9.11.2014 | 03:32
So long, and thanks for all the fish!
Þetta er frekar furðuleg tilfinning.
Ég er alinn upp á þessari leigu... ég man ekki eftir mér öðruvísi en við höfum verið í þessum bransa. Meira að segja þetta tímabil eftir að við seldum Myndbandahöllina og áður en við opnuðum Bónusvideo, þá vann ég áfram á leigunni.
Það eru yfir 20 ár síðan ég byrjaði að vinna bak við afgreiðsluborðið og leigja út myndir, og þetta var yfirleitt alltaf rosalega áhugavert og skemmtilegt. Það var alltaf gaman að hjálpa fólki að finna myndir sem það var ekki búið að sjá og gæti haft áhuga á, og í gegnum öll þessi ár hef ég afgreitt mjög stóran hluta allra Akureyringa svo oft að mér finnst ég þekkja alla.
Ég man fyrst eftir leigunni í bílskúrnum á Höfðahlíð 1 (gæti hafa verið Lönguhlíð 2, en efast um það) og held að hún hafi svo farið í kjallara í Hafnarstrætinu. Svo var farið í í Skipagötu 14 (sem er Glitnir í dag) með Crown Chicken sem nágranna og þaðan í Skipagötu 11 eða 13 (sem er í dag bílastæði). Ég man vel eftir því sem krakki að hafa iðulega verið sendur í sjoppuna (sem í dag er La Vita é Bella) til að kaupa Roast Beef samloku fyrir "gamla" manninn.
Frá Skipagötunni var haldið upp í Viðjulund, í húsnæði sem var hreint frábært fyrir leiguna, stórt og bjart. Ef ég man rétt varð Myndbandahöllin til við þá flutninga, og hafði hún mjög svo skemmtilegt logo sem mér þykir miður að eiga ekki til einhversstaðar. Á sama tíma varð einnig til lítill pizzuheimsendingastaður sem kallaðist Jón Sprettur, sem átti heldur betur eftir að stækka!
Ég vann á Myndbandahöllinni nánast allan líftíma hennar, eða þangað til ég gerðist rafvirki. Myndbandahöllin fluttist svo yfir í Hrísalund, og við opnuðum Bónusvideo í Viðjulundinum, ásamt því að taka yfir rekstur hinna Bónusvideo leiganna.
Á sama tíma var ég kominn með ógeð á rafvirkjuninni, og hætti því sem rafvirki og tók við fullu starfi á ný opnaðri Bónusvideo leigu um miðjan desember 2003, og vann þar þangað til ég flutti hingað suður til Reykjavíkur.
Án mín hélt leigan að sjálfsögðu ótrauð áfram, og eftir að ég flutti suður var leigan flutt í síðasta sinn, þá í Shell sjoppuna í Kaupangi, þar sem hún stendur í dag, og endar sinn glæsta feril.
Jólin voru alltaf sérstaklega skemmtilegur tími bak við afgreiðsluborðið. Ekki nóg með að kúnnarnir væru óvenjulega brosmildir og glaðir, heldur var alltaf svo svakalega mikið að gera, sem var alltaf skemmtilegasti tíminn bak við borðið.
Ég man sérstaklega eftir því hvað það var gaman þegar við systkinin vorum þrjú að vinna í brjálæðinu, og nánast dönsuðum í kringum hvort annað þegar við afgreiddum hundruði myndbanda og óteljandi pizzur, hamborgara og frönskuskammta, allt í gegnum einn afgreiðslukassa.
Í gegnum árin fékk ég að vinna með fullt af frábæru fólki á þessum videoleigum (og pizzustaðnum líka) sem mótaði mig og gerði mig að þeim manni sem ég er í dag. Ég var meira að segja svo heppinn að upplifa það í fyrsta sinn að vera virkilega ástfanginn, á þessari leigu, þegar ég vann með yndislegri stelpu :D
Þessar videoleigur hafa semsagt verið gríðar stór og mikilvægur hluti af lífi mínu.
Í dag er búið að loka síðustu leigunni, og það vottar fyrir depurð. Þetta er búið. Game over. Það er eitthvað rangt við þetta.
Engin myndbandaleiga á Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2013 | 00:08
Eru ekki Mannleg Gildi alveg nóg?
Kristin gildi ráði við lagasetningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
8.9.2010 | 22:03
"tengist á engan hátt WikiLeaks" - HAH!
Það er nú svo merkilegt að það vita það allir sem eitthvað vita um senuna, að senan (The Scene) sem um er rætt í þessari frétt, er bara alls ekki hýst á einhverjum vefþjóni úti í heimi. PirateBay, og torrent trackerar almennt, eru botninn á dreifingarkerfi heimsins, og amk. tveimur greinum fyrir neðan neðstu dreifingarkerfi senunnar
Þetta er eins og að handtaka einhvern 15 ára Íslending niðri í bæ sem er fullur að míga utan í Landsbankann, og saka hann um að vera Kókaínbarón frá Kólumbíu. Tengingin er svo fáránleg að það hálfa væri hellingur.
Þessi árás er EINGÖNGU til þess að reyna að stöðva WikiLeaks, og ef þeir ná að loka PirateBay í leiðinni þá er það bara smá bónus. Icing on the cake, eins og sagt er. En PirateBay tengist senunni nákvæmlega ekki neitt, og það að stöðva PirateBay breytir nákvæmlega engu um neitt.
Evrópsk lögregla til atlögu við ólöglegt niðurhal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.8.2010 | 11:51
HAH! Skil hann vel!
Ég hjólaði einmitt (ögn styttri leið) úr Vaðlaheiði og yfir og upp gilið og ég komst ekki lenga en að Myndlistaskólanum. Það er ÓGEÐ að hjóla þarna upp, og ég skal vel trúa því að þetta sé versta brekkan á öllum hringveginum.....
..... þó ég fatti ekki alveg hvernig þetta getur talist í leiðinni, þar sem hringvegurinn liggur beint í gegnum bæinn
Erfiðast að hjóla upp Gilið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.6.2010 | 02:29
Hæ, hó, jibbí jei!
Vildi bara óska öllum kærliega til hamingu með þjóðhátíðardaginn og ég vona að veður og vindar fari vel með ykkur öll.
Læt svo með fylgja hið eina sanna lag sem allir eiga að kunna :)
[G]Blómin springa út og þau [C]svelgja í sig sól.
Höfundur lags:
Höfundur texta:
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2010 | 14:35
Sjómannadagurinn
Í dag er víst sjómannadagurin.
Ég hef ekki farið á sjómannadagsskemmtun síðan bara ég var krakki og fór með pabba niður í Akureyrarlaug. Ég man svosem ekki margt þaðan, en ég hlýt að hafa verið þokkalega ungur miðað við að hápunktur dagsins var þegar flugvélin flaug yfir og dreifði karamellum yfir fólkið :D
Til hamingju með daginn sjómenn og -konur landsins!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2010 | 02:15
Ekkert nýtt, en hvorki árás né þýðingarvilla
Frá því að við byrjuðum að þýða Facebook yfir á íslensku fyrir einhverjum 1-2 árum síðan, höfum við stanslaust verið að berjast við gelgjur og grínista sem þykjast vera svo hrikalega klár.
Þetta er hvimleitt og því miður óyfirstíganlegt vandamál sem fylgir því að leyfa hverjum sem er að taka þátt í þýðingunum.
Það er hins vegar langt því frá að þetta sé einhver árás á Facebook, né er þetta þýðingar'villa', þar sem kerfið er einfaldlega að birta það sem einhver vitleysingur setti inn.
Þetta er óþægilega algengt, og getur oft komið sérstaklega illa út í svona dæmum, en þetta er ekki fréttaefni.
Meðfylgjandi er mynd sem sýnir 3 þýðingar á Facebook sem innihalda annars vegar Barnaperri og hins vegar Perri í þýðingunum, bara svona sem pínulítið dæmi um hvernig þetta virkar allt saman. Ef þetta væru nú bara ljótustu orðin sem koma þarna inn
Árás eða þýðingarvilla á Facebook? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2010 | 23:04
Til hvers?
Staðarval ákveðið á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2010 | 10:33
ÞAÐ ER EKKERT TJÓN!!!
Andskotinn hafi það, ég ÞOLI ekki svona fréttir!
Hvaða helvítis tjón er orðið? Hvernig getur einhver slengt fram tölu um eitthvað sem er ekki orðið? Djöfulsins andskotans fábjánaskapur er þetta!
Ólafur Ragnar er oft búinn að haga sér eins og fífl og má hann alveg eiga það, en þessi herferð gegn honum núna er viðurstyggilegur horbjóður.
Heldur fólk virkilega að ferðamenn hafi ekki gerst sér grein fyrir því hingað til að Ísland ER EITT STÓRT ELDFJALL! Fólk kemur til Íslands akkúrat VEGNA þess að það er eitt stórt eldfjall. Og fyrir hvern þann túrista sem kemur ekki hingað vegna þess að landið hristist, þá fáum við annan túrista sem kemur til þess að sjá hamfarirnar. Eða er fólk alveg búið að gleyma því að landið er einmitt fullt af túristum núna sem hefðu EKKI komið hingað ef það hefði ekki gosið?
Tjón þjóðarbúsins stefnir í 10 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2010 | 10:24
Orsök eða afleiðing?
Það er þekkt staðreynd að margir þunglyndir (eins og ég) borða þegar þeim líður illa. Og borða mikið.
Ég er mikill súkkulaðigrís, þó ég vilji nú ekki meina að það sé vegna þunglyndisins, en kannski er þetta bara öfugt. Hver veit?
Það er allavega algjörlega ómögulegt að segja til um hvort er afleiðing og hvort er orsök.
Hins vegar hélt ég að þetta væri alveg þekkt staðreynd hjá flestum. Svona álíka fyrirsögn eins og "Tengsl milli sáðláts og kynlífs hjá karlmönnum" :)
Tengsl á milli neyslu súkkulaðis og þunglyndis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Um allt og ekkert
Bækur
sem ég er nýbúinn að lesa
-
: Harry Potter and The Goblet Of Fire
Þetta er nú sennilega í fimmtánda skipti eða eitthvað. Alltaf jafn gott ;)
sem ég er að lesa þessa dagana
-
: Belgarath The Sorcerer -
: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar