Stórtíðindi í stjórnmálum landsins

Mig langar að byrja á að óska Geir H. Haarde alls hins besta, og vona ég innilega að hann nái sér að fullu af þessu meini. Mér verður auðvitað sérstaklega illt við þegar ég heyri af fólki með æxli, hvort sem það er illkynja eða ekki, þar sem ég veit nákvæmlega hvernig þetta eyðileggur fólk og dregur það oft til dauða langt um aldur fram.

Gangi þér vel Geir.

Nú, útúr þessu öllu kemur svo sú niðurstaða að kosið verður 9 Maí. Auðvitað er ekkert búið að ákveða það 100%, en það vilja allir kjósa og Bláa Höndin hefur veifað þessari dagsetningu, þannig að hún mun eflaust standa.

Þó er mér mein illa við það að það sé kosið svona snemma, því það er hrikalega hætt við því að fólk kjósi Vinstri Græna og Steingrím J. Sigfússon BARA vegna þess að þeir hafa alltaf verið á móti og fólk er almennt á móti núverandi stjórnarháttum.

Steingrímur J. hefur aldrei getað komið með lausnir, eingöngu verið fær um að röfla og vera á móti, og ég er hræddur um að hann og hans flokkur séu litlu betri en Sjálfstæðismenn í stjórn. Vona ég því innilega að fólk hafi vit á því að kjósa málefni og innantóm kosningaloforð, en láti eiga sig að kjósa 'bara af því bara'.

Ég vil taka það fram að ég ef oft sammála Steingrím þegar hann er að væla á þingi og kvarta yfir hlutum. Sumt sem hann segir á bara alveg rétt á sér og ég er alls ekki að gagnrýna hann vegna þess að ég er hlynntur einhverjum öðrum flokki. En öllu ofstæki er ég á móti, og Vinstri Grænir eru eins róttækir og hægt er að vera. Eflaust væri hægt að segja að ég sé einhverskonar miðjumaður.

Hvað sem því líður, þá verður kosið í Maí... og mun ég taka þátt í þeim kosningum eins og mér ber skylda sem hugsandi Íslendingi. Ég vona bara innilega að við sjáum ekki í framtíðinni að þessar kosningar hafi verið mistök.


mbl.is Geir: Kosið í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Árni - þú skrifar m.a. Steingrímur J. hefur aldrei getað komið með lausnir, eingöngu verið fær um að röfla og vera á móti, og ég er hræddur um að hann og hans flokkur séu litlu betri en Sjálfstæðismenn í stjórn. Vona ég því innilega að fólk hafi vit á því að kjósa málefni og innantóm kosningaloforð, en láti eiga sig að kjósa 'bara af því bara'.

Varla viltu að fólk kjósi innantóm kosningaloforð - eða hvað?

Steingrímur - það er rangt að hann hafi aldrei komið með lausnir - það gerði hann hér á árum áður - en síðan er liðinn langur tími ------ gæti þó lagast ef hann kemst í stjórn með Sjálfstæðisflokknum sem er jú kjölfestan í ísl. stjórnmálum og verður áfram.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 13:14

2 Smámynd: Árni Viðar Björgvinsson

Sæll Ólafur.

Ég vil meina það að allir stjórnmálamenn séu aumingjar og ræflar, lygarar og glæpamenn, og það sé nákvæmlega akkúrat ekki neitt að marka eitt einasta orð sem þeir æla út úr sér í kosningaslagnum. Flest öll kosningaloforð eru svikin NEMA þau sem eiga við þá efnuðu, en fólk gleymir því jafn harðan og kýs sömu loforðin aftur næst. Þannig að já, fólk er alltaf að kjósa innantóm kosningaloforð, í þeirri von og trú að það sé eitthvað að marka þau og vonandi komi eitthvað af viti út úr því.

Ég vil bara að fólk allavega stoppi og hugsi, vegi og meti, og kjósi eftir þeirri sannfæringu að verið sé að kjósa skásta kostinn í stöðunni. EKKI bara kjósa Vinstri Græna vegna þess að þeir hafa alltaf verið á móti stjórninni og núna sér kominn tími til að hefna! "Haha, helvítis Sjálfstæðismennirnir skulu sko ekki fá mitt atkvæði. Ég kýs VG til að sýna þeim hversu mikið mér er illa við þá!"  Þetta er sorglegt hugarfar, en alveg hræðilega algengt samt.

Hvað Steingrím varðar og hans lausnir, þá hefur það verið einhverntíman fyrir mína tíð. Ég er nú ekki nema tæplega þrítugur, og síðustu 10 ár sem ég hef haft einhverja smávægilega hugmynd um hvað stjórnmál eru, þá hefur Steingrímur ekki gert neitt nema að vera á móti.. án þess að koma með eina einustu lausn á vandanum sjálfur. Hans vinna er að vera á móti og koma með skárri lausnir. Hann afrekar mjög vel að vera á móti, en gleymir alveg hinum helmingnum af starfinu sínu.

Árni Viðar Björgvinsson, 24.1.2009 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Um allt og ekkert

Bloggið fjallar svosem um allt og ekkert. Bara ég að henda fram skoðunum mínum og hugsunum, og vonandi mun einhver nenna að lesa þær :)

Bloggari

Árni Viðar Björgvinsson
Árni Viðar Björgvinsson
er áhugamaður um gott líf og jákvæða framtíð, þrátt fyrir allar líkur á því að hvorugt takist :)

Bloggvinir

Bækur

sem ég er nýbúinn að lesa

  • Bók: Harry Potter and The Goblet Of Fire
    J.K. Rowling: Harry Potter and The Goblet Of Fire
    Þetta er nú sennilega í fimmtánda skipti eða eitthvað. Alltaf jafn gott ;)
    *****

sem ég er að lesa þessa dagana

  • Bók: Belgarath The Sorcerer
    David & Leigh Eddings: Belgarath The Sorcerer
  • Bók: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
    J.K. Rowling: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
    *****

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband