5.10.2009 | 23:25
Ekki-fréttir úr borginni.
Vá hvað það er hrikalega langt síðan maður bloggaði síðast. Ég er alls ekki að standa við það sem ég lofaði mér þegar ég byrjaði aftur að blogga, að í þetta skiptið skyldi ég gera þetta aðeins reglulegar.
Það verður þó að viðurkennast að ekki er líf mitt nú það uppfullt af tilbreytingu að það teljist neitt sérstaklega fréttnæmt.
Daglegt blogg myndi sennilega vera eitthvað á þessa leið:
Í dag vaknaði ég og fór í vinnuna. Svo kom ég heim og borðaði kvöldmat og horfði á sjónvarpsþátt. Núna er ég í tölvunni og svo fer ég að sofa.
Stórkostlega skemmtilegt lesefni, ekki satt :D
Þó hugsa ég nú að það mætti alveg fara einhvern milliveg frá daglega og tvisvar á ári.. til dæmis svona einu sinni í viku, eða tvisvar í mánuði? Þó ekki væri nema einu sinni í mánuði :)
Það er hins vegar löngu orðið tímabært að skella inn nýrri færslu, og hérna er hún:
---------------------------------
Það er svosem lítið að frétta á vinnuvængnum. Við erum að teikna smáhýsi eins og Tónlistar- og Ráðstefnuhúsið, Háskólann í Reykjavík og Gagnaver Verne í Keflavík, og ennþá hef ég bara nóg að gera. Hvað gerist þegar þessi verk klárast verður bara að koma í ljós. Vonandi verður eitthvað úr öllum þessum spítölum. Ég átti 1.árs vinnuafmæli í byrjun Septembermánaðar, og kom það mér bara virkilega á óvart. Er mín heitasta von í dag að 2 ára afmælið komi mér jafn mikið á óvart.
Á ástarvængnum eru málin að sjálfsögðu í sama forarpyttinum og venjulega.. nákvæmlega ekkert að gerast. Meðleigjendur mínir eru alltaf að reyna að draga mig út á lífið með sér en ég hef einhvernvegin ekki haft neina andlega orku í að fara út að skemmta mér á föstudagskvöldi, eftir þreytandi viku í stressi í vinnunni. Og stressið er búið að vera nánast non-stop í rúmt ár. Einnig er ég svo mikið að reyna að passa upp á líkamsklukkuna að ég er ekki fær um að djamma lengi.
Íbúðarmálin eru í ágætis farvegi hérna. Það er búið að myndast ágætlega þolanlegt og stabílt ójafnvægi milli vandamála heimilisins, þannig að ég get búið hérna án þess að verða alveg brjálaður. Það kom tími fyrir 1-2 mánuðum að ég var viss um að ég færi alveg að hengja mig, en það má öllu illu venjast og eins og fjárhagsstaðan er í dag þá er vissara að bíta bara á jaxlinn og reyna að þola vesenið. Maður þarf ekkert endilega að búa einn, þó það sé vissulega miklu skemmtilega. :)
Hvað vöknun/sofnun varðar þá er kominn frekar góð rútína á þetta. Ég er að sofna svona á bilinu 00:30 og 02:00 yfirleitt, og að vakna 8:30 til 10:00. Ég kemst ekki neðar og mun sennilega aldrei gera, en 8:30 er allavega MUN betra en 11:30! Óregla skemmir þetta auðvitað eitthvað, en þó er reglan orðin það góð að þó ég hafi vakað til rúmlega 5 á laugardagsmorgun, þá vaknaði ég samt 10... sem var bara frábært! Þetta þýðir að ég get farið að leyfa mér að til dæmis fara út á föstudagskvöldi og skemmta mér, og það mun ekki fara stórkostlega illa með klukkuna. Ég vaknaði reyndar leiðinlega seint núna í morgun, en það var nú bara útaf einhverju veseni með klukkuna.. hún hringdi held ég aldrei, eða þá að nýi staðurinn er of nálægt mér þannig að ég næ að slökkva á henni alveg í svefni. Kosturinn við þessa klukku mína er nefnilega að það er vesen að slökkva á henni alveg, og hún snooze'ar á 9 mínútna fresti í einhverja 3-4 tíma, þannig að maður fer alltaf á fætur á endanum.
Fyrir ykkur sem vitið ekki af klukkunni víðfrægu, þá er þetta ríflega 100dB sírena (svipað og þjófavarnir í bílum hafa) sem hristir rúmið. Alveg stórkostleg græja, sem á sinn þátt í viðsnúningnum á líkamsklukkunni í mér. Hægt er að sjá upplýsingar um klukkuna hérna: http://www.thinkgeek.com/homeoffice/lights/8f1a/
Það er nú aðeins meira líf í menningarmálunum hjá manni, og allavega eitthvað smávægilega fréttnæmt. Við Helgi ákváðum að við yrðum að hætta að vera sveitalúðar og fara að 'menninga okkur eitthvað upp', og var fyrsti liðurinn í því Menningarnóttin 22.ágúst.
Við eyddum deginum á rölti um miðborgina og sáum fullt af stórskemmtilegum uppákomum. Heimsóttum Össur í Utanríkisráðuneytinu, fengum íslenskan harðfisk og nammi í Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðuneytinu, hlustuðum á yndislega tóna í Hallgrímskirkju og svo á smátónleika í Dómkirkjunni. Dagurinn endaði svo að venju á rosa fínni flugeldasýningu á bryggjunni við hálfklárað Tónlistarhúsið. Allt í allt gengum við 12 kílómetra og 30 hæðir af stigum á þessum 9 klukkutímum á fótum, og vorum vægast sagt alveg búnir á því eftir þetta. Var þetta hins vegar alveg frábærasta skemmtun og er eiginlega alveg bókað að undirritaður tekur þátt næsta ár líka.
Núh, þar sem við vorum búnir að 'menninga okkur upp' og komnir í gírinn, þá var ákveðið að kaupa kort í Borgarleikhúsið. Þeir eru með tilboð á fjórum sýningum á aðeins 8.900, sem er í raun svipað verð og tvær og hálf sýning. Svo fær skólafólk kortið á 4.450, þannig að Helgi borgar í raun rétt rúmlega eina sýningu fyrir fjórar. Við keyptum miða á Söngvaseið, Harry og Heimir, Sannleikann og Gauragang. Svo þegar við mættum á Söngvaseið þá keyptum við okkur bara ANNAÐ kort, og erum því að fara líka á Dúfurnar, Fjölskylduna, Fló á Skinni og Dauðasyndirnar. Svo er hugsunin að reyna að ná kannski eins og einum Sinfóníutónleikum líka :)
Söngvaseiður var 25.september og var hreint alveg frábær sýning. Ég held ég hafi aldrei séð myndina alla og var því kannski einn af fáum í salnum sem vissi ekki nákvæmlega hvað myndi gerast á hverjum tímapunkti, en mér fannst þetta allvega alveg æði. Frábær tónlist og bara þrælfínn söngur í flestum tilvikum. Jóhannes Haukur er náttúrulega upptekinn með Hellisbúann sinn, þannig að hann er ekki með í þetta skiptið, þannig að Rúnar Þór þurfti að hraðlæra hlutverkið og reyna að ná hinum í færni. Það kom berlega í ljós að það hefur ekki tekist (voru smá hik hjá honum) en það spillti samt ekkert ánægjunni og hann stóð sig bara mjög vel miðað við að vera svona 'rookie'. Ég mæli allavega alveg hiklaust með þessari sýningu, jafnvel þó að engin séu börnin til að hafa með sér. Ég hef alltaf gaman af góðum söngleik :)
Svo í gær fórum við á Harry og Heimir og fengum að hlægja eins og geðsjúklingar. Auðvitað hefur maður heyrt þessi leikrit þeirra áður, en þeir hafa bætt inn allskonar vitleysu og nútíma þjóðfélagsbröndurum þannig að þetta er nú eiginlega svona meira eins og Spaugstofuútgáfan af Harry og Heimi. Mig langar alveg ógeðslega að skrifa inn nokkra helstu brandarana en það væri bara að skemma ánægjuna fyrir þeim ykkar sem ætlið líka að fara. Og ég segi það hér og nú, þið ættuð að fara! :D
Það er svosem ekki margt annað að frétta núna, en hver veit nema að næsti póstur verði ögn styttri og ögn styttra á milli :D
Það verður þó að viðurkennast að ekki er líf mitt nú það uppfullt af tilbreytingu að það teljist neitt sérstaklega fréttnæmt.
Daglegt blogg myndi sennilega vera eitthvað á þessa leið:
Í dag vaknaði ég og fór í vinnuna. Svo kom ég heim og borðaði kvöldmat og horfði á sjónvarpsþátt. Núna er ég í tölvunni og svo fer ég að sofa.
Stórkostlega skemmtilegt lesefni, ekki satt :D
Þó hugsa ég nú að það mætti alveg fara einhvern milliveg frá daglega og tvisvar á ári.. til dæmis svona einu sinni í viku, eða tvisvar í mánuði? Þó ekki væri nema einu sinni í mánuði :)
Það er hins vegar löngu orðið tímabært að skella inn nýrri færslu, og hérna er hún:
---------------------------------
Það er svosem lítið að frétta á vinnuvængnum. Við erum að teikna smáhýsi eins og Tónlistar- og Ráðstefnuhúsið, Háskólann í Reykjavík og Gagnaver Verne í Keflavík, og ennþá hef ég bara nóg að gera. Hvað gerist þegar þessi verk klárast verður bara að koma í ljós. Vonandi verður eitthvað úr öllum þessum spítölum. Ég átti 1.árs vinnuafmæli í byrjun Septembermánaðar, og kom það mér bara virkilega á óvart. Er mín heitasta von í dag að 2 ára afmælið komi mér jafn mikið á óvart.
Á ástarvængnum eru málin að sjálfsögðu í sama forarpyttinum og venjulega.. nákvæmlega ekkert að gerast. Meðleigjendur mínir eru alltaf að reyna að draga mig út á lífið með sér en ég hef einhvernvegin ekki haft neina andlega orku í að fara út að skemmta mér á föstudagskvöldi, eftir þreytandi viku í stressi í vinnunni. Og stressið er búið að vera nánast non-stop í rúmt ár. Einnig er ég svo mikið að reyna að passa upp á líkamsklukkuna að ég er ekki fær um að djamma lengi.
Íbúðarmálin eru í ágætis farvegi hérna. Það er búið að myndast ágætlega þolanlegt og stabílt ójafnvægi milli vandamála heimilisins, þannig að ég get búið hérna án þess að verða alveg brjálaður. Það kom tími fyrir 1-2 mánuðum að ég var viss um að ég færi alveg að hengja mig, en það má öllu illu venjast og eins og fjárhagsstaðan er í dag þá er vissara að bíta bara á jaxlinn og reyna að þola vesenið. Maður þarf ekkert endilega að búa einn, þó það sé vissulega miklu skemmtilega. :)
Hvað vöknun/sofnun varðar þá er kominn frekar góð rútína á þetta. Ég er að sofna svona á bilinu 00:30 og 02:00 yfirleitt, og að vakna 8:30 til 10:00. Ég kemst ekki neðar og mun sennilega aldrei gera, en 8:30 er allavega MUN betra en 11:30! Óregla skemmir þetta auðvitað eitthvað, en þó er reglan orðin það góð að þó ég hafi vakað til rúmlega 5 á laugardagsmorgun, þá vaknaði ég samt 10... sem var bara frábært! Þetta þýðir að ég get farið að leyfa mér að til dæmis fara út á föstudagskvöldi og skemmta mér, og það mun ekki fara stórkostlega illa með klukkuna. Ég vaknaði reyndar leiðinlega seint núna í morgun, en það var nú bara útaf einhverju veseni með klukkuna.. hún hringdi held ég aldrei, eða þá að nýi staðurinn er of nálægt mér þannig að ég næ að slökkva á henni alveg í svefni. Kosturinn við þessa klukku mína er nefnilega að það er vesen að slökkva á henni alveg, og hún snooze'ar á 9 mínútna fresti í einhverja 3-4 tíma, þannig að maður fer alltaf á fætur á endanum.
Fyrir ykkur sem vitið ekki af klukkunni víðfrægu, þá er þetta ríflega 100dB sírena (svipað og þjófavarnir í bílum hafa) sem hristir rúmið. Alveg stórkostleg græja, sem á sinn þátt í viðsnúningnum á líkamsklukkunni í mér. Hægt er að sjá upplýsingar um klukkuna hérna: http://www.thinkgeek.com/homeoffice/lights/8f1a/
Það er nú aðeins meira líf í menningarmálunum hjá manni, og allavega eitthvað smávægilega fréttnæmt. Við Helgi ákváðum að við yrðum að hætta að vera sveitalúðar og fara að 'menninga okkur eitthvað upp', og var fyrsti liðurinn í því Menningarnóttin 22.ágúst.
Við eyddum deginum á rölti um miðborgina og sáum fullt af stórskemmtilegum uppákomum. Heimsóttum Össur í Utanríkisráðuneytinu, fengum íslenskan harðfisk og nammi í Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðuneytinu, hlustuðum á yndislega tóna í Hallgrímskirkju og svo á smátónleika í Dómkirkjunni. Dagurinn endaði svo að venju á rosa fínni flugeldasýningu á bryggjunni við hálfklárað Tónlistarhúsið. Allt í allt gengum við 12 kílómetra og 30 hæðir af stigum á þessum 9 klukkutímum á fótum, og vorum vægast sagt alveg búnir á því eftir þetta. Var þetta hins vegar alveg frábærasta skemmtun og er eiginlega alveg bókað að undirritaður tekur þátt næsta ár líka.
Núh, þar sem við vorum búnir að 'menninga okkur upp' og komnir í gírinn, þá var ákveðið að kaupa kort í Borgarleikhúsið. Þeir eru með tilboð á fjórum sýningum á aðeins 8.900, sem er í raun svipað verð og tvær og hálf sýning. Svo fær skólafólk kortið á 4.450, þannig að Helgi borgar í raun rétt rúmlega eina sýningu fyrir fjórar. Við keyptum miða á Söngvaseið, Harry og Heimir, Sannleikann og Gauragang. Svo þegar við mættum á Söngvaseið þá keyptum við okkur bara ANNAÐ kort, og erum því að fara líka á Dúfurnar, Fjölskylduna, Fló á Skinni og Dauðasyndirnar. Svo er hugsunin að reyna að ná kannski eins og einum Sinfóníutónleikum líka :)
Söngvaseiður var 25.september og var hreint alveg frábær sýning. Ég held ég hafi aldrei séð myndina alla og var því kannski einn af fáum í salnum sem vissi ekki nákvæmlega hvað myndi gerast á hverjum tímapunkti, en mér fannst þetta allvega alveg æði. Frábær tónlist og bara þrælfínn söngur í flestum tilvikum. Jóhannes Haukur er náttúrulega upptekinn með Hellisbúann sinn, þannig að hann er ekki með í þetta skiptið, þannig að Rúnar Þór þurfti að hraðlæra hlutverkið og reyna að ná hinum í færni. Það kom berlega í ljós að það hefur ekki tekist (voru smá hik hjá honum) en það spillti samt ekkert ánægjunni og hann stóð sig bara mjög vel miðað við að vera svona 'rookie'. Ég mæli allavega alveg hiklaust með þessari sýningu, jafnvel þó að engin séu börnin til að hafa með sér. Ég hef alltaf gaman af góðum söngleik :)
Svo í gær fórum við á Harry og Heimir og fengum að hlægja eins og geðsjúklingar. Auðvitað hefur maður heyrt þessi leikrit þeirra áður, en þeir hafa bætt inn allskonar vitleysu og nútíma þjóðfélagsbröndurum þannig að þetta er nú eiginlega svona meira eins og Spaugstofuútgáfan af Harry og Heimi. Mig langar alveg ógeðslega að skrifa inn nokkra helstu brandarana en það væri bara að skemma ánægjuna fyrir þeim ykkar sem ætlið líka að fara. Og ég segi það hér og nú, þið ættuð að fara! :D
Það er svosem ekki margt annað að frétta núna, en hver veit nema að næsti póstur verði ögn styttri og ögn styttra á milli :D
Um bloggið
Um allt og ekkert
Bloggið fjallar svosem um allt og ekkert. Bara ég að henda fram skoðunum mínum og hugsunum, og vonandi mun einhver nenna að lesa þær :)
Bækur
sem ég er nýbúinn að lesa
-
: Harry Potter and The Goblet Of Fire
Þetta er nú sennilega í fimmtánda skipti eða eitthvað. Alltaf jafn gott ;)
sem ég er að lesa þessa dagana
-
: Belgarath The Sorcerer -
: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.