8.10.2008 | 11:53
URR!
"Hálka olli slysinu"
NEI!!, konan keyrði of hratt miðað við aðstæður!
Bílvelta á Reykjanesbraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Um allt og ekkert
Bloggið fjallar svosem um allt og ekkert. Bara ég að henda fram skoðunum mínum og hugsunum, og vonandi mun einhver nenna að lesa þær :)
Bækur
sem ég er nýbúinn að lesa
-
: Harry Potter and The Goblet Of Fire
Þetta er nú sennilega í fimmtánda skipti eða eitthvað. Alltaf jafn gott ;)
sem ég er að lesa þessa dagana
-
: Belgarath The Sorcerer -
: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ert þú alveg þroskaheftur? þú hefur ekki hugmynd um aðstæður þarna og ekki hugmynd um hraða konunnar og þykist vita að hún keyrir of hratt. ég get sagt þér eitt slys láta ekki vita á undan sér..
Bjarni (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 13:16
ÖLL slys í hálku, eru ökumanni að kenna.. engu eða engum öðrum. Það er ofboðslega einfalt. Einu aðstæðurnar sem ég þarf að vita um, er að það var ekki verið að keyra eftir aðstæðum!
Árni Viðar Björgvinsson, 8.10.2008 kl. 18:05
Ég er búinn að lenda í 18.. jámm, átján "tjónum" á ævinni þegar allt er talið. Síðast var bakkað á mig, og þar áður bakkaði ég saman við annan sem var að bakka.. bæði í þurru. Þar áður (4-5 ár síðan) eyðilagðist bíllinn minn þegar stúlka fór yfir á rauðu í veg fyrir mig og ég plægði hana duglega... aftur í þurru. ÖLL hin 15 tjónin voru í hálku, þar af 13 þeirra á fyrstu 2 árunum sem ég keyrði. Hversu mörg þessara tjóna voru vetrinum að kenna? Helmingurinn í tveimur þeirra! Í annað skiptið var ég að keyra löturhægt um þrönga götu (Glerárgötu'planið' fyrir framan Siemens) og hjólför orsökuðu það að ég lenti á bíl og fékk engu um það ráðið. Hefði hins vegar átt að sleppa því að reyna. Í hitt skiptið frusu bremsurnar á mínum gamla gamla bíl og ég lenti aftaná, en hefði getað verið á betri bíl. Í þau tvö skipti var þetta því ekki eingöngu vetrinum að kenna, þó það hafi nú verið það að megninu til.
Hin 13 skiptin var þetta MÉR að kenna!! Skritinn ertu að Setja útá konu sem lendir í slysi og kant greinilega ekkert að keira sjálfur.þú ætir að hugsa áður en þér dettur í hug að blaðra um annað folk.Kv:Snorri
Snorri Eysteinsson (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 20:32
Ég er ekki að setja út á konuna, sem þú myndir vel sjá ef þú hefðir lesið (en ekki bara kóperað) bloggið sem þú klipptir þennan part úr, eða þetta blogg.
Ég er að setja út á fréttamennsku sem kennir hálku um umferðarslys. Ég er maður að viðurkenna að tjónin eru mér að kenna, (þó ekki sé það vegna þess að ég kunni ekki að keyra heldur vegna þess að ég átti í bernsku erfitt með að halda mér á spaklegum hraða.. það eru 10 ár síðan ég lenti síðast í hálkutjóni) í staðin fyrir að kenna hálkunni um þetta.
Árni Viðar Björgvinsson, 9.10.2008 kl. 12:01
Vildi bara segja nokkur orð : Árni Viðar, í fyrsta lagji er ég bara 18. ára stelpa sem hef ekki mikla reynslu á því að keyra í hálku og annað það var engin hálka á leiðinni nema svona tveir hálku laumu blettir svo að þetta slys var algjörlega óhapparslys sem ég myndi persónulega kenna hálkunni um og ég þarf ekki að vita þínar skoðanir eða hvað þú ert að viðurkenni eða blabla.. svo vill ég alls ekki láta kalla mig "helvítis konan" mér finnst þetta mikill dónaskapur af þér því að þó þú lesir hér ein frétt þá þýðir það ekki að þú veist bara allt um það sem gerðist þarna í slysinu, ég vildi bara svona benda þér á eitt að þegar svona gerist þá er fólk allveg nákvæmlega sama hvað almenningi finnst þannig að næst þarftu ekki að vera láta vita þína skoðun á málinu það er nóg að þú haldir því fyrir sjálfan þig og spara þína orku í höndunum við því að vera skifta þér af því sem þér kemur bara alls ekkert við.
Kv. Svana ( ökumaðurinn sem velti )
Svana (ökumaðurinn ) (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 02:03
Sæl Svana.
Mig langar að byrja á að biðjast afsökunar á blótinu. Ég skrifaði þetta þegar ég skrifaði bloggið en datt svo í hug seinna um daginn að þetta hafi ekki verið fallega orðað, sérstaklega þar sem ég var alls ekki að reyna að vera neikvæður út í þig; ökumanninn. Þetta var svona "type first, think second" dæmi sem ég lét frá mér í pirringi. Ég tók því blótið út samdægurs, eins og þú kannski sérð, þó ekki hafi það verið nógu snemma. Það breytir því ekki að einhverjir sáu það, og verð ég bara að biðjast afsökunar á því.
Hvað varðar innihald bloggsins og þitt svar við því hins vegar, hef ég þetta að segja:
Það er frábært að þú skulir sjálf ákveða að svara þessu. Það sýnir mikinn styrk af þinni hálfu að svara fólki fullum hálsi þegar þér finnst að þér vegið, sérstaklega á svo opnum miðli eins og bloggin eru. Það væri óskandi að ráðamenn þjóðarinnar væru jafn góðir í að svara gagnrýni þjóðarinnar.
Að því sögðu, þá get ég ekki beðist afsökunar á megin innihaldi bloggsins, þar sem það er eitthvað sem ég trúi á og fer virkilega í taugarnar á mér. Slys í hálku skal aldrei kalla "hálkunni að kenna" í fréttum! Eins og þú sagðir sjálf, ertu 18 ára og alls ekki með mikla reynslu af því að keyra í hálku. Það voru eingöngu hálkublettir á veginum en ekki algjör ísing. Hálkublettirnir komu þér því á óvart, og á einum slíkum misstirðu stjórnina á bílnum og veltir; sem er HRIKALEG lífsreynsla að lenda í og óska ég engum þess. Það er frábært að ekki urðu meiri slys á fólki.
En það að þú sért aðeins 18 ára og hálkubletturinn hafi komið þér svona illilega á óvart er einmitt bara sönnun á mínum punkti varðandi þetta allt saman. Á þínum aldri var ég einmitt að læra að keyra í hálku, en þar sem ég keyrði um og yfir 100.000 kílómetra á ári þessi fyrstu árin þá urðu tjónin þessi 2 ár alveg hrikalega mörg. En þau voru að sjálfsögðu reynsluleysi mínu og heimskum akstri að kenna. Ef þú hefðir verið betur undir það búin að keyra í hálku þá hefðirðu kannski séð þessa hálku og/eða getað tekist á við hana þannig að ekkert hefði orðið slysið. Mörg þúsund bílar keyra þennan sama vegspotta þennan sama dag, og mörg hundruð bílar hafa eflaust keyrt á þennan sama hálkublett og þú á sama klukkutímanum við nokkurnvegin sömu aðstæður og sluppu við það að velta. Þetta er engin ádeila á þig, frekar ádeila á lélega aksturskennslu á Íslandi. Að sama skapi varstu alveg ógeðslega óheppin. En þetta var ekki hálkunni að kenna, og þú hafði ógeðslega gott af þessari lífsreynslu þótt hrikalegt sé að hugsa um það þannig.
Þú segir að þér sé alveg nákvæmlega sama um hvað almenningi finnst, og býður mér að sleppa því að tjá mig um eitthvað sem mér kemur bara alls ekki við.
Ég segi að mér er alveg sama þótt fólki líki ekki við meginmál þess sem ég skrifa (ég á skilið hatrið fyrir blótið hins vegar) því ég skrifa og segi það sem ég meina, og ég býð þér bara að sleppa því að lesa það ef þér líkar það ekki.
Kær kveðja,
Árni Viðar
Árni Viðar Björgvinsson, 12.10.2008 kl. 11:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.