17.10.2008 | 17:37
Hiš Nżja Ķsland.
Žaš fer varla framhjį nokkru einasta mannsbarni į Ķslandi (eša nokkru öšru landi) aš ķ dag stöndum viš į bakka straumžungrar įr breytinga, og reynum aš komast yfir.
Flestir lķta į strauminn og eru daušhręddir viš aš reyna og sumir hafa nś žegar gefist upp og liggja eins og daušyfli į gamla bakkanum, en nokkrir horfa yfir strauminn bjartsżnisaugum og trśa aš žeir komist yfir žrįtt fyrir aš hafa ekki enn fundiš réttu leišina.
Į hinum bakkanum sitja hins vegar nokkrir vel feitir og glašir menn, skįla ķ vķn og borša humar, og glotta yfir okkur aulunum. Žeir höfšu nefnilega ferjumann sem bar žį yfir įnna og settist svo aš hinumegin til aš glotta.
Žaš eru nefnilega nokkrir Ķslendingar sem hafa ekki nokkrar einustu įhyggjur af stöšu Ķslands, žvķ žeir eru bśnir aš koma sķnu fé og sinni framtķš śt frį Ķslandinu litla, į kostnaš okkar hinna.
Hinir Ķslensku stjórnmįlamenn hafa setiš ķ lengri tķma meš puttann ķ rassinum og ekkert gert til aš stoppa žessa vitleysu sem er bśin aš vinda upp į sig. Ķ dag er svo komiš aš Ķsland er oršiš eitt hatašasta land ķ heimi, ekki langt frį Amerķkuhreppi hinum mikla, vegna žess aš viš höfum ekki efni į žvķ aš borga alla peningana til baka sem bankastjórar og śtrįsarfrķk stįlu frį ķbśum annarra landa eins og Bretlands og Hollands . Svo tala allir um aš viš fįum bara lįn einhversstašar frį og reddum žessu, alveg sama hvaš žaš kemur til meš aš kosta okkur, og sķšar skuli talaš um orsakir og įsaka. Žvķ mišur er žaš bara svo aš eftir mjög stuttan tķma veršur bśiš aš "rannsaka" allt žetta mįl og žar mun koma ķ ljós aš ekki einn einasti mašur stóš sig illa, ekkert samrįš var neins stašar haft, engar rangar įkvaršanir voru teknar og verst af öllu.... žetta var ekkert svo slęmt! Eftir sitja Ķslendingar sįrir og horfa upp į žaš aš allir žeir sem okkur brugšust halda įfram aš stjórna okkar lķfum!
Viš, almennir Ķslendingar, veršum aš taka saman höndum og sameinast ķ žvķ aš STÖŠVA žessa brjįlęšinga įšur en žeir gera illt verra. Ķ staš žess aš sitja į kaffistofum landsins og röfla um allt og ekkert, žį veršum viš GERA eitthvaš. Viš veršum aš koma žessu fólki frį völdum, og slķkt gerist ašeins meš samstöšu. Ekki svona mįlamynda mótmęlabröndurum eins og viš höfum veriš aš stunda sķšustu įrin meš engum įrangri! Man til dęmis einhver eftir vörubķlstjórum og mótmęlum žeirra? Nei, hélt ekki. Žaš er langt žvķ frį aš ég eigi öll svörin viš žessu vandamįli, nema žį helst aš fara Amerķsku leišina og hreinlega skjóta žetta fólk, en alveg er ég viss um žaš aš žaš er fullt af Ķslendingum meš frįbęrar hugmyndir sem vęri hęgt aš virkja.
Nś er svo komiš aš Vilhjįlmur G. Įsgeirsson hefur sett saman sķšu meš žaš eina markmiš aš sameina hugsandi fólk ķ barįttunni og vona ég innilega aš sś sķša verši vinsęl mjög, en ég vil ljśka žessum pósti meš žvķ aš bjóša ykkur öllum į sķšuna hans Villa, og endilega skrį ykkur og taka žįtt ķ umręšunum žar.
Flokkur: Stjórnmįl og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:16 | Facebook
Um bloggiš
Um allt og ekkert
Bękur
sem ég er nżbśinn aš lesa
-
: Harry Potter and The Goblet Of Fire
Žetta er nś sennilega ķ fimmtįnda skipti eša eitthvaš. Alltaf jafn gott ;)
sem ég er aš lesa žessa dagana
-
: Belgarath The Sorcerer -
: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
Heimsóknir
Flettingar
- Ķ dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frį upphafi: 0
Annaš
- Innlit ķ dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir ķ dag: 0
- IP-tölur ķ dag: 0
Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.