Tilraun til manndráps?

Það er spurning hvort það eigi ekki bara að kæra kauða fyrir tilraun til manndráps. Hann ætlaði sér á fljúgandi ferð vinstra megin í gegnum hliðið, gegnum Corollunna, en sveigir blessunarlega frá á síðustu stundu.


mbl.is Drukkinn ók á við gjaldskýlið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alveg brilliant concept

Ég var svo heppinn að fá að sitja kynningarfund Remake Electric á rafskynjaranum, og ég verð að segja að hugmyndin og framsetningin á vörunni er algjör helvítis snilld.

Þetta er ein af þessum vörum sem maður hugsar bara "Af hverju fann ég þetta ekki upp?" og "Af hverju er ekki einhver annar búinn að finna þetta upp fyrir löngu síðan?" vegna þess að varan er svo einföld, sjálfsögð, augljós og frábær. Ég geng jafnvel svo langt að segja að þetta sé hlutur sem breytir heiminum. Kannski á mjög litlum skala, en eftir 20-30 ár mun heimurinn allur nota þessa vöru og ÞAÐ telst sennilega ekki slæmt fyrir pínulítið sprotafyrirtæki frá Kreppulandi!

Óska ég þeim félögum hjá Remake gríðargóðs gengis og hlakka ég bara til að sjá vörurnar frá þeim á markaði sem allra allra fyrst.


mbl.is Rafskynjarinn hlaut Gulleggið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúir einhver þessu rugli?

Þarf maður ekki að vera alveg afspyrnu heimskur einstaklingur, eða hreinlega heftur á þroska, til þess að trúa því að þegar hækkanir verði á olíuverði úti í heimi ÞÁ ÞURFI að hækka olíuna samstundis hérna heima vegna þess að það er bara akkúrat ekki til einn einasti dropi af olíu á lagir, en þegar olíuverðið hins vegar lækkar úti í heimi þá er náttúrulega til alveg milljarður lítra af olíu og því engin ástæða til þess að lækka aftur.

Ég keypti annars bensín hjá Skeljungi á 213 krónur þarna um daginn. Bið þá bara vel að lifa og ég vona að einhver stjórnaformanna detti og fótbrotni eða eitthvað álíka!


mbl.is Sviptingar í bensíninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er svo miklu betri en þú!

Litli bróðir minn kenndi mér helvíti skemmtilegan frasa síðast þegar ég skellti mér norður. Hann er náttúrulega í Menntaskóla og því að sjálfsögðu gáfaðri en við hinir aumingjarnir sem fórum bara í Verkmenntaskóla (alls ekki hans orð, né hans hugsunarháttur, nota bene.. eingöngu stereotýpísk hugsun ;)) og þar lærir hann eitthvað sem heitir Félagsfræði.. meðal annars.

Það er til eitthvað sem heitir Þjóðhverfur hugsunarháttur.
Þjóðhverfur hugsunarháttur er þegar þú metur aðra menningu út frá þinni eigin, í stað þess að gefa þér að sú menning sé bara öðruvísi en þín og ekkert endilega betri eða verri.
 - Hvað er að þessu fólki að borða ekki svínakjöt eins og eðlilegt fólk? Þetta pakk er bara ekki í lagi!

Að sama skapi segi ég að það sé til eitthvað sem heitir Sjálfhverfur hugsunarháttur, sem má ekki rugla saman við það að vera Sjálfhverfur (semsagt það að vera eigingjarn og hugsa eingöngu um sjálfan sig) þó það eigi sér kannski mjög hliðstæðar kenndir í sálinni.

Það að stunda sjálfhverfan hugsunarhátt mun semsagt vera þegar þú metur aðra út frá þér sjálfum, í stað þess að gefa þér að þeir séu bara öðruvísi en þú og séu ekkert endilega betri eða verri.
 - Af hverju ferðu ekki í ræktina fimm sinnum í viku eins og ég? Þér mun líða miklu betur!

Fátt þykir mér meira pirrandi en þegar fólk segir mér að ég 'eigi' að gera eitthvað til þess að gera mitt líf betra en það er. Ég á að hætta að borða hamborgara. Ég á að hætta að drekka kók. Ég á að byrja að drekka. Listinn yfir þá hluti í mínu lífi sem pirra einhverja aðra er óþægilega langur, og fólk virðist bara ekkert skilja í því þegar ég bregst illa við eða verð pirraður.

ÞÉR KEMUR BARA ANDSKOTANN EKKERT VIÐ HVAÐ ÉG GERI VIÐ MITT LÍF!

Ég hef það sem markmið í mínu lífi að gera vel við aðra og sjálfan mig, og komast þokkalega heill frá þessu öllu saman. Mér er nákvæmlega sama hvort þú viljir ganga í bleikum sokkum við brúnar buxur. Það angrar mig nákvæmlega ekki neitt að þú skulir drekka, eða reykja. Þú ert engu verri maður ef þú ert arabi, svartur eða sérstaklega lítill.

Ég er eins og ég er, og ég er engu verri maður en þú. Back the fuck off!

Svona á að gera þetta!

Djöfull er ég ánægður með Söndru núna. Það eru alltof fáar stjörnur sem þora að mæta á Razzie hátíðina og taka við verðlaununum. Well done.
mbl.is Bullock tók við skammarverðlaunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumingjar segi af sér!

Þvílíkar andskotans helvítis raggeitur sem þessir duglausu ræflar geta verið.

Ég hafði alla trú á vinstri stjórn og var meira en tilbúinn að kjósa þetta fólk inn á þing, en í dag sanna þau hversu miklir aumingjar þau eru!

SEGIÐ AF YKKUR!


mbl.is Steingrímur: Ólíklegt að ég kjósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju SAGAsystem

Alltaf frábært að sjá jákvæðar fréttir af útrás íslensks hugvits!
mbl.is Spara með íslensku hugviti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gætu.. kannski.. vonandi.. eða hvað?

Auðvitað GÆTI þetta farið betur en við vonum... en þetta GÆTI líka farið miklu verr.

Þetta er ekki frétt.. þetta er áróður til að telja landsmönnum trú um að það sé eina vitið að samþykkja Icesave.

Látum ekki blekkjast! Neitum að samþykkja lögin!


mbl.is Eignir Landsbankans gætu skilað meiru en áður var talið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja, þá kýs ég á morgun... en hvað?

Ég er mikið búinn að vera að spá í því síðustu mánuðina hvaða skoðun ég hafi virkilega á IceSave málinu og eins og lang flestir Íslendingar er ég kominn með algert ógeð á IceSave. Mér líður eins og það sé viljandi verið að framleiða torf til að vaða í gegnum, og þannig sé verið að kaffæra mér í skoðunum og "réttu leiðinni" sem við eigum að fara.

Mín skoðun (sem ég ætla að reyna að komast í að kjósa á morgun) sem ég hef eitt talsverðum tíma í að hugsa út frá hinum ýmsu rökum beggja hliða, rökhugsun og almennri skynsemi er hins vegar sú að það EINA sem við getum gert í stöðunni eins og hún er í dag (það er heimska að spá í "...hefðu átt að..." röfli í þessu samhengi) sé að Íslendingar taki sig saman og neiti að samþykkja Lög 1/2010.

Af hverju?

Ef við samþykkjum Lög 1/2010 í þjóðaratkvæðagreiðslu, jafnvel þó það fari 51/49, mun alltaf vera hægt að halda því yfir höfði okkar að ÞJÓÐIN hafi VALIÐ að samþykkja lög sem fjarlægja alla fyrirvara og varnagla úr eldri lögunum (Lög 96/2009) sem stjórnvöld ákváðu að samþykkja án þess að hugsa málið til enda. Eftir það höfum við ekkert samningavald, engin spil á hendi, ekkert hald í flóðinu sem mun skella á okkur.  Hvort við náum að synda eða drukknum verður svo bara að koma í ljós.  Ef eitthvað kemur síðan uppá meira og við getum ekki borgað, munu kröfuhafar erlendis fara að taka auðlyndir okkar, fasteignir og fyrirtæki eignanámi. Ísland verður einhver skítahola í miðju ballarhafi í eigu stórra fyrirtækja út um allan heim, og litla þjóðin Ísland mun lognast útaf og deyja vegna þess að við höfum ekkert að halda í hér og munum flýja á betri mið.

Ef við neitum að samþykkja Lög 1/2010, eru Lög 96/2010 nánast sjálfkrafa ónýt nema að það náist nýir samningar til að bjarga þeim, vegna þess að Bretar og Hollendingar eru ekki að gúddera þau. Það mun allt verða vitlaust, en ég held að það verði alltaf betri kosturinn en hitt.

Það skiptir mig nefnilega meira máli að börnin mín og barnabörnin mín séu heilbrigð og lifi þokkalega vel, heldur en það hvort að einhver Hollendingur hatar Ísland í 10-20 ár.

Það er MÍN SKOÐUN að það jaðri við að þeir Íslendingar sem samþykkja Lög 1/2010 séu að fremja landráð. Það getur aldrei aldrei ALDREI verið jákvætt að taka alla varnagla úr samningum og gera sig þannig opinn fyrir fantabrögðum hinna samningsaðilanna.


mbl.is Átta búnir að kjósa í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Um allt og ekkert

Bloggið fjallar svosem um allt og ekkert. Bara ég að henda fram skoðunum mínum og hugsunum, og vonandi mun einhver nenna að lesa þær :)

Bloggari

Árni Viðar Björgvinsson
Árni Viðar Björgvinsson
er áhugamaður um gott líf og jákvæða framtíð, þrátt fyrir allar líkur á því að hvorugt takist :)

Bloggvinir

Bækur

sem ég er nýbúinn að lesa

  • Bók: Harry Potter and The Goblet Of Fire
    J.K. Rowling: Harry Potter and The Goblet Of Fire
    Þetta er nú sennilega í fimmtánda skipti eða eitthvað. Alltaf jafn gott ;)
    *****

sem ég er að lesa þessa dagana

  • Bók: Belgarath The Sorcerer
    David & Leigh Eddings: Belgarath The Sorcerer
  • Bók: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
    J.K. Rowling: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
    *****

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband