29.3.2009 | 09:42
Og við tókum ekki þátt!
Ég er búinn að vera að reyna að ná eyrum þeirra sem gætu mögulega gert eitthvað meira en ég einn (þá aðallega fjölmiðlarnir) og benda þeim á Earth Hour, og hversu ótrúlega jákvætt það væri að taka þátt í þessari aðgerð, en ég hef mætt algjörlega lokuðum augum og eyrum. Mér þykir þetta miður.
Ég heyrði um þessa Earth Hour hugmynd á Facebook fyrir tæpum 2 mánuðum síðan, og er ég mjög hrifinn af því öllu sem vekur fólk aðeins til umhugsunar um áhrif okkar dags-daglega lífs á hækkandi hita og gróðurhúsaáhrif.
Mér líkaði hins vegar mun minna að sjá á heimskortinu yfir þáttökuborgir, að enginn punktur er á Íslandi. Við tökum ekki þátt! Hvernig má það vera að hið sígræna Ísland sem alltaf þykist vera bezt í heimi með hreinasta landið og hreinustu orkuna og hreinasta vatnið og yndislegasta fólkið og allt það, taki ekki þátt í svona viðburði?
Stjórnendur fyrirtækja, stjórnarmenn bæjarfélaga og hinn almenni Íslendingur geta tekið höndum saman og slökkt á öllum ljósum, sjónvörpum og tölvum og öðru slíku í klukkustund. Það hafa allir gott af því að slappa aðeins af í klukkutíma með tekerti og spil.
Kringlan, Smáralind, Mjóddin og aðrir slíkir staðir gætu slökkt á öllum sínum útilýsingum og auglýsingaskiltum. Akureyri, Hafnarfjörður, Keflavík, Reykjavík og önnur bæjarfélög gætu slökkt á allri götulýsingu innanbæjar. (Það myndi ekki skapa neina hættu í umferðinni... við höfum bílljós). Og svo gæti Orkuveitan og Rafveitur landsins mælt hvað orkunotkunin hefði lækkað mikið og þá væri vitanlega hægt að slá fram einhverri skemmtilegri tölu um hvað Ísland sparaði margar milljónir í rafmagnskostnað á þessum eina klukkutíma og velta fyrir sér hvað væri hægt að gera fyrir allar þessar milljónir. Það passar meira að segja að fréttirnar eru búnar þarna rétt fyrir hálf, þannig að fólk missir ekki af þeim. Frábært ef sjónvarpsstöðvarnar myndu slökkva á sér á þessum tíma líka, en ég er nú ekki svo galinn að halda að slíkt væri fýsilegt :D
Voða fínt publicity, hægt að tengja kreppuna inn í fréttina (alltaf jákvætt að spara milljónir), skapar samstöðu og eykur vitund fólks á umhverfisáhrifum. Ljósmyndarar myndu hendast upp í sveit eða burt frá bænum og reyna að taka skemmtilegar myrkramyndir af áður uppljómuðu landslagi. Algjörlega Win/Win fyrir alla nema Orkuveituna... en skítt með þá :)
Er ekki að koma tími til að tala og hugsa um eitthvað annan en þessa helvítis kreppu?
Ljós slökkt í borgum víða um heim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Umhverfismál | Aukaflokkur: Dægurmál | Facebook
Um bloggið
Um allt og ekkert
Bækur
sem ég er nýbúinn að lesa
-
: Harry Potter and The Goblet Of Fire
Þetta er nú sennilega í fimmtánda skipti eða eitthvað. Alltaf jafn gott ;)
sem ég er að lesa þessa dagana
-
: Belgarath The Sorcerer -
: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tilgangurinn með þessu að vekja athygli á umhverfismálum. Í þessum löndum eru víðsvegar notaðar mjög óumhverfisvænar aðferðir til framleiðslu rafmagns m.a. eru kol og olía mikið brennd.
Þar sem við íslendingar notum hvað hreinustu orkuna í heimunum, vatnsaflsvirkjanir og jarðvarma, sé ég ekki ástæðu fyrir okkur að taka þátt.
Axel (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 15:32
Sérðu ekki ástæðu til þess að taka þátt?
Á þessum eina klukkutíma gætu sparast mörg hundruð þúsund tonn af olíu og kolum, ef þjóðir heimsins tækju sig saman. Og í framhaldi af því væri hægt að gera þetta einu sinni í mánuði, og svo einu sinni í viku, og svo einu sinni á dag....
Það að slökkva ljósin, er að taka þátt í því að bæta plánetuna. Ef ég geri það einn, breytir það ekki miklu, en ef 6 milljarðar manna gera það, þá gerist eitthvað merkilegt!
Árni Viðar Björgvinsson, 29.3.2009 kl. 18:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.