7.3.2010 | 12:23
Svona á að gera þetta!
Djöfull er ég ánægður með Söndru núna. Það eru alltof fáar stjörnur sem þora að mæta á Razzie hátíðina og taka við verðlaununum. Well done.
Bullock tók við skammarverðlaunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Kvikmyndir | Aukaflokkar: Afþreying, Menning og listir | Facebook
Um bloggið
Um allt og ekkert
Bloggið fjallar svosem um allt og ekkert. Bara ég að henda fram skoðunum mínum og hugsunum, og vonandi mun einhver nenna að lesa þær :)
Bækur
sem ég er nýbúinn að lesa
-
: Harry Potter and The Goblet Of Fire
Þetta er nú sennilega í fimmtánda skipti eða eitthvað. Alltaf jafn gott ;)
sem ég er að lesa þessa dagana
-
: Belgarath The Sorcerer -
: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessir leikarar/leikkonur í Hollywood taka sig sjálf allt of hátíðlega.
Ein leikkona hefur áður tekið við þessum verðlaunum, Halle Berry, sem þá hafði verið kosin versta leikkonan það árið (í myndinni Catwoman). Önnur, sem áður hafði líka verið kosin versta leikkonan, Demi Moore, mætti hins vegar ekki. Fýlupoki.
Eins og allir vita þá eru Razzie-verðlaunin mótvægi við Oscarinn. Ég missti alla virðingu fyrir Oscar-verðlaununum eftir að ömurlegasta mynd allra tíma, Forrest Gump, fékk þrjú Oscar-verðlaun. Ekki bara það, heldur finnst mér líka fátt um, þegar fólk er að verðlauna sig sjálft.
Vendetta, 7.3.2010 kl. 12:48
Forrest Gump er náttúrulega alveg gríðarlega góð mynd, og átti alla sína sex Óskara skilið.
Árni Viðar Björgvinsson, 7.3.2010 kl. 12:57
Ekki finnst mér það. Önnur mynd, sem líka fékk marga Oscars var The Streets of Philadelphia. Ekki fannst mér hún neitt sérstök, enda álít ég að hún hafi verið tízkubóla því að AIDS-umræðan var þá komin í hámæli.
Vendetta, 7.3.2010 kl. 13:29
Streets of Philadelphia er bútur úr lagi með Springsteen ef ég man rétt. Ef þú ert að meina myndina Philadelphia, með Tom Hanks og Denzel Washington, þá var það einnig virkilega góð mynd og hörku leikur. Hún fékk hins vegar ekki marga Óskara.. aðeins tvo.
Ég gef þínum kvikmyndasmekk ekki margar stjörnur V, ef þetta er eitthvað markhæft sýnishorn af honum. Færð reyndar hellings plús fyrir V for Vendetta, sem er virkilega góð mynd.
Árni Viðar Björgvinsson, 7.3.2010 kl. 13:38
Forrest Gump er uppáhalds myndin mín - svo það er ljóst að við eigum sennilega ekki eftir að fara saman í bíó. Annars datt ég inn á myndina Sleepless in Seattle í gærkvöldi á einhverri danskri rás, fyndið að sá Tom Hanks svona ungan, hann var eins og fermingardrengur á að líta. Flott hjá Söndru, gaman þegar fólk hefur húmor fyrir sjálfu sér.
Fanny (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 15:32
Forret Gump er alveg frábær! Sú mynd sem ég flokka sem eina verstu mynd allra tíma er Chicago, mér leið svo illa við að horfa hörmungarnar að ég fæ ennþá hroll við tilhugsunina en sú mynd fékk Óskar!
Sandra var flott þarna, hún kann á þetta.
Mofi, 7.3.2010 kl. 15:56
þú ert að dissa tvær klassískar myndir - virkilega flottar - bæði philadelphia og forrest gump :) spurningin er hvar er kvikmyndasmekkurin þinn- hver er þá að þínu mati góð kvikmynd?
Ragnar Birkir Bjarkarson, 8.3.2010 kl. 09:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.