Laugardagur og Special K í hádegismat

Hér sit ég, tiltölulega nývaknaður af værum blundi og var að enda við að éta fulla skál af Special K með vondri rísmjólk.....

Já.. vond rísmjólk (Lima) vegna þess að Nóatún selur ekki góða rísmjólk (Það gerir Nettó hins vegar.. Isola Bio er mun betri) og rísmjólk yfir höfuð vegna þess að ég er búinn að ná mér í mjólkuróþol í gegnum þessi 20 ár af botnlausri mjólkurdrykkju og súkkulaðiáti. En rísmjólkin er ekki aðal máli, heldur Special K.

Ég hef verið spurður oftar en einu sinni hvort ég sé í megrun, og í framhaldi af því hvort ég haldi virkilega að Special K geri eitthvað gagn þar sem það er gjörsamlega kjaftfullt af próteinum og kolefnum. Semsagt, fullt af sykri.

Ég byrja alltaf á að segja fólki að nei, ég er ekki í megrun. Þó að ég hefði vissulega gott af því að fara í megrun, þá er megrun ekki eitthvað sem mér finnst eiga við mig. Fyrir það fyrsta borða ég hvorki ávexti né grænmeti, og í öðru lagi finnst mér alveg hrikalega gott að borða góðan mat Smile
Nei, ástæðan fyrir því að ég borða Special K er frekar einföld: þetta er ódýr og einfaldur matur sem bragðast ekkert sérstaklega illa.. nema auðvitað að vondri rísmjólk sé bætt útá. GetLost

Special K auglýsir sig hins vegar sem 'megrunarfæði', þó ég sé ekki að borða það sem slíkt. Þetta fer mjög í taugarnar á sumu fólki sem þylur yfir mig enn og aftur að í 100 grömmum af Special K eru 75 grömm kolefni. 75% kolefni! Og 58gr. af því sé hreinn sykur! Hvernig geri Kellogg's menn vogað sér að kalla Special K megrunarfæði!! Ég sé bara að borða fitandi mat sem geri mér ekkert gott, og hvernig væri að ég færi frekar og fengi mér eina góða skál af salatinu og dressingu með. Þó að ég nenni nú ekki að vera að verja Kellogg's þannig séð, og ætla ekki að tjá mig um fitu- og sykurinnihald meðal salatskálar, þá er ég orðinn þreyttur á svona ummælum og finnst mér fólk gleyma að spá aðeins í hina hliðina á málinu. Raunveruleikann! 

The Two Week Challenge er að í tvær vikur skipta út tveimur máltíðum á dag fyrir Special K, og það á að hafa hin bestu áhrif. Hver máltíð af Special K eins og ég borða það ætti að innihalda svona 100g circa af Special K. Þetta er um þrefallt það magn sem Kellogg's menn kalla eðlilegan "skammt", sem lætur mér detta í hug að þeir séu að prófa þetta á smábörnum... en ég er kominn út fyrir efnið. Ég borða um 100g af Special K í morgunmat, og í því eru 58 grömm af sykri! Oh the horror! Og ráðlagður dagskammtur af sykri heilt yfir, eru um 90 grömm! Tvær svona skálar eins og ég borða það myndu því vera ríflega dagskammturinn af sykri, og ég væri því samkvæmt tölunum að fitna. En ég borða líka kannski 100 grömm af súkkulaði á dag.. er ekki nokkurnvegin hvert einasta gramm af súkkulaði, fita og sykur ?

Fyrir utan það, er nánast víst að í stað Special K myndi ég borða ekkert.. eða ruslfæði. Einhvernvegin er ég viss um að skál af Special K er minna fitandi en hamborgari með vel af sósu og osti, haugur af frönskum og hálfur líter af koktelsósu með. (Hæfilega ýkt).

Ég borða Kellogg's Special K, og ég er stoltur af því. Hver máltíð af því kostar mig undir 100 krónum og það er talsvert mikið minna fitandi en allt annað sem ég væri að borða í staðinn. Hvernig væri að þið heilsufólkið látið mig bara í friði og haldið áfram að lifa í þeim draumaheimi ykkar að megrunin sé að hafa einhver áhrif, og að þið munið ekki fá öll kílóin til baka þegar megruninni lýkur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Um allt og ekkert

Bloggið fjallar svosem um allt og ekkert. Bara ég að henda fram skoðunum mínum og hugsunum, og vonandi mun einhver nenna að lesa þær :)

Bloggari

Árni Viðar Björgvinsson
Árni Viðar Björgvinsson
er áhugamaður um gott líf og jákvæða framtíð, þrátt fyrir allar líkur á því að hvorugt takist :)

Bloggvinir

Bækur

sem ég er nýbúinn að lesa

  • Bók: Harry Potter and The Goblet Of Fire
    J.K. Rowling: Harry Potter and The Goblet Of Fire
    Þetta er nú sennilega í fimmtánda skipti eða eitthvað. Alltaf jafn gott ;)
    *****

sem ég er að lesa þessa dagana

  • Bók: Belgarath The Sorcerer
    David & Leigh Eddings: Belgarath The Sorcerer
  • Bók: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
    J.K. Rowling: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
    *****

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband