"tengist á engan hátt WikiLeaks" - HAH!

Það er nú svo merkilegt að það vita það allir sem eitthvað vita um senuna, að senan (The Scene) sem um er rætt í þessari frétt, er bara alls ekki hýst á einhverjum vefþjóni úti í heimi. PirateBay, og torrent trackerar almennt, eru botninn á dreifingarkerfi heimsins, og amk. tveimur greinum fyrir neðan neðstu dreifingarkerfi senunnar

Þetta er eins og að handtaka einhvern 15 ára Íslending niðri í bæ sem er fullur að míga utan í Landsbankann, og saka hann um að vera Kókaínbarón frá Kólumbíu. Tengingin er svo fáránleg að það hálfa væri hellingur.

Þessi árás er EINGÖNGU til þess að reyna að stöðva WikiLeaks, og ef þeir ná að loka PirateBay í leiðinni þá er það bara smá bónus. Icing on the cake, eins og sagt er. En PirateBay tengist senunni nákvæmlega ekki neitt, og það að stöðva PirateBay breytir nákvæmlega engu um neitt.


mbl.is Evrópsk lögregla til atlögu við ólöglegt niðurhal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er reyndar einn af þeim  sem hef aldrei heyrt um "The Scene" og því ekki einn af þeim sem eitthvað veit um það mál, og stóð nú reyndar í þeirri trú að Sjóræningjavíkin væri  bara "old history" nú til dags. En hvort þetta er er tilraun til að stinga upp í lekann eða ekki er ég svona á báðum áttum með,  get alveg eins trúað að þetta sé bara gert til þess að  "Cyberpólís"- deildir viðkomandi landa  Þurfi að rættlæta tilveru sína og fjárveitingar , og ef þeim tækist setja tappa í "Lekann" þá væri það  bara bónus, þó sé sé svo sem alveg eins til í að trúa að Lekadæmi þarna um daginn  hafi valdið einhverjum aukaþrýstingi svona neðanjarðar í embættismannakerfinu. En eitt veit ég þó að eina leiðin til að stöðva framhjádreifingu á annaðhvort efni sem einhver aðili vill halda leyndu ( ef það er á annað borði komið á stafrænt form ), eða  gerir tilkall um mónópól á er nánast ógerlegt , nema því aðeins að slökkva á netinu tótalt allstaðr ( á heimsvísu ), og það hangir svo margt annað á spýtunni í að það verður aldrei gert. Þess utan er jafn gefið mál að tæknin verður alltaf hliðhollari "skúrkunum" en "varðhundunum" , svo það er borin von að þeir hafi einhver áhrif svo heytið geti með svona rassíum. Eða þá  ef svo einkennilega vildi til að einn góðan veðurdag vöknuðu allir jarðabúar upp með þá hugsun eina í hausnum að sækja bara efni skilgreint sem "löglegt" af einhverju yfirvaldi. &#39;eg ég á erfitt með að ímynda að slík allsherjarsinnaskifti. Svo rétthafar og aðrir sem hagsmuni þykjast haf í svona m´lum verða að fara að hugsa dæmið upp á nýtt. </sarkasm> T. d. gætu kvikmyndaframleiðendur teki upp þann háttinn að gefa bara kvikmyndirnar út handkrifaðar á kálfskinn , með bleki sem yrði gagnsætt í skanner o.s.frv </end sarkasm> 

Bjössi (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 02:57

2 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

The Pirate bay lifir bara góðu lífi í dag, enda var aldrei skrúfað fyrir hann (ekki veit ég hvernig ætti að gera það svosem).

www.thepiratebay.org 

Garðar Valur Hallfreðsson, 9.9.2010 kl. 12:12

3 Smámynd: Durtur

Síðan var niðri í gær. Í svona tvo tíma, ef mér mældist rétt til. Heimurinn fékk allavega frið frá ógn Piratebay í tvo tíma fyrir alla þessa lögregluvinnu, og fjöldi fyrirtækja fyrirtækja sem þurfti að trufla í þessu "áhlaupi" var meira að segja undir 100, þannig að... ömm... húrra fyrir Svíum?

Svo skildist mér að WikiLeaks væru líka að hýsa síðuna sína hérlendis (eru með þjóna út um ALLT, eins og Piratebay); ætti þá ekki að hafa verið einhver hasar hérna líka?

Durtur, 9.9.2010 kl. 14:26

4 Smámynd: Árni Viðar Björgvinsson

Durtur: Samkvæmt fréttum þá hafa WikiLeaks ekki enn sett upp vefþjóna hér á landi því löggjöf því tengdu hefur ekki verið kláruð. Þeir vilja hins vegar hafa vefþjóna hér, í skjóli landslaga.

Bjössi: Senan (The Scene) er safnorð yfir alla hópana sem taka sig saman og dreifa efni undir ákveðnu nafni. Hver grúppa í senunni er hópur einstaklinga sem búa út um allan heim og vinna á sínum eigin internettengingum, sem og vefhýsingum hingað og þangað, og allt efni sem þeir gefa út fylgir gríðarlega ströngum reglum. Grúppurnar keppast síðan um það að vera fyrstar að setja ákveðið efni inn á netið, og  sú grúppa sem nær fyrst inn &#39;sigrar&#39; og þá hætta hinar yfirleitt að reyna, nema eldri útgáfan hafi að einhverju leyti verið gölluð. Þú hefur kannski séð nöfn grúppanna á einhverjum skrám, eins og til dæmis LOL, FQM, Omicron, 2HD og óteljandi önnur.

Semsagt, það að ætla að ráðast á Senuna er bara einfaldlega ekki hægt. Senan er ekki hlutur, og því er ekki hægt að ráðast á hana. :)

En þeir segja í fréttinni að þetta sé árangur tveggja ára rannsóknarvinnu. Ef þeir eru að þykjast vera að gera eitthvað fyrir peningana sem frúin í Hamborg gaf þeim, þá feila þeir frekar illa, þar sem árangurinn er nákvæmlega enginn :D

Árni Viðar Björgvinsson, 9.9.2010 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Um allt og ekkert

Bloggið fjallar svosem um allt og ekkert. Bara ég að henda fram skoðunum mínum og hugsunum, og vonandi mun einhver nenna að lesa þær :)

Bloggari

Árni Viðar Björgvinsson
Árni Viðar Björgvinsson
er áhugamaður um gott líf og jákvæða framtíð, þrátt fyrir allar líkur á því að hvorugt takist :)

Bloggvinir

Bækur

sem ég er nýbúinn að lesa

  • Bók: Harry Potter and The Goblet Of Fire
    J.K. Rowling: Harry Potter and The Goblet Of Fire
    Þetta er nú sennilega í fimmtánda skipti eða eitthvað. Alltaf jafn gott ;)
    *****

sem ég er að lesa þessa dagana

  • Bók: Belgarath The Sorcerer
    David & Leigh Eddings: Belgarath The Sorcerer
  • Bók: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
    J.K. Rowling: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
    *****

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband