18.6.2009 | 03:31
Sagan af deginum góða
Á föstudaginn síðasta (12.júní) fór ég glaður heim úr vinnu og hlakkaði til að fá loksins helgarfrí í fyrsta skipti í margar vikur. Á morgun skyldi ég sko ekki gera NEITT og njóta þess all svakalega, en dagurinn varð ekki ALVEG eins og ég hafði hugsað mér :)
Ég vaknaði á laugardags'morgun' rétt rúmlega 11, endurnærður og glaður, og byrjaði á því að draga frá myrkrartjöldunum. Sé ég þá ekki að þetta er svona stórkostlega fallegur dagur með glampandi sól og bara almennt æðislegt veður. "Frábært" hugsa ég með mér, "ég fæ þá sumarfrí eftir allt saman".
Ég henti því sundfötum í tösku og renndi upp í Árbæjarlaug. Þar var náttúrulega hæfilega margt, en það voru lausir sólbekkir þannig að undirritaður lagðist bara í sólbað. Þeir sem hafa séð mig geta nú ekki ímyndað sér að ég sjái nokkurntíma sól, en ég lá þarna í mestu makindum í rétt rúma tvo tíma á meðan sólin reyndi að yfirgnæfa birtuna sem kemur af hvítu húðinni minni. Þvílíkt sem það var hrikalega gott að sólbaka alla vöðvana og hita úr þeim vinnuverkina.
Þegar ég var orðinn hæfilega bakaður skellti ég mér í sturtu og uppúr (ég nennti nú ekki að fara að synda.. það var of mikil vinna :), og ákvað að það væri alveg upplagt að renna niður í miðbæ og kíkja á Tattoo Reykjavík 'ráðstefnuna' eða hvað það er nú kallað. Blessunarlega hafði ég haft fyrir því daginn áður að finna hvar þessi Sódóma Reykjavík staður væri (Tryggvagata 22, fyrir ykkur sem reynið að hringja í Símaskránna.. þau vita það nefnilega ekki þar) þannig að ég keyrði beint niður í bæ bara. Þegar ég kom inn var nú ekkert alltof mikið af fólki þar, en allir tattooerarnir voru að stilla sér upp og undirbúa stórverkefni dagsins, og ég náði að spjalla við nokkra þeirra og skoða portfolio'in og safna nafnspjöldum. Ég sá nokkur tattoo í vinnslu, og fékk auðvitað ennþá meiri fíling að nú þyrfti að fara að græja nýtt tattoo.
Eftir að hafa flett í gegnum tugi bóka og séð fullt af tattooum sem mig langaði ekkert í (en eitt, sem Jón Páll var að gera sem mig LANGAR Í) rölti ég aðeins þarna niðri í miðbæ og hugsaði með mér að ég væri nú búinn að gera alveg ótrúlega mikið, svona miðað við að vera að gera nákvæmlega ekki neitt :) Ég hugsaði því með mér að það væri eina vitið að klára þennan frábæra dag með grillveislu. Ég stoppaði því í búð á leiðinni heim og fann mér gott kjöt og sósur og læti, og labbaði beint í gegnum íbúðina og út á pall, þar sem ég fíraði upp grillinu.
Þetta var frábært. Logn úti og sól og ég að grilla gott kjöt. Ég sótti bara stól og öll borðáhöld og kom mér bara fyrir úti á svölum til að borða þar í góða veðrinu, á meðan kjötið fullkomna varð bara betra og betra á grillinu. Ég nánast dansaði um pallinn. Lyktin var yndisleg og ég hef held ég bara sjaldan verið ánægðari með lífið en akkúrat á þessari stundu. Vá hvað þetta er frábær dagur! Ég vissi að kjötið væri tilbúið, þannig að ég snéri mér að grillinu til að ná í það.
....
Í allri gleði minni gleymdi ég að horfa niður fyrir mig og steig í gegnum eitt gatið í pallinum. Ég datt ofan á grillið, sem veltist við það ofan í annað gat í pallinum, og síðan yfir sjálft sig. Ég sé ekkert nema logandi fitu renna um og yfir gaskútinn, og gerði því það fyrsta sem mér datt í hug og reif grillið ofan af kútnum og kastaði því í burtu. Logarnir voru því núna bara á pallinum, en gaskúturinn hékk ennþá fastur í grillinu (Guði sé lof fyrir það.. hvað hefði gerst ef slangan hefði rifnað/slitnað þegar ég reif grillið burt) þannig að ég teygði mig inn á milli loga og sjóðandi heits grillsins og skrúfaði fyrir gasið og slönguna af því eins hratt og ég mögulega gat.
Hjartað keyrði varla undir 6000 slög á mínútu og mig var farið að svíða frekar mikið í hendinni á þeim tíma.
Þegar var búinn að henda gaskútnum inn í íbúð sá ég að rauðglóandi grill'kolin' lágu á víð og dreif í skraufþurrum mosanum og á dekkinu. Ég rauk því næst að garðslöngunni og greip endann inn í íbúð og tengdi við vaskann í flýti og byrjaði svo að smúla allt sem ég mögulega sá með kolum í kringum. Ég eyddi því næsta hálftímanum í að gegnbleyta allan pallinn, látandi vatnið renna yfir brunasárið á handleggnum og oní pallinn, á meðan ég týndi alla molana og grindurnar (og steikurnar) upp úr með grilltöngum og hönskum.
Þegar allir molarnir voru fundnir og ég var handviss um að enginn eldur gæti verið að fela sig fyrir mér, byrjaði ég að týna grillið saman. Í smá skömmtum (ég þurfti að vera 10-15 mínútur undir krananum fyrir hverjar 5 sem ég var þar ekki) raðaði ég grillinu saman, beygði til baka og lagaði allt sem hafði skemmst og bognað, pússlaði 'kolunum' á sinn stað, kom grillinu fyrir á ögn betri stað, strappaði það fast við grindverkið, tengdi kútinn og kveikti aftur undir.
Sjáðu til, mér datt ekki til hugar að láta þetta eyðileggja fyrir mér daginn!
Ég rölti niður í búð og keypti mér pylsur (það var full gróft að eyða aftur mörgum seðlum í kjöt) og fór svo bara upp og grillaði þær í friði og ró. Svo endaði ég fyrir framan sjónvarpið með hendina á kælipoka og borðaði bestu grilluðu pylsur sem ég hef nokkurntíma smakkað.
Eftir matinn og til að toppa þennan frábæra dag, þá dró meðleigjandi minn mig með sér á Terminator 4 í Lúxus, sem var ekkert nema gott. Dagurinn byrjaði æðislega og endaði frábærlega, og er ég bara þakklátur fyrir þennan frábæra dag, þrátt fyrir vesenið í miðjunni.
Boðskapurinn í sögunni er hins vegar mjög einfaldur:
Það er alveg sama hversu örugg við erum og vitum um holurnar í kringum okkur, þá er svo ótrúlega auðvelt að gleyma sér og detta oní. Förum því varlega og verum vakandi. Hver veit nema næsta hola verði aðeins dýpri og við komum aldrei uppúr henni aftur.
Eigið yndislega Lýðveldishátíðarofurferðahelgi, og grillið sem allra allra mest. Það er fátt betra en gott grillkjöt :)
Ég vaknaði á laugardags'morgun' rétt rúmlega 11, endurnærður og glaður, og byrjaði á því að draga frá myrkrartjöldunum. Sé ég þá ekki að þetta er svona stórkostlega fallegur dagur með glampandi sól og bara almennt æðislegt veður. "Frábært" hugsa ég með mér, "ég fæ þá sumarfrí eftir allt saman".
Ég henti því sundfötum í tösku og renndi upp í Árbæjarlaug. Þar var náttúrulega hæfilega margt, en það voru lausir sólbekkir þannig að undirritaður lagðist bara í sólbað. Þeir sem hafa séð mig geta nú ekki ímyndað sér að ég sjái nokkurntíma sól, en ég lá þarna í mestu makindum í rétt rúma tvo tíma á meðan sólin reyndi að yfirgnæfa birtuna sem kemur af hvítu húðinni minni. Þvílíkt sem það var hrikalega gott að sólbaka alla vöðvana og hita úr þeim vinnuverkina.
Þegar ég var orðinn hæfilega bakaður skellti ég mér í sturtu og uppúr (ég nennti nú ekki að fara að synda.. það var of mikil vinna :), og ákvað að það væri alveg upplagt að renna niður í miðbæ og kíkja á Tattoo Reykjavík 'ráðstefnuna' eða hvað það er nú kallað. Blessunarlega hafði ég haft fyrir því daginn áður að finna hvar þessi Sódóma Reykjavík staður væri (Tryggvagata 22, fyrir ykkur sem reynið að hringja í Símaskránna.. þau vita það nefnilega ekki þar) þannig að ég keyrði beint niður í bæ bara. Þegar ég kom inn var nú ekkert alltof mikið af fólki þar, en allir tattooerarnir voru að stilla sér upp og undirbúa stórverkefni dagsins, og ég náði að spjalla við nokkra þeirra og skoða portfolio'in og safna nafnspjöldum. Ég sá nokkur tattoo í vinnslu, og fékk auðvitað ennþá meiri fíling að nú þyrfti að fara að græja nýtt tattoo.
Eftir að hafa flett í gegnum tugi bóka og séð fullt af tattooum sem mig langaði ekkert í (en eitt, sem Jón Páll var að gera sem mig LANGAR Í) rölti ég aðeins þarna niðri í miðbæ og hugsaði með mér að ég væri nú búinn að gera alveg ótrúlega mikið, svona miðað við að vera að gera nákvæmlega ekki neitt :) Ég hugsaði því með mér að það væri eina vitið að klára þennan frábæra dag með grillveislu. Ég stoppaði því í búð á leiðinni heim og fann mér gott kjöt og sósur og læti, og labbaði beint í gegnum íbúðina og út á pall, þar sem ég fíraði upp grillinu.
Þetta var frábært. Logn úti og sól og ég að grilla gott kjöt. Ég sótti bara stól og öll borðáhöld og kom mér bara fyrir úti á svölum til að borða þar í góða veðrinu, á meðan kjötið fullkomna varð bara betra og betra á grillinu. Ég nánast dansaði um pallinn. Lyktin var yndisleg og ég hef held ég bara sjaldan verið ánægðari með lífið en akkúrat á þessari stundu. Vá hvað þetta er frábær dagur! Ég vissi að kjötið væri tilbúið, þannig að ég snéri mér að grillinu til að ná í það.
....
Í allri gleði minni gleymdi ég að horfa niður fyrir mig og steig í gegnum eitt gatið í pallinum. Ég datt ofan á grillið, sem veltist við það ofan í annað gat í pallinum, og síðan yfir sjálft sig. Ég sé ekkert nema logandi fitu renna um og yfir gaskútinn, og gerði því það fyrsta sem mér datt í hug og reif grillið ofan af kútnum og kastaði því í burtu. Logarnir voru því núna bara á pallinum, en gaskúturinn hékk ennþá fastur í grillinu (Guði sé lof fyrir það.. hvað hefði gerst ef slangan hefði rifnað/slitnað þegar ég reif grillið burt) þannig að ég teygði mig inn á milli loga og sjóðandi heits grillsins og skrúfaði fyrir gasið og slönguna af því eins hratt og ég mögulega gat.
Hjartað keyrði varla undir 6000 slög á mínútu og mig var farið að svíða frekar mikið í hendinni á þeim tíma.
Þegar var búinn að henda gaskútnum inn í íbúð sá ég að rauðglóandi grill'kolin' lágu á víð og dreif í skraufþurrum mosanum og á dekkinu. Ég rauk því næst að garðslöngunni og greip endann inn í íbúð og tengdi við vaskann í flýti og byrjaði svo að smúla allt sem ég mögulega sá með kolum í kringum. Ég eyddi því næsta hálftímanum í að gegnbleyta allan pallinn, látandi vatnið renna yfir brunasárið á handleggnum og oní pallinn, á meðan ég týndi alla molana og grindurnar (og steikurnar) upp úr með grilltöngum og hönskum.
Þegar allir molarnir voru fundnir og ég var handviss um að enginn eldur gæti verið að fela sig fyrir mér, byrjaði ég að týna grillið saman. Í smá skömmtum (ég þurfti að vera 10-15 mínútur undir krananum fyrir hverjar 5 sem ég var þar ekki) raðaði ég grillinu saman, beygði til baka og lagaði allt sem hafði skemmst og bognað, pússlaði 'kolunum' á sinn stað, kom grillinu fyrir á ögn betri stað, strappaði það fast við grindverkið, tengdi kútinn og kveikti aftur undir.
Sjáðu til, mér datt ekki til hugar að láta þetta eyðileggja fyrir mér daginn!
Ég rölti niður í búð og keypti mér pylsur (það var full gróft að eyða aftur mörgum seðlum í kjöt) og fór svo bara upp og grillaði þær í friði og ró. Svo endaði ég fyrir framan sjónvarpið með hendina á kælipoka og borðaði bestu grilluðu pylsur sem ég hef nokkurntíma smakkað.
Eftir matinn og til að toppa þennan frábæra dag, þá dró meðleigjandi minn mig með sér á Terminator 4 í Lúxus, sem var ekkert nema gott. Dagurinn byrjaði æðislega og endaði frábærlega, og er ég bara þakklátur fyrir þennan frábæra dag, þrátt fyrir vesenið í miðjunni.
Boðskapurinn í sögunni er hins vegar mjög einfaldur:
Það er alveg sama hversu örugg við erum og vitum um holurnar í kringum okkur, þá er svo ótrúlega auðvelt að gleyma sér og detta oní. Förum því varlega og verum vakandi. Hver veit nema næsta hola verði aðeins dýpri og við komum aldrei uppúr henni aftur.
Eigið yndislega Lýðveldishátíðarofurferðahelgi, og grillið sem allra allra mest. Það er fátt betra en gott grillkjöt :)
Um bloggið
Um allt og ekkert
Bloggið fjallar svosem um allt og ekkert. Bara ég að henda fram skoðunum mínum og hugsunum, og vonandi mun einhver nenna að lesa þær :)
Bækur
sem ég er nýbúinn að lesa
-
: Harry Potter and The Goblet Of Fire
Þetta er nú sennilega í fimmtánda skipti eða eitthvað. Alltaf jafn gott ;)
sem ég er að lesa þessa dagana
-
: Belgarath The Sorcerer -
: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.