störtuðu þessu urðu gráðugir og ákváðu að hirða alla peningana úr fyrirtækinu og stinga þeim í vasann. Eina fyrirtæki landins sem stundar þann búskap að veita íbúðir á viðráðanlegu verði til námsmanna utan Stúdentagarða HÍ, fór næstum því á hausinn útaf græðgi! Svo fæ ég bréf frá BN (eftir hneykslið og þegar nýtt fólk var farið að taka til) þar sem mér og öllum leigjendum var tilkynnt það að þökk sé slæmri fjárhagsstöðu fyrirtækisins verði því miður að hækka alla húsaleigu um 20%. Þetta taki gildi við næstu endurnýjun allra samninga. Íbúðin mín kemur því til með að vera leigð á 90 þúsund. Alls ekki óyfirstíganlegt, en sorglegt að það skuli hafa þurft yfir höfuð að hækka þetta svona svakalega.
Af hverju eru ekki fleiri svona fyrirtæki til? Hversu flókið er til dæmis að byggja kannski 500 íbúða blokkarsamstæðu með lágmarks hönnun, fá styrk frá bæjarfélaginu og hreinlega fá lóðina gefins, byggja húsið úr einingum til að spara peninga ef þarf, og leigja þetta svo bara fólki sem á lítið af peningum. Ég sé fyrir mér blokk sem er byggð algjörlega í O (eða ferkantaðan kleinuhring) og í miðjunni er stórt port með róló. Hver einasta íbúð væri leigð ungu fólki með börn. Einstæðum mæðrum og tilheyrandi. Það væri bara einfaldega krafa að leigjendur væru ungir, í námi eða illa staddir fjárhagslega, og væru með ungabörn. Mér er alveg skítsama þó einhver kalli það ósanngjarnt fyrir aðra sem eiga við sárt að binda, en þessi blokk væri bara svona. Íbúðirnar væru kannski 50-70fm með litlum herbergjum, stofum og fínum eldhúsum með borðkrók. Þær væru leigðar á kannski 50-70 þúsund eftir stærð, og svo fengi liðið húsaleigubætur í ofanálag. Myndi þetta ekki hjálpa hundruðum og þúsundum krakka á mínum aldri og yngri, að koma undir sig fótunum og byggja sér upp sitt fyrsta heimili ? Ég skal teikna húsið fyrir ykkur frítt, fæ það uppáskrifað og fínerí, og þið byggið þetta.. ég verð svo fyrsti leigjandinn!
Jæja, mér datt bara í hug að ulla þessu útúr mér.. best að halda áfram skemmtilegasta verki heimsins.. að pakka búslóðinni ofaní kassa til að geyma um ókomna framtíð!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.9.2008 | 17:03
Þolandi eineltis segir frá
Á morgun kemur í Morgunblaðinu heljarinnar frétt þar sem tekið verður viðtal við ungan dreng sem fór mjög illa út úr einelti. Þetta er eitthvað sem ég ætla heldur betur að lesa, og vona að sem flestir geri hið sama. Þetta er þjóðfélagslegt vandamál sem virðist oft enda undir teppi hjá stjórnendum skóla og yfirvöldum. "Svona ljótir hlutir gerast ekki í mínum skóla" er viðhorf sem ótrúlega margir foreldrar þurfa að horfa upp á, enn þann dag í dag.
Þegar ég var krakki virðist ég hafa verið eitthvað öðruvísi en hinir, eða þá að einhver hefur tattúerað skotmark framan í mig sem síðan hefur máðst af. Allavega man ég ekki eftir grunnskóla öðruvísi en svo að ég hafi verið lagður í einelti. Reyndar var ekki til neitt sem hét einelti á þessum tíma... ekki það að fólk hafi hegðað sér betur, en það var bara ekki búið að skilgreina hlutinn sem eitthvað sérstakt 'orð'. Ég frétti fyrir ekkert alltof mörgum árum að ég hafi einhverntíma fengið að fela mig undir skrifborðinu hjá kennaranum allar frímínúturnar, vegna þess að ég vildi ekki fara út en það var bannað að vera inni og var mér því hent grenjandi út af gangavörðunum ógurlegu.
Þetta virðist hafa verið ótrúlega skilningsríkur kennari og góð kona, en því miður er það nokkurnvegin það eina sem ég man eftir um hana.. hún var góð kona. Í nútíma þjóðfélagi hefði vonandi eitthvað verið gert; kennarinn kannski talað við yfirvöld og foreldra, en í þá daga "var þetta bara svona" Á þessum sama tíma var Helgi vinur minn lagður í einelti og leið mjög illa, auk þess sem hann þjáðist af ofvirkni eða einhverjum fjandanum. Ein af mínum minningum úr grunnskóla er að hafa staðið við dyrnar að reyna að komast inn á meðan gangavörður/kennari stóð og hélt hurðinni lokaðri. Á sama tíma stóð Helgi hinumegin við dyrnar í bræðiskasti að reyna að fá að komast út (Guð veit hvað hann ætlaði svosem að gera úti frekar en inni) en kennarinn var jafn mikið að meina honum að komast út eins og mér inn. Helgi lamdi því kennarann og fékk að kynnast skólastjóranum eitthvað þann daginn, en sá maður var einnig yndislegur þó ekki hafi hann haft tökin á vandamálum skólans held ég.
Blessunarlega fór eineltið svona að hverfa í lok Gaggans, og þegar maður loksins komst í VMA þá var þetta búið. 16 ára gamall komst maður útúr bekkjarkerfinu og fór að vera með "fólki" en ekki "bekkjarfélögum", og sat ég kannski í tímum með 100 mismunandi manneskjum sama daginn. Þar fór maður loksins að kynnast fólki sem stökum persónum og annað hvort kom fólki saman eða ekki. Ég hugsa að þetta bekkjarlausa kerfi hafi bjargað lífi mínu á þessum tíma, og hryllir mig bara við hugsuninni hvað hefði gerst ef ég hefði skellt mér í MA og haldið áfram að vera í bekk með sama liðinu í 4 ár í viðbót.
Þrátt fyrir það að vera laus við eineltið í dag, er langt því frá að vandamálin hafi bara gufað upp. Það að vera þolandi eineltis í mörg ár hefur ofboðslega skaðleg áhrif á sálina. Það er andlega heilsan, margfalt meira en sú líkamlega, sem skemmist. Ég byrjaði fljótlega að borða frá mér vandamálin; þekkt lausn í þessum heimi; og öll þessi ógrynni af sælgæti og góðmeti urðu til þess að ég varð dálítið feitur. Ekkert svona "obese" Amerísk klisjustærð, en þó nóg til þess að það bættist bara á eineltið. Þetta er náttúrulega vítahringur sem erfitt er að losna út úr. En þarna var andlega vandamálið orðið að líkamlegu vandamáli. Á gelgjuskeiðinu hætti ég að nenna að læra á Píanó og hætti að nenna að stunda Badminton sem ég hafði mjög gaman af, en á móti kom að það byrjaði aðeins að togna úr líkamanum og hann byrjaði að vinna það vel að þrátt fyrir ómældar hitaeiningar hvern dag, þá fitnaði ég í raun ekkert meira. Ég var (og er) bara svona þykkur, og það sést svosem ekkert sérstaklega mikið á mér í dag þrátt fyrir nánast óbreytt líferni frá 15 ára aldri.
Það er hins vegar ákveðinn samnefnari fyrir öll mín vandamál.. það sést svosem ekkert á mér.
Rétt fyrir tvítugt fór ég að taka eftir því að mér leið ekki vel andlega. Það kemur þér kannski svosem ekkert á óvart að mér hafi liðið illa miðað við það sem ég skrifaði hér að ofan, en það sem ég meina er að ég fór svona að taka eftir því og hugsa um það að ég mér liði illa. Ég tók eftir því að ég var orðinn þunglyndur... eitthvað sem var bein afleiðing 10 ára af einelti og erfiðleikum.
Árið 2001, þegar ég var 22 ára, náði þunglyndið hámarki hjá mér. Ég skuldaði fullt af peningum, var að hafa kannski 50-100 þúsund minna inn á mánuði en útgjöldin voru, ég var einmanna, vissi ekki hvað ég ætti að gera í lífinu og listinn virðist hafa verið nokkuð endalaus. Lífið var ómögulegt, og ég ákvað því bara að hætta að lifa því. Ég út í bíl og keyrði um og hugsaði með mér hvað væri best að gera. Ég var vopnlaus (ef bíllinn er frátalinn) og var svona að velta fyrir mér hvort ég ætti að versla mér reipi eða kannski bara að keyra bílinn á 200 fram af brekku oní sjó. Þetta voru sennilega verstu klukkutímar lífs míns; að skipuleggja mitt eigið sjálfsmorð.
Eftir langan tíma gerðist hins vegar eitthvað furðulegt. Í hausnum á mér fóru allt í einu að hringla setningar eins og "Þú getur alveg dílað við þetta" og "Þú þarft ekki að drepa þig" og "Það eru engin vandamál óyfirstíganleg" og margar slíkar setningar sem börðust við þær neikvæðu. Ég keyrði um og barðist við sjálfan mig þangað til ég ákvað að fara heim, drepa mig ekki, og takast á við lífið. Besta ákvörðun lífs míns, og ég efast alls ekki um að þarna hafi ég fengið einhverja utanaðkomandi hjálp. Hvort það var látinn ættingi, engill, andi eða Guð er eitthvað sem ég reyni ekki einu sinni að spá í, en í sameiningu náðum við að bjarga mér frá hyldýpinu.
Eftir þetta fór ég í bankann og baðst vægðar og tók mig á peningalega, en umfram allt tók ég mig á andlega. Ég notaði mína ÓTRÚLEGU þrjósku til þess að ÁKVEÐA að ég væri bara alls ekkert þunglyndur. Mín stefna var semsagt sú sem ég hafði séð í kringum mig alla mína ævi.. það er hægt að sópa hlutum undir teppi og hafa þá þar, án þess að þeir skríði undan og bíti þig í tærnar.
Ekkert löngu eftir þetta fór Helgi vinur minn inn í bílskúr heima hjá sér og batt þar enda á sitt líf. Ég frétti þetta síðan í skólanum daginn eftir og var það held ég í fyrsta skipti sem ég grét í skólanum síðan ég var krakki. Hugsanirnar sem réðust á mig þar voru af hinu versta tagi: "Hann er farinn. Af hverju eyddi ég ekki meiri tíma með honum þegar hann var á lífi? Helvítis auminginn! Af hverju talaði ég ekki oftar við hann. Kannski hefði þetta aldrei gerst ef ég hefði bara talað oftar við hann og við kannski hjálpast að við að takast á við okkar vandamál.? Djöfulsins bjáni að gera okkur hinum þetta! Greyið greyið Helgi að hafa dottið svona lágt." Þetta ýtti undir allar mínar eldri hugmyndir og vanlíðan, ég kenndi sjálfum mér alveg ofboðslega mikið um, en þetta hjálpaði mér líka að vera þakklátur fyrir að hafa náð að vinna sjálfan mig útúr mínu tilræði. Enn þann dag í dag get ég ekki kíkt á leiði Helga öðruvísi en að einhversstaðar kíki á mig púkinn sem segir "þetta er þér að kenna", þrátt fyrir að ég viti undir niðri jafnt sem á yfirborðinu að ég átti enga sök á þessu, og það er alveg eins líklegt að þrátt fyrir að ég hefði verið meira með honum þá hefði hann samt ákveðið að fara. Lífið er ekki bara svart og hvítt.
Eftir þetta allt saman hefur hins vegar þunglyndi mitt verið mun viðráðanlegra. Ég geymi það undir yfirborðinu og reyni að halda lífinu einföldu og vandræðalausu. Ég hef ennþá mín vandamál og ég er ennþá þunglyndur upp að vissu marki, en ég næ allavega (ennþá) að takast á við hvern einasta dag svona tiltölulega vandræðalaust. Ég er einn af þessum heppnu... ég komst lifandi út úr vítahringnum.
Það væri óskandi að allir gætu verið jafn heppnir og ég í því
Ætlaði að pynta þau og drepa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 5.10.2009 kl. 23:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
27.9.2008 | 15:00
Laugardagur og Special K í hádegismat
Hér sit ég, tiltölulega nývaknaður af værum blundi og var að enda við að éta fulla skál af Special K með vondri rísmjólk.....
Já.. vond rísmjólk (Lima) vegna þess að Nóatún selur ekki góða rísmjólk (Það gerir Nettó hins vegar.. Isola Bio er mun betri) og rísmjólk yfir höfuð vegna þess að ég er búinn að ná mér í mjólkuróþol í gegnum þessi 20 ár af botnlausri mjólkurdrykkju og súkkulaðiáti. En rísmjólkin er ekki aðal máli, heldur Special K.
Ég hef verið spurður oftar en einu sinni hvort ég sé í megrun, og í framhaldi af því hvort ég haldi virkilega að Special K geri eitthvað gagn þar sem það er gjörsamlega kjaftfullt af próteinum og kolefnum. Semsagt, fullt af sykri.
Ég byrja alltaf á að segja fólki að nei, ég er ekki í megrun. Þó að ég hefði vissulega gott af því að fara í megrun, þá er megrun ekki eitthvað sem mér finnst eiga við mig. Fyrir það fyrsta borða ég hvorki ávexti né grænmeti, og í öðru lagi finnst mér alveg hrikalega gott að borða góðan mat
Nei, ástæðan fyrir því að ég borða Special K er frekar einföld: þetta er ódýr og einfaldur matur sem bragðast ekkert sérstaklega illa.. nema auðvitað að vondri rísmjólk sé bætt útá.
Special K auglýsir sig hins vegar sem 'megrunarfæði', þó ég sé ekki að borða það sem slíkt. Þetta fer mjög í taugarnar á sumu fólki sem þylur yfir mig enn og aftur að í 100 grömmum af Special K eru 75 grömm kolefni. 75% kolefni! Og 58gr. af því sé hreinn sykur! Hvernig geri Kellogg's menn vogað sér að kalla Special K megrunarfæði!! Ég sé bara að borða fitandi mat sem geri mér ekkert gott, og hvernig væri að ég færi frekar og fengi mér eina góða skál af salatinu og dressingu með. Þó að ég nenni nú ekki að vera að verja Kellogg's þannig séð, og ætla ekki að tjá mig um fitu- og sykurinnihald meðal salatskálar, þá er ég orðinn þreyttur á svona ummælum og finnst mér fólk gleyma að spá aðeins í hina hliðina á málinu. Raunveruleikann!
The Two Week Challenge er að í tvær vikur skipta út tveimur máltíðum á dag fyrir Special K, og það á að hafa hin bestu áhrif. Hver máltíð af Special K eins og ég borða það ætti að innihalda svona 100g circa af Special K. Þetta er um þrefallt það magn sem Kellogg's menn kalla eðlilegan "skammt", sem lætur mér detta í hug að þeir séu að prófa þetta á smábörnum... en ég er kominn út fyrir efnið. Ég borða um 100g af Special K í morgunmat, og í því eru 58 grömm af sykri! Oh the horror! Og ráðlagður dagskammtur af sykri heilt yfir, eru um 90 grömm! Tvær svona skálar eins og ég borða það myndu því vera ríflega dagskammturinn af sykri, og ég væri því samkvæmt tölunum að fitna. En ég borða líka kannski 100 grömm af súkkulaði á dag.. er ekki nokkurnvegin hvert einasta gramm af súkkulaði, fita og sykur ?
Fyrir utan það, er nánast víst að í stað Special K myndi ég borða ekkert.. eða ruslfæði. Einhvernvegin er ég viss um að skál af Special K er minna fitandi en hamborgari með vel af sósu og osti, haugur af frönskum og hálfur líter af koktelsósu með. (Hæfilega ýkt).
Ég borða Kellogg's Special K, og ég er stoltur af því. Hver máltíð af því kostar mig undir 100 krónum og það er talsvert mikið minna fitandi en allt annað sem ég væri að borða í staðinn. Hvernig væri að þið heilsufólkið látið mig bara í friði og haldið áfram að lifa í þeim draumaheimi ykkar að megrunin sé að hafa einhver áhrif, og að þið munið ekki fá öll kílóin til baka þegar megruninni lýkur!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2008 | 10:51
Fréttamenn sem gleyma að hugsa...
Enn og aftur les maður frétt á MBL þar sem fréttamaðurinn hefur augljóslega ekki hugmynd um hvað hann/hún er að segja.
"Oprah Winfrey lætur sér ekki að nægja að tröllríða spjallþáttamarkaðnum því nú hefur hún ákveðið að herja á nýjan markað: barnaefnið"
Ef þessi ákveðni fréttamaður hefði notað grundvallar tækni nútíma internets, annað hvort IMDB eða bara Google, þá hefði sennilega komið í ljós að Oprah er búin að vera að tala inn á barnaefni síðan 2005, þegar hún talaði inn á Charlotte's Web sem kom út 2006. Síðan talaði hún inn á Bee Movie sem kom út 2007.
Þessi mynd er því ÞRIÐJA barnamyndin sem Oprah talar inn á, og því seint hægt að segja að hún sé rétt núna farin að ákveða að herja á nýjan markað. Þessi frétt hefði verið helvíti góð og nákvæm... árið 2006.
Oprah beint í barnaefnið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2008 | 10:38
Fyrsti pósturinn
Jæja, þá er maður loksins búinn að hafa það af að starta þessu bloggi. Það er svosem alls ekkert öruggt að það verði uppfært reglulega, en það verður bara að hafa það
Hver sem þú ert, velkomin(n) á bloggið mitt.
Um bloggið
Um allt og ekkert
Bækur
sem ég er nýbúinn að lesa
-
: Harry Potter and The Goblet Of Fire
Þetta er nú sennilega í fimmtánda skipti eða eitthvað. Alltaf jafn gott ;)
sem ég er að lesa þessa dagana
-
: Belgarath The Sorcerer -
: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 455
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar