Playboy vilja ná til yngri lesenda með dónó teiknimyndum...

Eru virkilega engin takmörk fyrir sölumennsku? Þarf núna að selja börnum Playboy? Er Playboy virkilega sú ímynd af konum sem við viljum gefa börnunum okkar? Og er blaðið virkilega ekki bannað ungum lesendum?

Ég hugsa að ég myndi allavega flá þann afgreiðslumann eða -konu lifandi sem seldi krökkunum mínum Playboy blað.


mbl.is Marge í Playboy
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

afhverju tengiru þetta við börn ??

þeir vilja ná til yngri lesanda, það er, yngri lesanda en þeir hafa núna 

ef að meðal aldurinn er t.d. 38 ára, þá vilja þeir lækka hann kannski niður í 32 ár, en það þarf alls ekkert að tengja þetta við börn. 

Árni Sigurður Pétursson, 10.10.2009 kl. 21:07

2 Smámynd: Árni Viðar Björgvinsson

Vegna þess að markhópur Playboy eru karlmenn á aldrinum 18 til 45 ára, en þar fyrir utan eru karlmenn á aldrinum 14-19 ára um 14% af lesendunum.

Það að þeir vilji yngja upp markhópinn þýðir að þeir vilja ná frekar til barna.

Árni Viðar Björgvinsson, 10.10.2009 kl. 21:20

3 identicon

meðalaldur lesenda er um 35-40 ár. simpsons er líka þannig teiknimynd að hún höfðar til fullorðinna, húmorinn er þannig. ég held þess vegna að playboy sé að reyna að ná til ´karla yfir tvítugu.þeir vilja auka hlutfall yngra fólksins, ekki ná til enn yngra fólks undir 14 ára aldri. það er nokkuð augljóst

helgi (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 22:25

4 Smámynd: Árni Viðar Björgvinsson

Kannski svo Helgi... kannski svo. En mér finnst samt eitthvað rangt við að nota teiknimyndapersónu til þess að ná til yngri áhorfenda. Það er langt því frá að aðeins fullorðnir horfi á Simpsons.

Árni Viðar Björgvinsson, 11.10.2009 kl. 12:13

5 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Held þetta hafi ekkert með börn að gera. En þér að segja þá er til ógrynni af teiknuðu klámi á netinu, af þekktum teiknimyndakarakterum og óþekktum.

Mæli með því að þú gúglir, til dæmis Marge Simpson eða Lois Griffin nude/naked...

...þú ættir að fá nóg af myndum þannig.

En, í þessari frétt kemur fram að nektin er gefin í skyn, ekki algjör. Eins vil ég benda á að Playboy er með því 'mýksta' sem þekkist.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 11.10.2009 kl. 13:17

6 Smámynd: Árni Viðar Björgvinsson

Það veit ég vel Einar Valur að þetta er búið að vera til á netinu síðan það varð til. Það er ekki hugtakið naktar teiknimyndapersónur sem pirrar mig. Mér finnst þetta flest alveg stórkostlega fyndið... meira að segja sumar Simpsons senurnar þar sem þau í fjölskyldunni geta verið... of góð við hvort annað .

En internetið er ekki það sama og útgefið blað sem er sérstaklega að markaðssetja sig á þennan hátt til þess að ná sér í yngri lesendur. Eins og Helgi talar um og Scott Flanders (CEO hjá Playboy) segir sjálfur, þá er þessi myndasyrpa partur af herferð þeirra að ná betur til 20+ partsins af markhópnum. En þegar þú blandar teiknimyndum sem fólk og börn á öllum aldri horfir á, dýrkar og dáir, saman við útbreiddasta karlatímarit í heiminum sem inniheldur meðal annars nektarmyndir af fallegum konum, þá hlýtur þú alltaf að ná til yngri markhóps en 20. Það telst svosem ekkert nýtt að strákar á gelgjunni reyni að stelast í slík blöð, en að markaðssetja sig og auglýsa þannig að það heilli þetta yngra fólk frekar, tel ég bara ekki í lagi.

Árni Viðar Björgvinsson, 11.10.2009 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Um allt og ekkert

Bloggið fjallar svosem um allt og ekkert. Bara ég að henda fram skoðunum mínum og hugsunum, og vonandi mun einhver nenna að lesa þær :)

Bloggari

Árni Viðar Björgvinsson
Árni Viðar Björgvinsson
er áhugamaður um gott líf og jákvæða framtíð, þrátt fyrir allar líkur á því að hvorugt takist :)

Bloggvinir

Bækur

sem ég er nýbúinn að lesa

  • Bók: Harry Potter and The Goblet Of Fire
    J.K. Rowling: Harry Potter and The Goblet Of Fire
    Þetta er nú sennilega í fimmtánda skipti eða eitthvað. Alltaf jafn gott ;)
    *****

sem ég er að lesa þessa dagana

  • Bók: Belgarath The Sorcerer
    David & Leigh Eddings: Belgarath The Sorcerer
  • Bók: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
    J.K. Rowling: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
    *****

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband