Enn fluttur og annað að frétta

Vá, það er langt síðan ég bloggaði síðast.. of langt. Ég veit ekki alveg hver öll ástæðan fyrir því er, en stór partur af henni var allavega að mér er ekki búið að líða of vel andlega undanfarið. Sem er nú kannski alveg eðlilegt fyrir peningasinnað nautið, í miðri fjármálakreppu. Þó var það ekki að bæta ástandið að herbergið mitt var farið að þrengja óþægilega að mér. Ég er bara ekki fær um að búa í svona þröngu plássi með allt mitt hafurtask. 5.6fm er bara ekki hægt :)
Ég fékk allavega nóg af dvölinni í kytrunni og fann mér mun stærra herbergi til að leigja, 13,4fm til að vera nákvæmur, og það er bara hreinlega allt annað líf.

Óhætt er að segja að hér líður mér talsvert mun betur, þar sem ég næ ekki veggja á milli, en mest kom mér þó á óvart að með mér í þessari kommúnu hér býr alveg fínasta fólk sem glæðir lífið enn meiri gleði en ella. Meðleigjendur mínir eru þrjár mjög ólíkar manneskjur, og enn ólíkari mér sjálfum, en einhvernvegin erum við öll að fúnkera alveg feikivel saman. Um hverja helgi er setið (eða staðið) og spjallað og notið bjórs og samskipta, og uppi eru plön um að halda matarveislu við tækifæri.. jafnvel grillveislu ef veður gleður og skapið leggst í þá áttina.
Sökum þess hvað ég bý nálægt vinnunni er ég síðan farinn að ganga í vinnuna flest alla morgna, sem er náttúrulega frábært!

Þó er nú ekki að öllu leyti gott að búa hérna. Til dæmis er herbegið staðsett á Grensásvegi, sem þýðir stanslaus umferð fyrir utan gluggann sem getur stundum orðið pirrandi. Einnig hef ég engan póstkassa eða möguleika á slíku (nema ég fari og kaupi mér bara kassa.. sem kostar marga peninga) þannig að ég á ekki möguleika á því að fá póst. Verst er þó að sambýlingar mínir reykja öll þrjú, og það inni í íbúðinni, þannig að ég og allt mitt lyktum eins og öskubakki. Spurning hversu lengi ég mun höndla lyktina áður en ég gefst upp.

Núh, af öðrum fréttum er það einna helst að ég er enn með vinnu.. sem telst nú til stórtíðinda í mínum bransa.  Rúmlega 10% starfsmanna (kringum 50 manns) var sagt upp, en í bili eru ekki fleiri uppsagnir áætlaðar. Er ég að vona að ef einhver frekari niðurskurður verði, muni ég þá í mesta lagi missa hluta af vinnuprósentunni. Skal ég frekar þiggja 70% starfshlutfall, en 0% starfshlutfall :)

Einnig gleður mig að segja frá því að ég er loksins farinn að sofa og vakna á svona næstum því eðlilegum tíma. Svefnrannsóknin og ljósmeðferðin er að gera hellings gagn, og er ég búinn að ná vöknun niður að ~8, og mæting í vinnu því svona yfirleitt um 9:30. Á ég ekki von á því að geta náð þessu mikið lengra niður, en þriggja tíma tilfærsla er náttúrulega alveg yndislega jákvæð engu að síður.

Mér er því heilt yfir farið að líða aðeins betur, og vona ég að ég komi til með að uppfæra bloggið oftar í framhaldinu. Maður er loksins farinn að hafa skoðanir á stjórnmálum og fæ reglulega hugmyndir sem ég tel vera til bóta fyrir samfélagið í heild sinni, en ef ég skrifa þær ekki niður eru þær gleymdar 30 sekúndum seinna. Verð ég því að reyna að venja mig á að skella þeim bara fram strax og ég fæ þar, þó að það kosti það að þær verði minna útpældar. Í það minnsta er planið að ég reyni að koma reynslu minni af svefnrannsóknunum á framfæri, þannig að aðrir sjúklingar hinna ýmsu svefnraskana og skammdegisþunglyndis á Íslandi geti hagnast á henni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Um allt og ekkert

Bloggið fjallar svosem um allt og ekkert. Bara ég að henda fram skoðunum mínum og hugsunum, og vonandi mun einhver nenna að lesa þær :)

Bloggari

Árni Viðar Björgvinsson
Árni Viðar Björgvinsson
er áhugamaður um gott líf og jákvæða framtíð, þrátt fyrir allar líkur á því að hvorugt takist :)

Bloggvinir

Bækur

sem ég er nýbúinn að lesa

  • Bók: Harry Potter and The Goblet Of Fire
    J.K. Rowling: Harry Potter and The Goblet Of Fire
    Þetta er nú sennilega í fimmtánda skipti eða eitthvað. Alltaf jafn gott ;)
    *****

sem ég er að lesa þessa dagana

  • Bók: Belgarath The Sorcerer
    David & Leigh Eddings: Belgarath The Sorcerer
  • Bók: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
    J.K. Rowling: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
    *****

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband