Loksins snjór!

Já, núna er Akureyringurinn loksins ánægður í stórborginni! Það er allt orðið hvítt og fínt. Mér finnst alveg yndislegt að keyra um í öllum þessum snjó og njóta þess að landið er aftur orðið bjart. Mengun og rusl hverfur undir skjannahvítan snjóinn, allavega í smá tíma áður en Saltbílarnir koma o moka slabbinu sínu yfir hann Smile Ég er reyndar ennþá bara á low-profile sumardekkjum, en þar sem snjórinn verður farinn um hádegi á morgun hvorteðer þá nenni ég ekki að skella þeim undir. Var nóg annað að gera í dag, takk kærlega.

Þó er einn stór galli við það að það snjói í höfuðborginni, og það eru Höfuðborgarbúar sjálfir.

Svo ég fái lánuð orð frá yngri kynslóðinni, þá, þúst, OMG, skiluru!

Hvernig getur það virkilega komið ykkur svona ægilega á óvart að það snjói, og því fylgi hálka? Á hverju EINASTA ári þarf landsbyggðarfólk að horfa upp á fréttir frá Reykjavík þar sem fólk skilur bara ekkert í því að það sé kominn vetur.

Veðurspáin fyrir fimmudag er búin að sýna snjó núna í 3 daga.. ég veit það aldrei þessu vant vegna þess að ég er búinn að vera að fylgjast með henni því ég var að flytja í dag og var alltaf að vonast til þess að sleppa við rigninguna. Í 2 daga er Siggi Stormur búinn að vara við þessu, og svo skellur "skyndilega" á snjókoma og umferðin í borginni gjörsamlega leggst í lamasess. Tugþúsunda bíla keyra um á 100km hraða á sumardekkjunum í hálkunni, ná svo ekki að stoppa og gluða aftan á næsta bíl. Og svo VOGAR þetta fólk sér að kenna helvítis hálkunni um! W00t

Ég er búinn að lenda í 18.. jámm, átján "tjónum" á ævinni þegar allt er talið. Síðast var bakkað á mig, og þar áður bakkaði ég saman við annan sem var að bakka.. bæði í þurru. Þar áður (4-5 ár síðan) eyðilagðist bíllinn minn þegar stúlka fór yfir á rauðu í veg fyrir mig og ég plægði hana duglega... aftur í þurru. ÖLL hin 15 tjónin voru í hálku, þar af 13 þeirra á fyrstu 2 árunum sem ég keyrði. Hversu mörg þessara tjóna voru vetrinum að kenna? Helmingurinn í tveimur þeirra! Í annað skiptið var ég að keyra löturhægt um þrönga götu (Glerárgötu'planið' fyrir framan Siemens) og hjólför orsökuðu það að ég lenti á bíl og fékk engu um það ráðið. Hefði hins vegar átt að sleppa því að reyna. Í hitt skiptið frusu bremsurnar á mínum gamla gamla bíl og ég lenti aftaná, en hefði getað verið á betri bíl. Í þau tvö skipti var þetta því ekki eingöngu vetrinum að kenna, þó það hafi nú verið það að megninu til.

Hin 13 skiptin var þetta MÉR að kenna!!

Fólk sem virkilega lætur það útúr sér að  hálkan hafi orsakað einhvern haug af slysum, ber að hýða opinberlega! Ástæðan fyrir því að fólk lendir í árekstrum í hálku, er 99% vegna þess að fólk er að keyra eins og FÍFL í hálkunni. Ég viðurkenni það að ég á langa sögu af slíkum fíflaskap og mér finnst sorglegt að fleiri skuli ekki gera það.

Hættið þessu væli, kaupið ykkur vetrar- eða heilsársdekk og KEYRIÐ VARLEGA! 


mbl.is Hrina árekstra í hálkunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorgerður Ösp Arnþórsdóttir

Guð hvað ég er yndislega sammála þér =)

Þorgerður Ösp Arnþórsdóttir, 3.10.2008 kl. 01:46

2 Smámynd: Axel Birgir Gústavsson

Vá hvað ég er sammála þér í öllu þessu. Sjálfur er ég nýkominn með bílpróf og fékk nú að vita í fyrsta skipti af raun hvernig er að keyra í svona aðstæðum og ég verð að segja að ef maður er varkár ætti þetta algjörlega að bjargast, þeir sem ákveða að bruna heim úr vinnunni eru ekki með öllum mjalla ef þeir láta þessar aðstæður ekki hafa nein áhrif á rökhugsun þeirra.

Maður keyrði nú bara heim frá Keflavík í Sandgerði á 30-50 á 90 KM hámarkshraðasvæði og engin vandamál sköpuðust og ég var bara nokkrum mínútum lengur á leiðinni, svona veður þarfnast þolinmæði í akstri og að kynna sér hvernig skal bregðast við í ákveðnum tilfellum sem geta orðið til í fljúgandi hálku.

Það sem ég var ánægðastur með að heyra í þessari bloggfærslu er að ég er ekki sá eini sem tek á móti snjó með glöðu geði. Snjór færir manni líka "Kósí" fýling þegar maður er bara heima hjá sér í hitanum þar.

Axel Birgir Gústavsson, 3.10.2008 kl. 06:50

3 identicon

Landsbyggðarfólk sem að býr í höfuðborginni verður bara að sætta sig við borgarbúa eða þeir geta bara farið heim til sín, svo held ég að hluti af fólkinu sem skrifar þessar fréttir sé ekkert upphaflega frá höfuðborginni.

minna (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 09:25

4 Smámynd: Árni Viðar Björgvinsson

Ég þarf ekkert að "sætta mig við það" að einhver heimskur sunnlendingur keyri á 100km hraða aftan á mig, eyðileggi minn bíl og valdi mér kannski örorku fyrir lífstíð eða ég sleppi bara vel og drepist strax! Þetta er ekki vandamál hvers og eins manns, heldur alveg stórkostlega alvarlegt þjóðfélagslegt vandamál. Þið eigið eftir að drepa ykkur með þessum hálfvitaskap, og taka saklaust fólk með!

Árni Viðar Björgvinsson, 3.10.2008 kl. 10:48

5 identicon

Fólk er fífl sem að staðhæfir svona um einn hluta af þjóðinni, eins og það geti ekki verið heimskur norðlendingur sem að keyrir á 100km metra hraða aftan á þig. 

minna (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 11:15

6 Smámynd: Árni Viðar Björgvinsson

Jú það er sko alveg möguleiki að heimskur Norðlendingur keyri aftan á mig eða einhvern innfæddan sunnlending. Þeir eru líka til fyrir norðan.  Það er hins vegar mun óalgengara að fólk utan af landi kunni ekki að keyra í hálku nema rétt fyrstu 1-2 veturna kannski. En ég var að svara þér og þinni sérstöku ábendingu um að fólk eigi bara að sætta sig við höfuðborgarbúana eða fara heim til sín. Það er bara alveg ótrúlega þröngsýn athugasemd af þinni hálfu, og gefur til kynna að það sé bara allt í lagi að sunnlendingar kunni ekki að keyra í hálku, því það bitni þá ekki á neinum nema þeim sjálfum.

Árni Viðar Björgvinsson, 3.10.2008 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Um allt og ekkert

Bloggið fjallar svosem um allt og ekkert. Bara ég að henda fram skoðunum mínum og hugsunum, og vonandi mun einhver nenna að lesa þær :)

Bloggari

Árni Viðar Björgvinsson
Árni Viðar Björgvinsson
er áhugamaður um gott líf og jákvæða framtíð, þrátt fyrir allar líkur á því að hvorugt takist :)

Bloggvinir

Bækur

sem ég er nýbúinn að lesa

  • Bók: Harry Potter and The Goblet Of Fire
    J.K. Rowling: Harry Potter and The Goblet Of Fire
    Þetta er nú sennilega í fimmtánda skipti eða eitthvað. Alltaf jafn gott ;)
    *****

sem ég er að lesa þessa dagana

  • Bók: Belgarath The Sorcerer
    David & Leigh Eddings: Belgarath The Sorcerer
  • Bók: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
    J.K. Rowling: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
    *****

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 294

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband