Orsök eða afleiðing?

Það er þekkt staðreynd að margir þunglyndir (eins og ég) borða þegar þeim líður illa. Og borða mikið.

Ég er mikill súkkulaðigrís, þó ég vilji nú ekki meina að það sé vegna þunglyndisins, en kannski er þetta bara öfugt. Hver veit?

Það er allavega algjörlega ómögulegt að segja til um hvort er afleiðing og hvort er orsök.

Hins vegar hélt ég að þetta væri alveg þekkt staðreynd hjá flestum. Svona álíka fyrirsögn eins og "Tengsl milli sáðláts og kynlífs hjá karlmönnum" :)


mbl.is Tengsl á milli neyslu súkkulaðis og þunglyndis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og ég skil þessa rannsókn, því meira sem þú borðar af súkkulaði því verra fyrir þunglyndið.

"Þar segir að þeir sem borði a.m.k. eitt súkkulaðistykki í hverri viku séu hugsjúkari en þeir sem leggi sér súkkulaði sjaldnar til munns."

Sumi vilja reyndar meina að þunglyndir leggi sér súkkulaði til munns til að létta lundina (það eykur endorfín framleiðslu að vissu mark). Þunglyndur einstaklingur ætti því auðveldlega að geta athugað hvort sé afleiðing eða orsök með því að taka tvær tilraunavikur.

Vika A: Ekkert súkkulaðiát
Vika B: Súkkulaði þegar hann er "down".

Í viku A ætti að vera færri tilfelli þar sem viðkmomandi verður down (þar sem súkkulaðið er ekki að valda hugssýki). Í stað viku B þar sem viðkomandi verður þunglyndari oftar en huggar sig með súkkulaði (endorfín framleiðslan fer upp).

Það gæti því reynst þunglyndum betri lausn að losa sig við súkkulaðið og forðast þannig meiri sveiflur.

Bergur (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 12:30

2 Smámynd: Vendetta

Ég held að þetta sé rétt hjá þér, að sælgætisát sé afleiðing þunglyndis, en ekki orsök. Og þetta getur skapað vítahring sem erfitt er að komast út úr, en súkkulaðið orsakar engan veginn þunglyndi. Þetta er eins og fréttin um "rannsókn" um samband þunglyndis og tölvufíknar, sem ég og aðrir hjuggum í. Tölvufíkn getur verið afleiðing þunglyndis alveg eins og það getur verið afleiðing af stressi eða einhverri annarri fíkn.

Í fréttinni stendur: Í stuttu máli var andleg líðan þeirra sem borðuðu mikið af súkkulaði verri en annarra. Ég vil gizka á að þeir sem borðuðu mikið af súkkulaði hafi verið þeir sem voru þunglyndir fyrir. Svona gervirannsóknir eru birtar í kílóatali og alltaf lepja fjölmiðlar þetta í sig gagnrýnislaust.

Hins vegar hef ég tekið eftir því að þegar ég drekk rauðvín til að fá augnablikslausn á mínum mörgu þrúgandi vandamálum, þá verð ég líka þunglyndur. Eftir þriðju flöskuna er ég yfirleitt orðinn fjandi dapur rétt áður en ég sofna.

Vendetta, 27.4.2010 kl. 12:32

3 identicon

Ég var einmitt að pæla í þessu en ég held að þessir "vísindamenn" hljóti að hafa dottið þetta í hug og hagað rannsókninni þannig að helmingurinn hafi borðað súkkulaði og ákveðið mikið og sumir ekkert eða eithvað þannig. Ég held sem sagt að þetta sé frekar léleg frétt frekar en léleg rannsókn. Annars ætti það að vera frekar auðvellt að sjá að fólk sem er að éta mikið súkkulaði sé þunglynt ef þú ert að leita að þannig fólki í rannsókn.

Björn (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Um allt og ekkert

Bloggið fjallar svosem um allt og ekkert. Bara ég að henda fram skoðunum mínum og hugsunum, og vonandi mun einhver nenna að lesa þær :)

Bloggari

Árni Viðar Björgvinsson
Árni Viðar Björgvinsson
er áhugamaður um gott líf og jákvæða framtíð, þrátt fyrir allar líkur á því að hvorugt takist :)

Bloggvinir

Bækur

sem ég er nýbúinn að lesa

  • Bók: Harry Potter and The Goblet Of Fire
    J.K. Rowling: Harry Potter and The Goblet Of Fire
    Þetta er nú sennilega í fimmtánda skipti eða eitthvað. Alltaf jafn gott ;)
    *****

sem ég er að lesa þessa dagana

  • Bók: Belgarath The Sorcerer
    David & Leigh Eddings: Belgarath The Sorcerer
  • Bók: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
    J.K. Rowling: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
    *****

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband