25.11.2008 | 16:04
Fjandans aumingjar!
Hvernig stendur á því að við þurfum alltaf að níðast á öldruðum og þeim sem eiga um sárt að binda?
Hverslags andskotans aumingjaskapur og ræfilsháttur er það að koma svona fram við þetta fólk sem þarf á þessum vörum að halda?
Nógu fá þau lítið í 'tekjur' og ráða varla við að borga lyfin sín, og núna ákveða yfirvöld að þau tími ekki að greiða fyrir þetta lengur, spara klink í kassann, og gera endanlega útaf við fjármál veika almúgans.
Í þjóðfélagi eins og Íslandi, þar sem velmegunin er búin að vera á blússandi hraðferð upp upp upp upp upp, og við eigum að heita siðmenntuð þjóð með stórkostlega gott sjúkra- og heilsukerfi, þá eru svona aðfarir að gamla og veika fólkinu ekkert nema smán og viðbjóður.
Einn hluturinn enn sem lætur mann skammast sín fyrir að vera Íslendingur.
![]() |
Eins og að rukka fyrir klósettferðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Dægurmál | Facebook
Um bloggið
Um allt og ekkert
Bækur
sem ég er nýbúinn að lesa
-
: Harry Potter and The Goblet Of Fire
Þetta er nú sennilega í fimmtánda skipti eða eitthvað. Alltaf jafn gott ;)
sem ég er að lesa þessa dagana
-
: Belgarath The Sorcerer -
: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.