28.3.2009 | 17:21
Framtíðin er björt
Ég er búinn að vera að fylgjast mjög náið með Tesla fyrirtækinu síðan ég sá þá fyrst á einhverri tæknisýningu fyrir 4-5 árum síðan. Þá var verið að kynna hið stórfurðulega tækniafrek sem þeir lofuðu að færi fljótt á markað.
Þetta undur var síðan nefnt Tesla Roadster, og er gullfallegur sportbill sem gengur fyrir 100% rafmagni og kemst tæpa 400 kílómetra á einni hleðslu, að því gefnu að maður keyri eins og mamma mín.
Tesla Model S stefnir á 300 mílurnar (480 kílómetra) í hefðbundnum akstri, sem hlýtur að teljast stórkostlegt afrek fyrir rétt tæplega 2 tonn af stórum sjö manna fjölskyldubíl, knúnum áfram af rafmagni. 480 kílómetra drægni þýðir að ég kemst á 200 kílómetra hraða í Blönduós, hleð bílinn á meðan ég dvel í fangelsinu þar, og keyri svo restina af leiðinni norður á 98 ;)
Þó að söluverðið á bílnum séu aðeins litlar 6 milljónir, þá verður þó sennilega langt þangað til ég get eignast svona bíl sjálfur.. en kannski getur maður réttlætt það fyrir sér að samtals er maður að eyða sömu upphæð og maður væri að eyða í bensínbíl + bensín.. hver veit, kannski kaupi ég mér bara Model S og hef gaman af :)
Rafmagnsbílar sækja á þrátt fyrir kreppu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bílar og akstur | Aukaflokkar: Samgöngur, Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Um allt og ekkert
Bækur
sem ég er nýbúinn að lesa
-
: Harry Potter and The Goblet Of Fire
Þetta er nú sennilega í fimmtánda skipti eða eitthvað. Alltaf jafn gott ;)
sem ég er að lesa þessa dagana
-
: Belgarath The Sorcerer -
: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég fæ ekki betur séð af heimasíðunni hjá þeim að þeir ætli að bjóða uppá að það taki bara 5 mínútur að skipta um rafhlöður (eða hluta þeirra) sem hægt er að taka full hlaðnar með sér, enda er farangursrými bæði í skottinu og húddinu. Sem sagt nokkuð pláss. Já þá á ég við S týpuna sem á skríða á göturnar 2011.
Verða skjót rafhlöðuskipti ekki bara forsenda þess að við rafvæðum bílaflotann, þá gæti verið svona skipti prógram á bensínstöðvum eins og með gasgútana í dag.
Sveinn Ríkarður Jóelsson, 30.3.2009 kl. 17:37
Já það væri bara ágætis lausn svona fyrir langferðir. Bensínstöðvarnar yrðu reyndar að hafa frekar mikið af rafhlöðum í boði, þannig að það er spurning með plássið og kostnaðinn fyrir stöðvarnar. Ég hugsa að það sé einmitt best fyrir bensínstöðvarnar að taka svona þátt í breytingunum.. þá fá þeir allavega einhverja innkomu á móti minnkandi eldsneytissölu.
Reyndar held ég að eina vitið væri bara að keyra eins og maður, og stoppa svo í mat í Staðarskála og henda bílnum í hleðslu á meðan. Það hlýtur að vera hægt að komast ótrúlega langt á "tankinum" ef maður skellir inn á hann í hálftíma og hálftíma á hverju stoppi.
Árni Viðar Björgvinsson, 30.3.2009 kl. 18:09
Já fín hugmynd með stoppið. Þessar rafhlöður haldast þó ekki góðar í mörg ár (sbr. gsm rafhlöður/laptop) þannig ég væri persónulega til í að leigja þær af fyrirtæki sem byði uppá hleðslu/skipti prógram þannig að maður væri yfirleitt að nota nýlegar rafhlöður.
Sveinn Ríkarður Jóelsson, 31.3.2009 kl. 08:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.