11.4.2010 | 11:58
Alveg brilliant concept
Ég var svo heppinn að fá að sitja kynningarfund Remake Electric á rafskynjaranum, og ég verð að segja að hugmyndin og framsetningin á vörunni er algjör helvítis snilld.
Þetta er ein af þessum vörum sem maður hugsar bara "Af hverju fann ég þetta ekki upp?" og "Af hverju er ekki einhver annar búinn að finna þetta upp fyrir löngu síðan?" vegna þess að varan er svo einföld, sjálfsögð, augljós og frábær. Ég geng jafnvel svo langt að segja að þetta sé hlutur sem breytir heiminum. Kannski á mjög litlum skala, en eftir 20-30 ár mun heimurinn allur nota þessa vöru og ÞAÐ telst sennilega ekki slæmt fyrir pínulítið sprotafyrirtæki frá Kreppulandi!
Óska ég þeim félögum hjá Remake gríðargóðs gengis og hlakka ég bara til að sjá vörurnar frá þeim á markaði sem allra allra fyrst.
Rafskynjarinn hlaut Gulleggið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Um allt og ekkert
Bækur
sem ég er nýbúinn að lesa
-
: Harry Potter and The Goblet Of Fire
Þetta er nú sennilega í fimmtánda skipti eða eitthvað. Alltaf jafn gott ;)
sem ég er að lesa þessa dagana
-
: Belgarath The Sorcerer -
: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.