Bráðlæti kannski?

Það snjóaði í gærkvöldi, sem er alveg frábært. Ég var alveg brjálæðislega glaður að sjá hvítt yfir öllu, en ég vissi nú líka að þetta myndi ekki endast nema rétt fram að hádegi eða svo. Og það gekk eftir.. rétt eftir hádegi kíkti ég út og þá var allt orðið marautt og þurrt úti.

En ég skil bara alls ekki af hverju fólk var að hlaupa upp til handa og fóta að skella sér í biðraðir á dekkjaverkstæðunum í dag.

Sjáið til,  það er til svolítið sem heita veðurspár, og þó það sé almennt ekki mikið að marka þær þegar þær lofa góðu veðri, þá má alveg taka mark á því að það er að fara að hlýna aftur fyrir helgi. Og í Reykjavík dugar snjór ekki á vegum nema það sé langt undir frostmarki.

Akkúrat núna segir langtímaspáin +3/-3 fyrir daginn í dag, +1/-7 fyrir miðvikudag en engin úrkoma, +3/+2 fyrir fimmtudag og einhver úrkoma, jafnvel slydda, og á föstudaginn er það +7/+4 og rigning. Þörf á vetrardekkjum akkúrat núna? Nei, ég held ekki. Smile

Það skal tekið fram að ég er ekkert nema glaður þegar ég heyri að sunnlendingar séu að undirbúa sig fyrir veturinn og setja alvöru dekk undir bílana, því það þýðir að það eru færri bjánar á sumardekkjum í hálkunni, en ég hugsa að ef ég hefði komið á dekkjaverkstæði og séð biðröð, þá hefði ég bara haldið áfram ferð og farið í vinnuna... það liggur ekki á akkúrat í dag.

Ég hins vegar labbaði nú bara í vinnuna sem oft áður, og mun ekki setja vetrardekkin undir fyrr en ég skrepp næst norður.  Wink


mbl.is Annríki á hjólbarðaverkstæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Um allt og ekkert

Bloggið fjallar svosem um allt og ekkert. Bara ég að henda fram skoðunum mínum og hugsunum, og vonandi mun einhver nenna að lesa þær :)

Bloggari

Árni Viðar Björgvinsson
Árni Viðar Björgvinsson
er áhugamaður um gott líf og jákvæða framtíð, þrátt fyrir allar líkur á því að hvorugt takist :)

Bloggvinir

Bækur

sem ég er nýbúinn að lesa

  • Bók: Harry Potter and The Goblet Of Fire
    J.K. Rowling: Harry Potter and The Goblet Of Fire
    Þetta er nú sennilega í fimmtánda skipti eða eitthvað. Alltaf jafn gott ;)
    *****

sem ég er að lesa þessa dagana

  • Bók: Belgarath The Sorcerer
    David & Leigh Eddings: Belgarath The Sorcerer
  • Bók: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
    J.K. Rowling: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
    *****

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband