24.2.2013 | 00:08
Eru ekki Mannleg Gildi alveg nóg?
Þarf eitthvað sérstaklega að vera að hengja landslög á Kristni? Af hverju má ekki bara ætlast til þess að fólk hagi sér almennilega, óháð trúarskoðun?
Kristin gildi ráði við lagasetningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Um allt og ekkert
Bloggið fjallar svosem um allt og ekkert. Bara ég að henda fram skoðunum mínum og hugsunum, og vonandi mun einhver nenna að lesa þær :)
Bækur
sem ég er nýbúinn að lesa
-
: Harry Potter and The Goblet Of Fire
Þetta er nú sennilega í fimmtánda skipti eða eitthvað. Alltaf jafn gott ;)
sem ég er að lesa þessa dagana
-
: Belgarath The Sorcerer -
: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ertu eitthvað ósáttur við, að sjálfstæðismenn velji kristin gildi?
Eru þá einungis veraldleg (jafnvel ókristin) gildi leyfilegur valkostur manna og flokka? Hvar er þá valfrelsið, ef ekki má velja kristin gildi? Og gerðu þér grein fyrir, að forsendur þessa fólks, með alla sína reynslu, eru ekki endilega þínar forsendur. Var nokkur að banna þér að hafa þín gildi fyrir þig og þína?
Jón Valur Jensson.
Kristin stjórnmálasamtök, 24.2.2013 kl. 01:01
Jón : Það væri þá gaman að sjá hvort þú getir komið með þó ekki nema eina ástæðu þess að kristileg gildi ættu á einhvern hátt að vera betri en almenn mannleg gildi. Ég get komið með margar ástæður þess að kristileg gildi eru að mörgu leiti fáránleg og ættu ekki að eiga heima í nútíma samfélagi.
Konum er sagt að þegja og segja ekki sinn hug.
Samkynhneigð er fordæmd í flestum biblíuútgáfum.
Það má ekki blanda tveimur þráðum.
Það má ekki raka sig.
Það má ekki fá sér tattoo (eða semsagt, merkja á sér húðina)
Ef maður er staðinn að því að nauðga konu þá þarf nauðgarinn að borga foreldrum konunar 50 silfurstykki og giftast henni. Einnig er þeim þá bannað að skilja.
og svo framvegis...
Burt með trúnna úr lögum. Verum bara mannleg.
Kristinn Kristmundsson (IP-tala skráð) 24.2.2013 kl. 02:14
Fólk eins og Jón Valur er með hættulegar skoðanir. Þegar fólki finnst orðið í lagi að traðka á mannréttindum annara í skjóli hlíðnibæklinga frá bronsöld er framþróun og mannvænt samfélag í hættu. Þetta þarf að kæfa í fæðingu með öllum tiltækum ráðum. Það er eitt að eiga ímyndaða vini heima hjá sér, en að ætla sér að þröngva sinni brengluðu sýn á alla landsmenn er sturlun. Ég vona að Sjálftökuflokkurinn missi mikið fylgi við þessar ílla ígrunduðu samþykkt. Við skulum heldur ekki gleyma því að kristnir eru að öllum líkindum orðnir undir 50% landsmanna.
Reputo, 24.2.2013 kl. 03:07
Já Jón Valur, ég er mjög ósáttur við það að einhver flokkur ætli að hengja landslög við gildi ákveðins trúfélags. Slík hegðun er nákvæmlega það sem er að í trúarofstækislöndum eins og hjá Múslimunum sem dæmi, þar sem allri þjóðinni er gert að haga sér út frá sjónarmiðum einnar trúar, óháð sinni eigin sannfæringu eða trú.
Það er akkúrat engin þörf að hengja lögin sérstaklega á trúarleg gildi, og beinlínis hættulegt.
Árni Viðar Björgvinsson, 24.2.2013 kl. 12:23
Árni
Veistu að sósíalisminn hefur látið manngildið duga sem viðmið. Í nafni sócíalismans (kommúnismans) hafa 100 milljónir verið líflátin í hans nafni (fyrir utan styrjaldirnar) og þar réðu manngildin mestu. Kristin trúar- og siðferðisgildi halda því fram að ekki skuli drepa heldur varðveita lífð, ekki skuli stela heldur varveita eignarréttinn, ekki skuli girnast neitt það sem náunginn á vegna þess að "það sem þú vilt að aðrir geri þér skalt þú og þeim gera". Þetta eru kristin gildi en ekki mannleg gildi.
Snorri í Betel
snorri (IP-tala skráð) 24.2.2013 kl. 15:01
Kristindómur er ekki það sama og islam, Árni Viðar. Ábending þín um það, sem gerist í múslimskum löndum undir stjórn trúaröfgamanna (t.d. Íran, Afganistan undir stjórn talíbana, Sómalíu), á því ekki hér við, og engan veginn mæli ég með því, að löggjöf stýrist af Kóraninum, hvað þá sjaríalögum.
Þó var ekki allt slæmt hjá Múhameð, ég bendi t.d. hér á kaflann 'Islam færði SUMUM þjóðum betra siðferði og betri trú en þær höfðu fyrir' í grein minni Rétt og rangt í máli Manúels í Miklagarði (Lesbók Morgunblaðsins 7. okt.2006, opin þarna öllum til lestrar á netinu).
Alhæfing þín þarna í lokin kl. 12:23 er því illa til fundin, jafnvel þótt horft væri til islams. Hinu ber ekki að gleyma, að afturkippur varð í siðferði kristinna landa, sem verið höfðu, við sunnanvert Miðjarðarhafið, með tilkomu islams (sbr. fjölkvæni o.fl. gagnvart fullorðnum konum).
Jón Valur Jensson, 24.2.2013 kl. 15:04
Vanþekkingarmaðurinn Reputo (sem telur Biblíuna skrifaða á bronzöld!) reynir hér að blása til fjandskapar við mig, en hefur ekki málefnagrunn til að byggja á. Þar að auki gengur hann fram hjá því, að yfir 90% Íslendinga tilheyra sjáfviljugir kristnum trúfélögum.
Jón Valur Jensson, 24.2.2013 kl. 15:10
Það er enginn munur á Kristnidóm og Islam í þessu samhengi. Að byggja lög heillar þjóðar á trúarskoðunum aðeins hluta þjóðarinnar er tóm fásinna, og eins og ég segi... hreinlega hættulegt.
Hræsni þín er alveg stórmerkileg þegar þú gagnrýnir sjálfur löggjöf sem er byggð á Kóraninum og Sjaríalögunum, en segir að löggjöf byggð á Kristni sé í lagi.
Árni Viðar Björgvinsson, 24.2.2013 kl. 15:20
Kristinn Kristmundsson fer hér með ýmsar einfaldanir. En dæmi fyrir hann um, að kristileg gildi geti verið "betri en almenn mannleg gildi", getur hann séð í afnámi barnaútburðar í kristnum löndum, þ.m.t. hér á Íslandi. Ekki nægði "heilbrigð skynsemi" eða "almenn gildishugsun" hinum heiðnu til að virða líf nýfæddra í mörgum tilfellum, og það voru ekki heiðnir menn, sem bundu enda á það, að öldruðum og þrælum væri hrundið fram af björgum til að létta á heimilum, heldur KRISTNIR.
En Kristinn þykist (þrátt fyrir nafnið) "get(a) komið með margar ástæður þess að kristileg gildi eru að mörgu leyti fáránleg og ættu ekki að eiga heima í nútímasamfélagi":
"Konum er sagt að þegja og segja ekki sinn hug." -- JVJ: Þetta var ekki almennt boð, heldur leiðbeining Páls um, að skvaldur ætti ekki að viðgangast á safnaðarsamkomum, til truflunar þegar orð Guðs væri boðað.
"Samkynhneigð er fordæmd í flestum biblíuútgáfum."-- JVJ: Ekki hneigðin sem grunnhneigð, heldur samræði karls og karls, konu og konu.
"Það má ekki blanda tveimur þráðum." -- JVJ: Þetta er ekki kristið boð, hldur tímabundin regla í lögmáli Gyðinga.
"Það má ekki raka sig."-- JVJ: Sama hér.
"Það má ekki fá sér tattoo (eða semsagt, merkja á sér húðina). -- JVJ: Það sama á sennilega við hér, og ekki er þetta í Nýja testamentinu.
"Ef maður er staðinn að því að nauðga konu þá þarf nauðgarinn að borga foreldrum konunar 50 silfurstykki og giftast henni. Einnig er þeim þá bannað að skilja." -- JVJ: Tímabundið boðorð fyrir Ísraelsþjóð, í Gamla testamentinu.
Jón Valur Jensson, 24.2.2013 kl. 15:24
Ég held, Árni Viðar, að þú verðir að lesa betur innlegg mitt kl. 15.04 til að átta þig betur á inntaki þess og sérstaklega að lesa greinarkaflann, sem ég vísaði þar á með tengli. Það muntu sjá, að ekki var ég að lítilsvirða islam né virða það að vettugi. Framför var það fyrir sumar þjóðir um siðferðisleiðsögn, en ekki kristnar þjóðir. Rökin sérðu í Lesbókargreininni.
Svo hélt ég, að allir vissu, að það er munur á kristni og islam í þessum efnum.
Jón Valur Jensson, 24.2.2013 kl. 15:28
Og Snorri, þú ert náttúrulega alveg ótrúlegur.
Það eru sjálfsögð MANNLEG gildi að ekki skuli drepa og ekki skuli stela, og hefur nákvæmlega ekki neitt með KRISTNI að gera, enda eru þessi boðorð í ÖLLUM trúfélögum.
En ef þú ætlar virkilega að fara út á þessa braut, sem hefur ekkert með málefnið "Landslög byggð á Kristinni trú" að gera, þá er og hefur ávalt verið svo að þorri allra óeðlilegra endaloka lífs á plánetunni er TRÚ að kenna. Trúaðir hafa slátrað hundruðum milljóna í gegnum aldirnar í nafni Hans, hvers á sem þessi Hann er sem þeir kjósa að fylgja. Kristnir eru sennilega verstir af þeim öllum, enda Helfarir/Krossfarir/Nornabrennur kirkjunnar mjög svo áhrifaríkar.
Ef Kristni hefði ein og séð fengið að ráða, þá væri plánetan okkar heimili hins hreina hvíta kynstofns eingöngu, enda hefði öllum öðrum verið útrýmt.. nema ef ske kynni að ákveðið hefði verið að halda í einhvern slatta af óæðra fólki til notkunar sem þræla hins æðri kynstofns.
Árni Viðar Björgvinsson, 24.2.2013 kl. 15:35
Jón Valur, ég hef oft velt þessu fyrir mér og þú virðist hafa þetta allt á hreinu, geturu bent mér á þær bækur og kafla biblíunar þar sem það kemur fram að þetta eru bara tímabundnar reglur sem við þurfum ekki að fara eftir í dag eða hvar það stendur í henni að þessi boð gilda ekki lengur.
Elfar Ingvarsson (IP-tala skráð) 24.2.2013 kl. 15:49
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/02/24/tillaga_um_kristin_gildi_felld_ut/
Ja, þetta stóð lengi hjá þessum princip mönnum :D
Einhver hefur kannski ákveðið að telja hversu mörg atkvæði þeir gætu tapað á.
Elfar Ingvarsson (IP-tala skráð) 24.2.2013 kl. 16:05
Já sko, takk fyrir slóðina Elfar. Þeir eru greinilega ekki al-vitlausir þessir sjálfstæðismenn. Væri óskandi að fleiri stjórnmálahreyfingar tækju sig til og actually hlustuðu á fólkið :)
Árni Viðar Björgvinsson, 24.2.2013 kl. 16:08
Árni Viðar, hann Snorri Óskarsson hafði alveg rétt fyrir sér hér : það er SÓSÍALISMINN í löndum undir valdi kommúnista sem hefur ÞVERT GEGN KRISTINNI TRÚ OG SIÐABOÐUN staðið að fjöldamorðum og jafnvel þjóðamorðum (Úkraínu og Kambódíu) og útrýmingu stétta á 20. öldinni.
Þegar þú fullyrðir hér út í bláinn: "Trúaðir hafa slátrað hundruðum milljóna í gegnum aldirnar í nafni Hans, hvers á sem þessi Hann er sem þeir kjósa að fylgja," þá hefurðu ekkert fyrir þér í því efni og getur aldrei sannað þetta öfgatal þitt.
Til Elfars: Já, ég get það, en geri það ekki ýtarlega nú, mér er ekki til setunnar boðið mikið lengur, en helgisiðalögmál Gamla testamentisins (GT) var í kristni afnumið með sínum ótalmörgu boðorðum og þar sem Kristur boðaði annað og meira en GT, þá ber að fara eftir því. Oft eru hans boð strangari, en þau eru líka líknsamlegri, sbr. frásögnina af konunni sem staðin var að hór og Kristur vildi EKKI láta grýta, eins og fræðimennirnir og Farísearnir töldu sig hafa heimild til úr GT.
Jón Valur Jensson, 24.2.2013 kl. 16:09
Sorgleg frétt sem hér var að berast (sjá ofar, kl. 16.05), sá hana fyrst hér á þessum e.k. fréttamiðli þínum, Árni Viðar. Þakka þér umræðuna.
Jón Valur Jensson, 24.2.2013 kl. 16:12
Hef ég ekkert fyrir mér í þessu? Hefurðu prófað að lesa söguna? Og þá meina ég raunverulega mannkynssögu, ekki Biblíuna? Hefurðu lesið sögur Íslendinga, þar sem "heiðingum" var slátrað vegna þess að þeir voru ósammála Kristnum? Hefurðu lesið um helfarir og kristniboð, styrjaldir og átök þar sem milljónum á milljónir ofan hefur verið slátrað fyrir að hafa "ranga" trú, og er enn að gerast allsstaðar í kringum okkur.
Og þú ert jafn geðbilaður og Snorri ef þú getur ekki séð hið einfalda mál að fjöldamorð og þjóðarmorð eru þvert á alla trú og öll mannleg gildi, og hefur nákvæmlega ekki neitt með Kristni sérstaklega að gera, sem er það EINA sem ég var að segja með mínu innleggi áður en Snorri taldi sig knúinn til að breyta þessu í áróður og óhróður.
Árni Viðar Björgvinsson, 24.2.2013 kl. 16:19
Jón Valur, eins og þú ættir að vita sjálfur eru elstu kaflar Biblíunnar ritaðir í lok bronsaldar/byrjun járnaldar. Þar fyrir utan eru þessi skrif Biblíunnar öpuð upp úr eldri Babýlónískum og Mesopotaníuskum mítum sem klárlega eru frá bronsöld og jafnvel eldri. En ef þú ert að reyna að líta ílla út að þá tekst þér ágætlega til.
Það sem þú og aðrir kristnir skiljið ekki að fyrir okkur sem aðhyllumst ekki bronsaldarbókina þína, að þá hljómar þetta að lögfesta kristin gildi alveg eins og það hljómar fyrir ykkur að lögfesta ætti Sharia lög. Vandamálið held ég að liggi í því að þig eigið erfitt með að setja ykkur í spor annara. Það er eitthvað sem slokknar þarna uppi þegar menn beygja sig undir ægivald hins öfundsjúka og hefnigjarna guðs Biblíunnar.
Þú ert sennilega stoltur af þessari meðlimatölfræði kristinna. Skv. trúarlífskönnun sem Biskupsstofa lét gera, og þú getur fundið á kirkjan.is, að þá telja 52,9% sig vera kristin. Inn í þessum tölum eru allir kristnir, sama hvaða sértrúarsöfnuði þeir tilheyra. Þessi könnun var gerð 2004 eða 2007. Síðan þá hafa margir opnað augun og því má leiða líkur að því að kristnir séu í dag í hreinum minnihluta.
Þú skautar líka framhjá því að kirkjunnar menn hafa séð til þess að enginn fjárhagslegur ávinningur sé í því að skrá sig úr ríkiskirkjunni. Þú skautar líkar framhjá því að ungabörn eru skráð þarna inn við fæðingu. Þú skautar framhjá því að flestir eru þarna inn afþví að þeir voru skráðir þarna sem ungabörn og eru ekkert velta þessum hlutum fyrir sér. Ég mundi telja að þeir sem eru raunverulega kristinnar trúar á Íslandi séu á bilinu 20-30%. En þið farið nú ekki að flagga raunveruleikanum frekar en fyrri daginn, er það?
Reputo, 24.2.2013 kl. 16:23
Snorri með hina kristnu rugl setningu
"það sem þú vilt að aðrir geri þér skalt þú og þeim gera"
Þannig að ef ég vildi að Snorri... tja, förum mjúklega með þetta, lemdi mig með svipu, þá ætti ég að lemja Snorra með svipu
JVJ og Snorri eru náttúrulega hardcore KrIstlamistar og blindir á ruglið í sinni trú
DoctorE (IP-tala skráð) 25.2.2013 kl. 13:00
Til þeirra sem ekki vita það þá boðar Íslam og Kóraninn gjöreyðingu Gyðinga og Kristinna manna mörgum sinnum og kallar viðkomandi apa, svína og öðrum illum nöfnum. Það eru um 164 svona málsgreinar í Kóraninum, frægastar í manndrápum eru 9:5; 8:39 og 2:191; og rasisma 5:60.
Sjá nánar á þessari slóð:
http://hrydjuverk.com/sver%C3%B0-spamannsins-muhame%C3%B0s-ur-9-kafla-koransins/
Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 27.2.2013 kl. 10:12
Þú ert einkar mótsagnakenndur hér, Árni, segir annars vegar: "Það eru sjálfsögð MANNLEG gildi að ekki skuli drepa og ekki skuli stela, og hefur nákvæmlega ekki neitt með KRISTNI að gera, enda eru þessi boðorð í ÖLLUM trúfélögum."
Svo segirðu þvert á móti:
"Hefurðu lesið sögur Íslendinga, þar sem "heiðingum" var slátrað vegna þess að þeir voru ósammála Kristnum? Hefurðu lesið um helfarir og kristniboð, styrjaldir og átök þar sem milljónum á milljónir ofan hefur verið slátrað fyrir að hafa "ranga" trú, og er enn að gerast allsstaðar í kringum okkur."
Fyrir þeim fullyrðingum þínum hefurðu ekkert fram að færa, hefur enga tölfræði til að tiltaka neitt um þetta, hvorki á Íslandi né annars staðar. Mannvíg af hálfu eins kristniboða hér var ekki tilkomið af trúarofstæki, heldur persónulegri móðgunargirni, minnir mig, en finna máttu það atriði, þegar þú hefur tíma til, ég hef það ekki í augnablikinu.
En Skúli afsannar rækilega þá fullyrðingu þína, að boðorð um að ekki skuli drepa séu "í ÖLLUM trúfélögum." Islam er þar greinilega sér á báti og harla mikið á öndverðum meiði við kristni.
Bronzaldarbulli hins nafnlausa Reputos, sem og heimildarugli hans um Biblíuna verð ég að svara seinna, en augljóst er, að hann er jafn-illa að sér í sagnfræði og þú, Árni, og veit ekkert í Biblíufræðum.
Jón Valur Jensson, 27.2.2013 kl. 11:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.