Hvað skal blogga?

Upphaflega byrjaði ég að blogga hér á MBL vegna þess að stundum ofbýður mér fréttamennska þeirra Morgunblaðmanna svo hrikalega að ég bara verð að tjá mig um það. Svo þegar Ísland byrjaði að fara til helvítis þá bættist við áhugi minn á betra Íslandi og hneykslun á því hvernig stjórnvöld og yfirmenn fyrirtækja og landsins hafa farið með okkur, þannig að ég hef verið að blogga eitthvað um það líka.

Ég hef hins vegar undanfarið verið að íhuga svona hvaða stefnu ég hafi áhuga á að láta bloggið fylgja. Ekki vil ég nota það eingöngu til þess að gagnrýna MBL menn, og eftir að ég byrjaði á þessu bloggi þá uppgötvaði ég að ég hef bara talsvert gaman af því að blogga og fá 'feedback' frá lesendum. Ég veit fátt betra en skemmtilegar og málefnalegar umræður um hina ýmsustu hluti, og bloggkerfin eru að hjálpa mér að svala þorsta mínum á slíku :)

Auk Fréttaumfjöllunar og bloggs um mína persónulegu hagi, hef ég því ákveðið að bæta við nokkrum flokkum tengdum mínum áhugamálum, sem ég kem til með að blogga um þegar mér dettur það í hug. Ef ég sé eitthvað skemmtilegt rafmagnstæki sem mig langar í gæti ég deilt því með ykkur. Ef ég les skemmtilega vísindagrein um áhugavert viðfangsefni, mun ég þýða hana á Íslensku ef ég nenni eða í það minnsta skella henni inn á Ensku. Ef ég les góða bók, horfi á góða mynd, eða fer á sérstaklega skemmtilegan veitingastað, mun ég kannski skrifa um það. Auk þess mun ég eflaust skrifa talsvert um svefntruflanir og svefnvandamál, en slíkt er búið að hrjá mig í 15 ár og er ég að vinna í því að skilja meira um orsakir og lausnir þeirra.  Bloggið mun því vonandi færast aðeins frá því að vera bara pirringur út í MBL og stjórnmálamenn, og fólk ætti að geta fundið smá gleði inn á milli fýlukastanna Grin

Núh, það er um að gera að drífa bara í þessu, og mun fyrsti pósturinn tengdur mínum áhugamálum semsagt verða bókaumfjöllun um bókina sem ég kláraði á meðan ég setti vetrardekkin undir bílinn í gær Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Um allt og ekkert

Bloggið fjallar svosem um allt og ekkert. Bara ég að henda fram skoðunum mínum og hugsunum, og vonandi mun einhver nenna að lesa þær :)

Bloggari

Árni Viðar Björgvinsson
Árni Viðar Björgvinsson
er áhugamaður um gott líf og jákvæða framtíð, þrátt fyrir allar líkur á því að hvorugt takist :)

Bloggvinir

Bækur

sem ég er nýbúinn að lesa

  • Bók: Harry Potter and The Goblet Of Fire
    J.K. Rowling: Harry Potter and The Goblet Of Fire
    Þetta er nú sennilega í fimmtánda skipti eða eitthvað. Alltaf jafn gott ;)
    *****

sem ég er að lesa þessa dagana

  • Bók: Belgarath The Sorcerer
    David & Leigh Eddings: Belgarath The Sorcerer
  • Bók: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
    J.K. Rowling: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
    *****

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband