Og niðurhal drepur niður bíósölu.... eða hvað? :)

Enn og aftur koma fréttir fram sem sýna að sala afþreyingar er að AUKAST, en ekki DRAGAST SAMAN, þrátt fyrir gríðarlegt niðurhal tugmilljóna manna út um allan heim.

Hvernig væri að fólk færi að fatta það að niðurhal hefur ekki jafn hrikalega neikvæð áhrif og allir reyna að halda fram.


mbl.is Metaðsókn í bíó árið 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólin, jólin er'að koma...

Já, núna eru jólin loksins á næsta leiti. Það er orðið alltof langt síðan síðast. Það mættu alveg vera jól svona þrisvar á ári.  :)

Það voru mikil vonbrigði að vakna í morgun og sjá að allur snjórinn er farinn úr borginni og marautt úti, en ég get þó huggað mig við það að ennþá er snjór á Akureyri.. hvernig sem það svo mun endast í þessum hita sem spáð er.

Þeir sem þekkja mig vita að ég er rosalegt jólabarn og þykir óendanlega gaman að jólahátíðinni í heild sinni. Þrátt fyrir stressið sem virðist alltaf alla ætla að drepa, þá er fólk almennt í betra skapi og almennilegra við náungann. Það hvílir (vonandi) snjór yfir öllu og hús og tré eru löðrandi í ljósum, sem breytir þynglamalegu myrkrinu í gleðilegt og bjart umhverfi til að lifa í.

Ég hef aldrei talist neitt sérstaklega trúaður maður og fyrir mér er jólahátíðin að engu leiti kristileg hátíð, heldur akkúrat það sem hún var upphaflega áður en kristnir eignuðu sér hana... gleðihátíð til þess að halda upp á þá staðreynd að sólin hefur náð lægsta punkti og er byrjuð að rísa aftur. Dagarnir lengjast og myrkrið minnkar.

Stóri skugginn á hátíðinni er hins vegar allt þetta kaupæði sem hefur umbreytt gleðinni í martröð sem fólk eyðir 11 mánuðum á árinu í að kvíða og óttast. Á eftir fermingum er þetta næst ömurlegasta hátíðin að þessu leiti. Mér finnst gott og gaman að gleðja aðra með gjöfum, og er án efa sekur um það að gefa gjafir sem eru of dýrar, en mitt val er að gefa fólki eins margar gjafir og mig langar til, og þær kosta bara eins mikið og þær þurfa að kosta til þess að ég sé ánægður. En það er samt hálfger geðbilun hvað börn (og reyndar fullorðið fólk líka stundum) í dag ætlast til þess að fá stórar og margar gjafir. Þótt hann hafi að sjálfsögðu verið sögupersóna og skrifaður til þess að tákna á ýktan hátt hvernig börn í dag hugsa, þá er engu að síður sannleikskorn í hegðun Dudley Dursley í Harry Potter bókunum, þegar hann er alveg brjálaður yfir því að hafa 'eingöngu' fengið 37 afmælisgjafir þetta árið.

Það þykir mér alveg klárt að ég mun ofdekra börnin mín að einhverju leyti og jafnvel gera þeim óleik með þeirri hegðun, en þó vona ég að ég geti kennt þeim að skilja að mikilvægi hátíðar eins og jólanna er ekki falið í fjölda gjafanna eða verðmiðans á þeim, heldur þeirri ánægju sem felst í því að hitta fjölskyldu og vini og gleðjast saman, og fagna því að dimmasti punktur ársins er liðinn og við taka bjartari dagar.

Eftir aðeins viku mun ég taka mér jólafrí í vinnunni og fara norður á Akureyri, hugsanlega ná að fara eitthvað á skíði, en aðallega bara njóta þess að deila hátíð ljóss og friðar með fjölskyldunni. Þar mun ég borða of mikið, hreyfa mig of lítið, og reyna eftir bestu getu að njóta hverrar einustu sekúndu af þessu án stress og leiðinda.

Það er mín heitasta ósk að þú, lesandi góður, eigir stórkostlega ánægjulega jólahátíð og fáir tækifæri til þess að njóta samvista með sem flestum af þínum nánustu. Láttu ekki stressið hlaupa með þig fram á bjargbrúnina og stefna andlegri og líkamlegri heilsu þinni í hættu. Jólin er hátíð ljóss og friðar, ekki stress og ófriðar. Og þegar þú situr við jólaborðið, hvar svo sem það er, og nýtur nýrra eða gamalla hefða, vona ég að þú getir stoppað ögn við og hugsað hversu hrikalega heppin(n) þú ert að vera á lífi. Að vera til. Að borða góðan mat. Að eiga góða að. Og ef þú situr ein(n) og niðurdregin(n) er um að gera að drífa sig í næstu kirkju eða súpueldhús eða hvar þar sem umkomulaust og óheppið fólk kemur saman (ég vona að slíkur staður sé til í flestum ef ekki öllum bæjarfélögum) og eigðu stund með fólki þar. Nýjir vinir eru blessun, alveg jafn mikið og þeir gömlu.

Gangi þér vel og gleðilega hátíð.

LARP en ekki lark :)

Lögreglumanni eða blaðamanni hefur sennilega misheyrst, enda ekki skrítið þegar svona furðuleg orð eru sögð um miðja nótt og viðkomandi veit ekkert hvað um er að ræða :D

Smá frá Wikipedia fyrir þá sem ekkert vita:

 A live action role-playing game (LARP) is a form of role-playing game where the participants physically act out their characters' actions. The players pursue goals within a fictional setting represented by the real world, while interacting with each other in character. The outcome of player actions may be mediated by game rules, or determined by consensus among players. Event arrangers called gamemasters decide the setting and rules to be used and facilitate play.

 

Þau hefðu kannski mátt segja sér samt rollararnir að það að vera með læti við hliðina á Sjúkrahúsinu um miðja nótt, myndi ekki leggjast vel í suma :)


mbl.is Skuggaverur á sveimi á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Oj bara, ég fæ óbragð í munninn.

Nei, sko.. við sögðum ÞETTA aldrei.. það er ekki okkur að kenna að þið túlkuðuð þetta svona.

Oj bara! Það er kúkabragð af "sannleiknum" frá ykkur öllum.


mbl.is Mun ekki biðjast afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja góða, 'komdu meðða' þá. Dreptu umræðuna almennilega!

Það er auðvelt að segja "ég er tilbúin til...." og gera ekkert í því. Nú er mál að sýna að kellingin hafi smá 'balls' og fylgja orðum með aðgerðum... sem má reyndar viðurkennast að er ekki sterkasta hlið stjórnmálamanna almennt Devil
mbl.is Ummælin fráleitur þvættingur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orð gegn orði og Ísland lepur viðbjóð úr skál.

Mér þykir þetta alveg stórmerkileg fréttamennska.

Framsóknarmenn segja Norðmenn bjóða Íslandi björgunarhring.
Jóhanna segist hafa kannað hvort þetta væri satt, og fengið neikvætt svar.

Hver segir satt? Og á hvaða forsendum? Auðvitað þarf svona að fara fyrir norska þingið og þeir að taka þar ákvörðun í sameiningu. Miðjuflokkurinn getur ekki sagt Á og Stoltenberg getur ekki sagt AF. Hlutirnir virka bara ekki svona!

Það að láta fyrirsögnina segja "Jóhanna beitti sér gegn láninu" er staðhæfing, ekkert annað. Hafa þeir kynnt sér hvort það er einhver sannleikur á bak við fréttina?

Sorglegt er ef satt er, vissulega, en er ekki ákveðin krafa að fréttamenn viti 100% hvað þeir eru að segja, áður en þeir mata alþjóð á saurugri súpunni?

Hverng er það annars, er Davíð líka ritstjóri MBL.is ?


mbl.is Jóhanna beitti sér gegn láninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Playboy vilja ná til yngri lesenda með dónó teiknimyndum...

Eru virkilega engin takmörk fyrir sölumennsku? Þarf núna að selja börnum Playboy? Er Playboy virkilega sú ímynd af konum sem við viljum gefa börnunum okkar? Og er blaðið virkilega ekki bannað ungum lesendum?

Ég hugsa að ég myndi allavega flá þann afgreiðslumann eða -konu lifandi sem seldi krökkunum mínum Playboy blað.


mbl.is Marge í Playboy
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bráðlæti kannski?

Það snjóaði í gærkvöldi, sem er alveg frábært. Ég var alveg brjálæðislega glaður að sjá hvítt yfir öllu, en ég vissi nú líka að þetta myndi ekki endast nema rétt fram að hádegi eða svo. Og það gekk eftir.. rétt eftir hádegi kíkti ég út og þá var allt orðið marautt og þurrt úti.

En ég skil bara alls ekki af hverju fólk var að hlaupa upp til handa og fóta að skella sér í biðraðir á dekkjaverkstæðunum í dag.

Sjáið til,  það er til svolítið sem heita veðurspár, og þó það sé almennt ekki mikið að marka þær þegar þær lofa góðu veðri, þá má alveg taka mark á því að það er að fara að hlýna aftur fyrir helgi. Og í Reykjavík dugar snjór ekki á vegum nema það sé langt undir frostmarki.

Akkúrat núna segir langtímaspáin +3/-3 fyrir daginn í dag, +1/-7 fyrir miðvikudag en engin úrkoma, +3/+2 fyrir fimmtudag og einhver úrkoma, jafnvel slydda, og á föstudaginn er það +7/+4 og rigning. Þörf á vetrardekkjum akkúrat núna? Nei, ég held ekki. Smile

Það skal tekið fram að ég er ekkert nema glaður þegar ég heyri að sunnlendingar séu að undirbúa sig fyrir veturinn og setja alvöru dekk undir bílana, því það þýðir að það eru færri bjánar á sumardekkjum í hálkunni, en ég hugsa að ef ég hefði komið á dekkjaverkstæði og séð biðröð, þá hefði ég bara haldið áfram ferð og farið í vinnuna... það liggur ekki á akkúrat í dag.

Ég hins vegar labbaði nú bara í vinnuna sem oft áður, og mun ekki setja vetrardekkin undir fyrr en ég skrepp næst norður.  Wink


mbl.is Annríki á hjólbarðaverkstæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki-fréttir úr borginni.

Vá hvað það er hrikalega langt síðan maður bloggaði síðast. Ég er alls ekki að standa við það sem ég lofaði mér þegar ég byrjaði aftur að blogga, að í þetta skiptið skyldi ég gera þetta aðeins reglulegar.

Það verður þó að viðurkennast að ekki er líf mitt nú það uppfullt af tilbreytingu að það teljist neitt sérstaklega fréttnæmt.

Daglegt blogg myndi sennilega vera eitthvað á þessa leið:
Í dag vaknaði ég og fór í vinnuna. Svo kom ég heim og borðaði kvöldmat og horfði á sjónvarpsþátt. Núna er ég í tölvunni og svo fer ég að sofa.

Stórkostlega skemmtilegt lesefni, ekki satt :D

Þó hugsa ég nú að það mætti alveg fara einhvern milliveg frá daglega og tvisvar á ári.. til dæmis svona einu sinni í viku, eða  tvisvar í mánuði? Þó ekki væri nema einu sinni í mánuði :)

Það er hins vegar löngu orðið tímabært að skella inn nýrri færslu, og hérna er hún:

---------------------------------

Það er svosem lítið að frétta á vinnuvængnum. Við erum að teikna smáhýsi eins og Tónlistar- og Ráðstefnuhúsið, Háskólann í Reykjavík og Gagnaver Verne í Keflavík, og ennþá hef ég bara nóg að gera. Hvað gerist þegar þessi verk klárast verður bara að koma í ljós. Vonandi verður eitthvað úr öllum þessum spítölum. Ég átti 1.árs vinnuafmæli í byrjun Septembermánaðar, og kom það mér bara virkilega á óvart. Er mín heitasta von í dag að 2 ára afmælið komi mér jafn mikið á óvart.

Á ástarvængnum eru málin að sjálfsögðu í sama forarpyttinum og venjulega.. nákvæmlega ekkert að gerast. Meðleigjendur mínir eru alltaf að reyna að draga mig út á lífið með sér en ég hef einhvernvegin ekki haft neina andlega orku í að fara út að skemmta mér á föstudagskvöldi, eftir þreytandi viku í stressi í vinnunni. Og stressið er búið að vera nánast non-stop í rúmt ár. Einnig er ég svo mikið að reyna að passa upp á líkamsklukkuna að ég er ekki fær um að djamma lengi.

Íbúðarmálin eru í ágætis farvegi hérna. Það er búið að myndast ágætlega þolanlegt og stabílt ójafnvægi milli vandamála heimilisins, þannig að ég get búið hérna án þess að verða alveg brjálaður. Það kom tími fyrir 1-2 mánuðum að ég var viss um að ég færi alveg að hengja mig, en það má öllu illu venjast og eins og fjárhagsstaðan er í dag þá er vissara að bíta bara á jaxlinn og reyna að þola vesenið. Maður þarf ekkert endilega að búa einn, þó það sé vissulega miklu skemmtilega. :)

Hvað vöknun/sofnun varðar þá er kominn frekar góð rútína á þetta. Ég er að sofna svona á bilinu 00:30 og 02:00 yfirleitt, og að vakna 8:30 til 10:00. Ég kemst ekki neðar og mun sennilega aldrei gera, en 8:30 er allavega MUN betra en 11:30! Óregla skemmir þetta auðvitað eitthvað, en þó er reglan orðin það góð að þó ég hafi vakað til rúmlega 5 á laugardagsmorgun, þá vaknaði ég samt 10... sem var bara frábært! Þetta þýðir að ég get farið að leyfa mér að til dæmis fara út á föstudagskvöldi og skemmta mér, og það mun ekki fara stórkostlega illa með klukkuna. Ég vaknaði reyndar leiðinlega seint núna í morgun, en það var nú bara útaf einhverju veseni með klukkuna.. hún hringdi held ég aldrei, eða þá að nýi staðurinn er of nálægt mér þannig að ég næ að slökkva á henni alveg í svefni. Kosturinn við þessa klukku mína er nefnilega að það er vesen að slökkva á henni alveg, og hún snooze'ar á 9 mínútna fresti í einhverja 3-4 tíma, þannig að maður fer alltaf á fætur á endanum.
Fyrir ykkur sem vitið ekki af klukkunni víðfrægu, þá er þetta ríflega 100dB sírena (svipað og þjófavarnir í bílum hafa) sem hristir rúmið. Alveg stórkostleg græja, sem á sinn þátt í viðsnúningnum á líkamsklukkunni í mér. Hægt er að sjá upplýsingar um klukkuna hérna: http://www.thinkgeek.com/homeoffice/lights/8f1a/

Það er nú aðeins meira líf í menningarmálunum hjá manni, og allavega eitthvað smávægilega fréttnæmt. Við Helgi ákváðum að við yrðum að hætta að vera sveitalúðar og fara að 'menninga okkur eitthvað upp', og var fyrsti liðurinn í því Menningarnóttin 22.ágúst.

Við eyddum deginum á rölti um miðborgina og sáum fullt af stórskemmtilegum uppákomum. Heimsóttum Össur í Utanríkisráðuneytinu, fengum íslenskan harðfisk og nammi í Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðuneytinu, hlustuðum á yndislega tóna í Hallgrímskirkju og svo á smátónleika í Dómkirkjunni. Dagurinn endaði svo að venju á rosa fínni flugeldasýningu á bryggjunni við hálfklárað Tónlistarhúsið. Allt í allt gengum við 12 kílómetra og 30 hæðir af stigum á þessum 9 klukkutímum á fótum, og vorum vægast sagt alveg búnir á því eftir þetta. Var þetta hins vegar alveg frábærasta skemmtun og er eiginlega alveg bókað að undirritaður tekur þátt næsta ár líka.

Núh, þar sem við vorum búnir að 'menninga okkur upp' og komnir í gírinn, þá var ákveðið að kaupa kort í Borgarleikhúsið. Þeir eru með tilboð á fjórum sýningum á aðeins 8.900, sem er í raun svipað verð og tvær og hálf sýning. Svo fær skólafólk kortið á 4.450, þannig að Helgi borgar í raun rétt rúmlega eina sýningu fyrir fjórar. Við keyptum miða á Söngvaseið, Harry og Heimir, Sannleikann og Gauragang. Svo þegar við mættum á Söngvaseið þá keyptum við okkur bara ANNAÐ kort, og erum því að fara líka á Dúfurnar, Fjölskylduna, Fló á Skinni og Dauðasyndirnar. Svo er hugsunin að reyna að ná kannski eins og einum Sinfóníutónleikum líka :)

Söngvaseiður var 25.september og var hreint alveg frábær sýning. Ég held ég hafi aldrei séð myndina alla og var því kannski einn af fáum í salnum sem vissi ekki nákvæmlega hvað myndi gerast á hverjum tímapunkti, en mér fannst þetta allvega alveg æði. Frábær tónlist og bara þrælfínn söngur í flestum tilvikum. Jóhannes Haukur er náttúrulega upptekinn með Hellisbúann sinn, þannig að hann er ekki með í þetta skiptið, þannig að Rúnar Þór þurfti að hraðlæra hlutverkið og reyna að ná hinum í færni. Það kom berlega í ljós að það hefur ekki tekist (voru smá hik hjá honum) en það spillti samt ekkert ánægjunni og hann stóð sig bara mjög vel miðað við að vera svona 'rookie'. Ég mæli allavega alveg hiklaust með þessari sýningu, jafnvel þó að engin séu börnin til að hafa með sér. Ég hef alltaf gaman af góðum söngleik :)

Svo í gær fórum við á Harry og Heimir og fengum að hlægja eins og geðsjúklingar. Auðvitað hefur maður heyrt þessi leikrit þeirra áður, en þeir hafa bætt inn allskonar vitleysu og nútíma þjóðfélagsbröndurum þannig að þetta er nú eiginlega svona meira eins og Spaugstofuútgáfan af Harry og Heimi. Mig langar alveg ógeðslega að skrifa inn nokkra helstu brandarana en það væri bara að skemma ánægjuna fyrir þeim ykkar sem ætlið líka að fara. Og ég segi það hér og nú, þið ættuð að fara! :D

Það er svosem ekki margt annað að frétta núna, en hver veit nema að næsti póstur verði ögn styttri og ögn styttra á milli :D

Já það var laglegt!

Ekki skal ég neita því að gaman er að horfa á fallegar konur og því er þetta málefni mjög kært mér og snertir mig bókstaflega til hjartaróta (jah.. eða einhverjar rætur allavega) Cool

Ég er einn af þeim sem finnst þessar Size 0-4 horgrindur bara langt því frá að vera fallegar, og fagna ég því að tískublað skuli loksins úthýsa þeim og velja sér mannlegri módel.

Þó vonar augað og litli heilinn að það verði samt FALLEGAR venjulegar konur... þessi frú þarna í fréttinni, frú Angela Merkel, er ekki eitthvað sem mig langar að horfa á í Tískublaði Devil


mbl.is Venjulegar konur inn - þvengmjóar fyrirsætur út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Um allt og ekkert

Bloggið fjallar svosem um allt og ekkert. Bara ég að henda fram skoðunum mínum og hugsunum, og vonandi mun einhver nenna að lesa þær :)

Bloggari

Árni Viðar Björgvinsson
Árni Viðar Björgvinsson
er áhugamaður um gott líf og jákvæða framtíð, þrátt fyrir allar líkur á því að hvorugt takist :)

Bloggvinir

Bækur

sem ég er nýbúinn að lesa

  • Bók: Harry Potter and The Goblet Of Fire
    J.K. Rowling: Harry Potter and The Goblet Of Fire
    Þetta er nú sennilega í fimmtánda skipti eða eitthvað. Alltaf jafn gott ;)
    *****

sem ég er að lesa þessa dagana

  • Bók: Belgarath The Sorcerer
    David & Leigh Eddings: Belgarath The Sorcerer
  • Bók: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
    J.K. Rowling: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
    *****

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 455

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband