Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
23.1.2009 | 12:57
Stórtíðindi í stjórnmálum landsins
Mig langar að byrja á að óska Geir H. Haarde alls hins besta, og vona ég innilega að hann nái sér að fullu af þessu meini. Mér verður auðvitað sérstaklega illt við þegar ég heyri af fólki með æxli, hvort sem það er illkynja eða ekki, þar sem ég veit nákvæmlega hvernig þetta eyðileggur fólk og dregur það oft til dauða langt um aldur fram.
Gangi þér vel Geir.
Nú, útúr þessu öllu kemur svo sú niðurstaða að kosið verður 9 Maí. Auðvitað er ekkert búið að ákveða það 100%, en það vilja allir kjósa og Bláa Höndin hefur veifað þessari dagsetningu, þannig að hún mun eflaust standa.
Þó er mér mein illa við það að það sé kosið svona snemma, því það er hrikalega hætt við því að fólk kjósi Vinstri Græna og Steingrím J. Sigfússon BARA vegna þess að þeir hafa alltaf verið á móti og fólk er almennt á móti núverandi stjórnarháttum.
Steingrímur J. hefur aldrei getað komið með lausnir, eingöngu verið fær um að röfla og vera á móti, og ég er hræddur um að hann og hans flokkur séu litlu betri en Sjálfstæðismenn í stjórn. Vona ég því innilega að fólk hafi vit á því að kjósa málefni og innantóm kosningaloforð, en láti eiga sig að kjósa 'bara af því bara'.
Ég vil taka það fram að ég ef oft sammála Steingrím þegar hann er að væla á þingi og kvarta yfir hlutum. Sumt sem hann segir á bara alveg rétt á sér og ég er alls ekki að gagnrýna hann vegna þess að ég er hlynntur einhverjum öðrum flokki. En öllu ofstæki er ég á móti, og Vinstri Grænir eru eins róttækir og hægt er að vera. Eflaust væri hægt að segja að ég sé einhverskonar miðjumaður.
Hvað sem því líður, þá verður kosið í Maí... og mun ég taka þátt í þeim kosningum eins og mér ber skylda sem hugsandi Íslendingi. Ég vona bara innilega að við sjáum ekki í framtíðinni að þessar kosningar hafi verið mistök.
Geir: Kosið í maí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.1.2009 kl. 14:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.11.2008 | 16:04
Fjandans aumingjar!
Hvernig stendur á því að við þurfum alltaf að níðast á öldruðum og þeim sem eiga um sárt að binda?
Hverslags andskotans aumingjaskapur og ræfilsháttur er það að koma svona fram við þetta fólk sem þarf á þessum vörum að halda?
Nógu fá þau lítið í 'tekjur' og ráða varla við að borga lyfin sín, og núna ákveða yfirvöld að þau tími ekki að greiða fyrir þetta lengur, spara klink í kassann, og gera endanlega útaf við fjármál veika almúgans.
Í þjóðfélagi eins og Íslandi, þar sem velmegunin er búin að vera á blússandi hraðferð upp upp upp upp upp, og við eigum að heita siðmenntuð þjóð með stórkostlega gott sjúkra- og heilsukerfi, þá eru svona aðfarir að gamla og veika fólkinu ekkert nema smán og viðbjóður.
Einn hluturinn enn sem lætur mann skammast sín fyrir að vera Íslendingur.
Eins og að rukka fyrir klósettferðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.11.2008 | 12:12
Súkkulaði og rafgeymasýra.
Í pistli sínum Af súkkulaðikúlu og íslensku leiðinni í alþjóðasamskiptum á Vefritið.is kemur Anna Tryggvadóttir með marga góða punkta varðandi hið Íslenska samfélag og þá þrálátu stefnu stjórnvalda Íslands að ganga um með hlífar fyrir augunum og sjá ekkert nema rósrautt ský þar sem aðrir sjá rigningu og rok.
Meðal annars segir hún svo skemmtilega:
Bretar sögðu: Reglurnar eru skýrar.
Íslendingar sögðu: Reglurnar eiga ekki við núna, því það veldur okkur of miklum óþægindum. (Tilskipunin á ekki við þegar heilt bankakerfi fer á hliðina.)
Það þarf engan lagasnilling til að sjá að rök Íslendinga eru í besta falli veik, í versta falli alveg fáránleg. Ef innstæðutryggingarnar eiga ekki við núna, hvenær þá? Kannski í öll hin skiptin sem bankar fara á hausinn?
En þó er í þessari fínu grein ein lína sem ég bara get ekki verið sammála:
"Hvers vegna ættum við að borga Icesave, spyrja margir. Svarið er óskaplega einfalt. Vegna þess að við vorum búin að skuldbinda okkur til þess."
Við skulum hafa það alveg á hreinu að VIÐ skuldbundum okkur ekki, og ÉG skuldbatt mig svo sannarlega ekki, til þess að greiða niður skuldir auðjöfra Íslands.
Ríkisstjórnin sem leyfði þessu bulli að viðgangast, og peningaflónin sem fóru fyrir borð í þessu máli eru öll sek og þarf helst að koma lögum yfir þetta fólk, en af hverju á ÉG að fara á hausinn vegna þess? Ég er svo vitlaus að ég vissi ekki einusinni að Íslenskir bankar störfuðu utan landssteinanna, hvað þá að þeir væru búnir að skuldsetja þjóðina um 400 metra upp fyrir haus!
Fyrir mann sem er búinn að berjast í 10 ár við að koma haldi á fjármálin hjá sér og er LOKSINS að takast það bara til þess að lenda í þessu helvítis rugli... þetta sýgur úr manni allt líf. Það er ekki til vottur af bjartsýn, gleði, hamingju eða ánægju með eitt eða neitt. Yfir mér situr sá draugur að þurfa að eyða næstu 5-10 árum ævi minnar í að greiða upp skuldir sem eru að margfaldast á meðan ég sit hérna, á meðan fólk í minni atvinnugrein er að missa vinnuna í stórum hópum. Ég er blessunarlega ekki enn búinn að missa vinnuna aftur, og ef Guð lofar þá mun það ekki gerast, en það breytir því ekki að það getur vel gerst og ég yrði ekkert hissa ef það gerðist. Ofan á núverandi vesen er síðan líklegt að ríkisstjórnin þurfi að hækka skattana á borgarana til þess að greiða upp öll þessu lán sem þeir eru að taka þessa dagana, sem þýðir að enn minna verður eftir af laununum mínum og ég fer endanlega á hausinn.. og allar mínar skuldir lenda á foreldrum mínum sem af einskærri góðmennsku skrifuðu að sjálfsögðu uppá alla mína pappíra.
Frábær tilhugsun að vita það að ég þurfi að flytja heim til mömmu (ef maður getur ekki borgað leigu, þá er Hótel Mamma eini kosturinn), gjaldþrota og öreygi, og búa undir því að hafa skellt nokkrum milljónum af skuldum á hana í þokkabót. ÆÐI.
Þannig að nei Anna.. ÉG skuldbatt MIG til þess að greiða niður MÍNAR skuldir, og Íslenska þjóðin í heild sinni skuldbatt sig ekki til þess að greiða niður skuldir ríkustu manna Íslands! Þessir helvítis aumingjar geta séð um sínar skuldir sjálfir!
22.10.2008 | 13:24
Allar saman nú... beygja sig fram og grípa ökklana...
Er ekki að verða kominn tími fyrir uppþot? Alvöru læti?
Eigum við virkilega að láta það líðast að Íslenska þjóðin verði skuldbundin oní rassgat til þess að greiða fyrir syndir nokkurra fjárglæpamanna sem við höfum engan áhuga á að vera tengd við?
Með því að greiða greiða þetta út er Íslenska þjóðin að 'viðurkenna' að hún eigi sök á þessu, sem hún á bara alls ekki!
Líkir Bretaláni við fjárkúgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.10.2008 | 01:31
Þetta er helvíti sniðugt!
Ég er að spá í að gera þetta bara. Fara til... segjum bara Ameríku, og ræna þar nokkra ellilífeyrisþega og eins og 1-2 banka, en brosa í eftirlitsmyndavélarnar.
Stinga peningunum undir stól (færa þá í skattaparadís) og koma svo heim til Íslands. Svo verð ég bara hérna heima, og Ísland borgar þessar skuldir til baka.. ekkert mál!
Algjör snilld!
..
..
..
..
580 milljarða lán frá Bretum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.10.2008 | 14:19
Kann hann eitthvað?
Nýr bankastjóri Nýja Kaupþings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.10.2008 kl. 23:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2008 | 13:54
Krónan tifar á VEIKUM fótum
Bara svona til að hafa þetta rétt.. hann sagði veikum, ekki mjóum.
Það sem ég les útúr þessum yfirlýsingum Össurs er semsagt það að það verður í raun ekkert ákveðið strax hvaða skilyrði IMF setur okkur, og hvað við munum gera í þeim. Við fáum bara lánið fyrst, og svo verður ákveðið hvaða vexti skuli greiða og hvaða skilmálar fylgi.
Er það ekki full seint í rassinn gripið að ætla að neita einhverjum skilmálum þegar búið er að þiggja féð og nota það? Heitir það ekki að að spila út trompinu alltof snemma?
Krónan tifar á mjóum fótum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.10.2008 | 13:33
FRÁBÆRT framtak...
Já, þetta er heldur betur frábært framtak hjá honum nafna mínum. Hann er kannski ekki svo vitlaus í peningamálum eins og maður hefði haldið miðað við val á námi.
En nú vantar bara að klára pakkann. Afnema þessi bévítans stimpilgjöld algjörlega!
Þegar ég keypti mína fyrstu íbúð, sem var á Akureyri og kostaði tæpar 6 milljónir, borgaði ég sem samsvaraði tveimur heilum mánaðarlaunum í stimpilgjöld. Það hlýtur hver maður að sjá að ég gæti vel notað tvenn mánaðarlaun í eitthvað allt annað... eins og til dæmis að kaupa húsgögn í íbúðina (sem ég tók reyndar lán fyrir) eða borga bara meira inn á íbúðina og skulda aðeins minna.
Stimpilgjöld eru rán! Afnemum þau strax!
Lánin ekki stimpilgjaldsskyld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.10.2008 | 13:28
Hann segir ekki neitt!
Hvernig er þetta með þessa menn.. fara þeir á námskeið til að læra að halda langar ræður og segja samt akkúrat ekki neitt??
Hvað ætlið þið að GERA fyrir þjóðina sem kaus ykkur, þið vanþakklátu og spilltu einræðisherrar?! Lokið gininu og hreyfið á ykkur rassinn.. það er kominn andskotans tími til!
Ríkisstjórnarfundi lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2008 | 17:37
Hið Nýja Ísland.
Það fer varla framhjá nokkru einasta mannsbarni á Íslandi (eða nokkru öðru landi) að í dag stöndum við á bakka straumþungrar ár breytinga, og reynum að komast yfir.
Flestir líta á strauminn og eru dauðhræddir við að reyna og sumir hafa nú þegar gefist upp og liggja eins og dauðyfli á gamla bakkanum, en nokkrir horfa yfir strauminn bjartsýnisaugum og trúa að þeir komist yfir þrátt fyrir að hafa ekki enn fundið réttu leiðina.
Á hinum bakkanum sitja hins vegar nokkrir vel feitir og glaðir menn, skála í vín og borða humar, og glotta yfir okkur aulunum. Þeir höfðu nefnilega ferjumann sem bar þá yfir ánna og settist svo að hinumegin til að glotta.
Það eru nefnilega nokkrir Íslendingar sem hafa ekki nokkrar einustu áhyggjur af stöðu Íslands, því þeir eru búnir að koma sínu fé og sinni framtíð út frá Íslandinu litla, á kostnað okkar hinna.
Hinir Íslensku stjórnmálamenn hafa setið í lengri tíma með puttann í rassinum og ekkert gert til að stoppa þessa vitleysu sem er búin að vinda upp á sig. Í dag er svo komið að Ísland er orðið eitt hataðasta land í heimi, ekki langt frá Ameríkuhreppi hinum mikla, vegna þess að við höfum ekki efni á því að borga alla peningana til baka sem bankastjórar og útrásarfrík stálu frá íbúum annarra landa eins og Bretlands og Hollands . Svo tala allir um að við fáum bara lán einhversstaðar frá og reddum þessu, alveg sama hvað það kemur til með að kosta okkur, og síðar skuli talað um orsakir og ásaka. Því miður er það bara svo að eftir mjög stuttan tíma verður búið að "rannsaka" allt þetta mál og þar mun koma í ljós að ekki einn einasti maður stóð sig illa, ekkert samráð var neins staðar haft, engar rangar ákvarðanir voru teknar og verst af öllu.... þetta var ekkert svo slæmt! Eftir sitja Íslendingar sárir og horfa upp á það að allir þeir sem okkur brugðust halda áfram að stjórna okkar lífum!
Við, almennir Íslendingar, verðum að taka saman höndum og sameinast í því að STÖÐVA þessa brjálæðinga áður en þeir gera illt verra. Í stað þess að sitja á kaffistofum landsins og röfla um allt og ekkert, þá verðum við GERA eitthvað. Við verðum að koma þessu fólki frá völdum, og slíkt gerist aðeins með samstöðu. Ekki svona málamynda mótmælabröndurum eins og við höfum verið að stunda síðustu árin með engum árangri! Man til dæmis einhver eftir vörubílstjórum og mótmælum þeirra? Nei, hélt ekki. Það er langt því frá að ég eigi öll svörin við þessu vandamáli, nema þá helst að fara Amerísku leiðina og hreinlega skjóta þetta fólk, en alveg er ég viss um það að það er fullt af Íslendingum með frábærar hugmyndir sem væri hægt að virkja.
Nú er svo komið að Vilhjálmur G. Ásgeirsson hefur sett saman síðu með það eina markmið að sameina hugsandi fólk í baráttunni og vona ég innilega að sú síða verði vinsæl mjög, en ég vil ljúka þessum pósti með því að bjóða ykkur öllum á síðuna hans Villa, og endilega skrá ykkur og taka þátt í umræðunum þar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Um allt og ekkert
Bækur
sem ég er nýbúinn að lesa
-
: Harry Potter and The Goblet Of Fire
Þetta er nú sennilega í fimmtánda skipti eða eitthvað. Alltaf jafn gott ;)
sem ég er að lesa þessa dagana
-
: Belgarath The Sorcerer -
: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 455
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar