Súkkulaði og rafgeymasýra.

Í pistli sínum Af súkkulaðikúlu og „íslensku leiðinni“ í alþjóðasamskiptum á Vefritið.is kemur Anna Tryggvadóttir með marga góða punkta varðandi hið Íslenska samfélag og þá þrálátu stefnu stjórnvalda Íslands að ganga um með hlífar fyrir augunum og sjá ekkert nema rósrautt ský þar sem aðrir sjá rigningu og rok.

Meðal annars segir hún svo skemmtilega:

Bretar sögðu: Reglurnar eru skýrar.

Íslendingar sögðu: Reglurnar eiga ekki við núna, því það veldur okkur of miklum óþægindum. (Tilskipunin á ekki við þegar heilt bankakerfi fer á hliðina.)

Það þarf engan lagasnilling til að sjá að rök Íslendinga eru í besta falli veik, í versta falli alveg fáránleg. Ef innstæðutryggingarnar eiga ekki við núna, hvenær þá? Kannski í öll hin skiptin sem bankar fara á hausinn?

En þó er í þessari fínu grein ein lína sem ég bara get ekki verið sammála:

"Hvers vegna ættum við að borga Icesave, spyrja margir. Svarið er óskaplega einfalt. Vegna þess að við vorum búin að skuldbinda okkur til þess."

Við skulum hafa það alveg á hreinu að VIÐ skuldbundum okkur ekki, og ÉG skuldbatt mig svo sannarlega ekki, til þess að greiða niður skuldir auðjöfra Íslands.

Ríkisstjórnin sem leyfði þessu bulli að viðgangast, og peningaflónin sem fóru fyrir borð í þessu máli eru öll sek og þarf helst að koma lögum yfir þetta fólk, en af hverju á ÉG að fara á hausinn vegna þess? Ég er svo vitlaus að ég vissi ekki einusinni að Íslenskir bankar störfuðu utan landssteinanna, hvað þá að þeir væru búnir að skuldsetja þjóðina um 400 metra upp fyrir haus!

Fyrir mann sem er búinn að berjast í 10 ár við að koma haldi á fjármálin hjá sér og er LOKSINS að takast það bara til þess að lenda í þessu helvítis rugli... þetta sýgur úr manni allt líf. Það er ekki til vottur af bjartsýn, gleði, hamingju eða ánægju með eitt eða neitt. Yfir mér situr sá draugur að þurfa að eyða næstu 5-10 árum ævi minnar í að greiða upp skuldir sem eru að margfaldast á meðan ég sit hérna, á meðan fólk í minni atvinnugrein er að missa vinnuna í stórum hópum. Ég er blessunarlega ekki enn búinn að missa vinnuna aftur, og ef Guð lofar þá mun það ekki gerast, en það breytir því ekki að það getur vel gerst og ég yrði ekkert hissa ef það gerðist. Ofan á núverandi vesen er síðan líklegt að ríkisstjórnin þurfi að hækka skattana á borgarana til þess að greiða upp öll þessu lán sem þeir eru að taka þessa dagana, sem þýðir að enn minna verður eftir af laununum mínum og ég fer endanlega á hausinn.. og allar mínar skuldir lenda á foreldrum mínum sem af einskærri góðmennsku skrifuðu að sjálfsögðu uppá alla mína pappíra.

Frábær tilhugsun að vita það að ég þurfi að flytja heim til mömmu (ef maður getur ekki borgað leigu, þá er Hótel Mamma eini kosturinn), gjaldþrota og öreygi, og búa undir því að hafa skellt nokkrum milljónum af skuldum á hana í þokkabót. ÆÐI.

Þannig að nei Anna.. ÉG skuldbatt MIG til þess að greiða niður MÍNAR skuldir, og Íslenska þjóðin í heild sinni skuldbatt sig ekki til þess að greiða niður skuldir ríkustu manna Íslands! Þessir helvítis aumingjar geta séð um sínar skuldir sjálfir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Um allt og ekkert

Bloggið fjallar svosem um allt og ekkert. Bara ég að henda fram skoðunum mínum og hugsunum, og vonandi mun einhver nenna að lesa þær :)

Bloggari

Árni Viðar Björgvinsson
Árni Viðar Björgvinsson
er áhugamaður um gott líf og jákvæða framtíð, þrátt fyrir allar líkur á því að hvorugt takist :)

Bloggvinir

Bækur

sem ég er nýbúinn að lesa

  • Bók: Harry Potter and The Goblet Of Fire
    J.K. Rowling: Harry Potter and The Goblet Of Fire
    Þetta er nú sennilega í fimmtánda skipti eða eitthvað. Alltaf jafn gott ;)
    *****

sem ég er að lesa þessa dagana

  • Bók: Belgarath The Sorcerer
    David & Leigh Eddings: Belgarath The Sorcerer
  • Bók: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
    J.K. Rowling: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
    *****

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband