Hvað eru stjórnmálamenn að gera?

Ég datt niður á ágætis punkt sem Ingi Karlsson kom með í pistli sínum í dag.

Í guðana bænum, það hljóta að vera til stjórnmálamenn sem geta látið verkin tala án þess að þurfa að liggja endalaust yfir smáatriðum og aukaatriðum. Við eigum raunverulega möguleika í stöðunni og það er fullkomið ábyrgðarleysi að mínum dómi að setja ekki á fulla ferð við að nýta þá til að koma okkur í öruggt var fjárhagslega með öllum ráðum.

(http://ingikarlsson.blog.is/blog/ingikarlsson/entry/840779/)

Það er alveg merkilegt, eins og Ingi nefnir, að stjórnmálamenn/konur sem eiga að heita valin af þjóðinni til að stýra þjóðinni í gegnum ólgusjó lífsins, sitja á rassgatinu eins og sofandi hænur á eggjum og það heyrist ekki eitt einasta orð af viti frá þessu fólki.

"Von þjóðarinnar", nöldurseggurinn Steini J., sem er búinn að eyða áratug í að gagnrýna sofandi Sjálfstæðismenn, hrýtur nú úti í horni og sannar að hann er sami helvítis aumingin og allir hinir sem hann svo elskar að gagnrýna.

Hversu flókið er virkilega að bara GERA eitthvað? Af hverju þarf alltaf að eyða 25 árum í eitthvað innantómt blaður áður en einhver rennur fram af borðbrúninni sem hann svaf á, vaknar og GERIR eitthvað?

Hvernig á ég að geta kosið þessi flón? EITTHVAÐ AF ÞESSUM FLÓNUM? Öll eiga þau það sameiginlegt að hugsa um sjálf sig umfram alla aðra, og vera nákvæmlega andskotans sama um það hvort Jón og Gunna eru að fara á hausinn.

Ef einhver stjórnmálamaður/kona getur virkilega logið því að mér að hann/hún muni breyta háttum og gera gagn, skal ég glaður kjósa hann/hana.... en ennþá sé ég ekki betur en ég verði að skila auðu... þetta eru allt aumingjar og lygarar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyrði góða hugmynd um að það væri hægt að kjósa "auðan flokk" og koma "þingmönnum" inn. Sem myndi þýða að það yrðu auð sæti á þinginu.  Fyrir nokkrum vikum var 40% þjóðarinnar ekki viss um að kjósa einn flokk. Pældu í því ef að það væru c.a. 20 auð þingsæti. Sem reyndar eru alltaf. Sumir hafa sjaldan fyrir því að mæta í sætið sitt.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 21:33

2 Smámynd: Árni Viðar Björgvinsson

Já það er ekki alslæm hugmynd!

Annars líst mér mjög vel á http://www.xp.is liðið. Þetta er það sem ég er búinn að vera að spá í í mörg ár.. af hverju er ekki löngu búið að færa fólkinu eitthvað af valdinu? Meirihluti þjóðarinnar á að fá að ráða hlutum.. ekki bara þessar örfáu hræður sem komust inn á þing í gegnum klíku eða af gömlum vana. Ég hugsa að XP gæti bara orðið helvíti líklegt á mínum kjörseðli þetta árið.

Árni Viðar Björgvinsson, 3.4.2009 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Um allt og ekkert

Bloggið fjallar svosem um allt og ekkert. Bara ég að henda fram skoðunum mínum og hugsunum, og vonandi mun einhver nenna að lesa þær :)

Bloggari

Árni Viðar Björgvinsson
Árni Viðar Björgvinsson
er áhugamaður um gott líf og jákvæða framtíð, þrátt fyrir allar líkur á því að hvorugt takist :)

Bloggvinir

Bækur

sem ég er nýbúinn að lesa

  • Bók: Harry Potter and The Goblet Of Fire
    J.K. Rowling: Harry Potter and The Goblet Of Fire
    Þetta er nú sennilega í fimmtánda skipti eða eitthvað. Alltaf jafn gott ;)
    *****

sem ég er að lesa þessa dagana

  • Bók: Belgarath The Sorcerer
    David & Leigh Eddings: Belgarath The Sorcerer
  • Bók: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
    J.K. Rowling: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
    *****

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband