Færsluflokkur: Menning og listir
7.3.2010 | 12:23
Svona á að gera þetta!
Bullock tók við skammarverðlaunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.10.2009 | 21:57
STEF með móral út í bloggarana.
Eins og aðrir bloggarar þessarar síðu var ég að fá skemmtilegan póst þar sem notendum er bent á að bannað sé að hafa höfundarréttarvarið efni á blog.is síðum.
STEF voru semsagt að kvarta yfir því að einhverjir notendur hafi virkjað tónlistarspilara og séu að nota hann til að leyfa gestum sínum að hlusta á tónlist.
Hafa þessir menn ekkert betra að gera? Er það að einhverjir bloggarar spili léleg mp3 lög á einhverjum lélegum bloggum sem örfáir lesa og enn færri nota tónlistarspilarann á, virkilega stærsta vandamálið sem herjar á íslenskan tónlistariðnað? Ef svo er, þá held ég að það sé alveg óhætt bara að loka STEF fyrir fullt og allt... þá er greinilega búið að leysa öll stóru vandamálin.
17.4.2009 | 03:12
Allt niðurhalinu að kenna.. eða hvað?
Skítt með versnandi efnahag og alheimskreppu, það skal vera hægt að kenna óþjóðalýðnum niðurhölurunum um þetta.
Og svo skulum við ekkert tala um það að þessar myndir eru allar hundgamlar.. alveg 2-3 ára gamlar þær elstu, og búnar að vera til á DVD í lengri tíma. Fyrir okkur sem horfum á svona myndir almennt, og erum DVD safnarar, þá erum við búin að KAUPA þessar fjandans myndir á DVD, og að sjálfsögðu búin að sjá þær.
En nei... auðvitað eru hundgamlar myndir á absúrd kúltúrhátíð á smáeyríki úti í miðjuballarhafi og á bólakafi í alheimskreppu engin orsök, eða í það minnsta ekki fréttnæmar ástæður.
Þetta er allt niðurhalinu að kenna!
Niðurhal bitnar illa á Bíódögum Græna ljóssins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.1.2009 | 17:37
Skemmtileg skemmdarverk
Það má nú svosem lengi deila um það hversu smekklegt þetta krot er, svona í ljósi alvöru málsins, en ég var að fá senda þessa mynd í pósti sem mér skilst að sé af raunverulegu 'veggjakroti' en sé ekki bara photoshop aðgerð.
Ósmekklegt.. já.
Fyndið.. já :)
Áfram mótmæli á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Um allt og ekkert
Bækur
sem ég er nýbúinn að lesa
-
: Harry Potter and The Goblet Of Fire
Þetta er nú sennilega í fimmtánda skipti eða eitthvað. Alltaf jafn gott ;)
sem ég er að lesa þessa dagana
-
: Belgarath The Sorcerer -
: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar