Moving - Part 1 - Þreyttur!

Hvernig stendur á því að manni dettur bara yfir höfuð í hug að vinna 18 tíma non-stop? Ég er ekki læknir eða hjúkka! Smile

Í gær vann ég viðstöðulaust (ef frá eru talinn hálftími í hádegismat og annar í kvöldmat) frá 9:30 til 3:30. Ég veit ekki hvernig það gerðist, en ég virðist hafa fundið eina fyrirtækið í landinu sem er bókstaflega MEIRA að gera hjá núna heldur en fyrir 6 mánuðum síðan, og það eru deadlines hægri vinstri. Ég var því ekki farinn að sofa fyrr en um hálf 5, sem þýddi það að sjálfsögðu að ég svaf yfir mig í vinnuna í dag. FootinMouth Sem var reyndar alveg eðlilegt og enginn sagði orð yfir því, því ég var náttúrulega að klára eitthvað sem varð að vera búið fyrir morguninn. En þetta þýðir það hins vegar að ég er alveg fáránlega þreyttur í kvöld. Kom heim úr vinnunni uppúr 6 og hélt áfram að reyna að pakka og taka til fyrir flutningana, en það gengur bara akkúrat ekki neitt! Orkan alveg búin. Á morgun fæ ég bílinn og þá verður allt stóra draslið fært í geymslu, en ég hugsa að ég skilji bara skápana eftir og ferji þá kassana á ofurYaris í staðin. Hann er svo risasmár hvorteðer! Tounge

Allavega, mér langaði bara að henda inn færslu og kvarta og kveina pínu, áður en ég hendist upp í rúm bara. Hver veit nema maður nái að sofna fyrir 3 og geti þá vaknað bara í fyrramálið til að halda áfram. Shocking Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Birgir Gústavsson

"Vinnan göfgar manninn" ;)

Axel Birgir Gústavsson, 3.10.2008 kl. 06:52

2 Smámynd: Árni Viðar Björgvinsson

Já það segirðu alveg satt, en stundum finnst mér ég bara vera orðinn alveg nógu göfugur í bili

Árni Viðar Björgvinsson, 3.10.2008 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Um allt og ekkert

Bloggið fjallar svosem um allt og ekkert. Bara ég að henda fram skoðunum mínum og hugsunum, og vonandi mun einhver nenna að lesa þær :)

Bloggari

Árni Viðar Björgvinsson
Árni Viðar Björgvinsson
er áhugamaður um gott líf og jákvæða framtíð, þrátt fyrir allar líkur á því að hvorugt takist :)

Bloggvinir

Bækur

sem ég er nýbúinn að lesa

  • Bók: Harry Potter and The Goblet Of Fire
    J.K. Rowling: Harry Potter and The Goblet Of Fire
    Þetta er nú sennilega í fimmtánda skipti eða eitthvað. Alltaf jafn gott ;)
    *****

sem ég er að lesa þessa dagana

  • Bók: Belgarath The Sorcerer
    David & Leigh Eddings: Belgarath The Sorcerer
  • Bók: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
    J.K. Rowling: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
    *****

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband