Færsluflokkur: Umfjallanir - Bækur

Bók: Carl Hiaasen - Double Whammy

Carl Hiaasen er rithöfundur frá Flórída og er mikill áhugamaður um umhverfismál, auk þess sem finnst að það sé búið að ofbyggja Flórídaskaga og Everglades. Þetta skín í gegn þegar maður les bækur hans, sem margar hverjar gerast þar í kring.

Bækurnar eru oftast svona Bannað Innan 16 efni, með mjög grófum lýsingum á blóðugum dauðdögum, en söguþráðurinn er hins vegar ekki bara gore og viðbjóður.

Double Whammy fjallar um Bass (Vartari? Hvað er það?) veiðimenn sem gera hvað sem er til þess að sigra í stórmótum.. svindla eða jafnvel meira. R.J. Decker er einkaspæjari og er ráðinn til þess að taka myndir af svindli og ná sönnunargögnum svo hægt sé að stöðva svindlið. Eins og búast má við af Carl Hiaasen, þá vefur það heldur betur upp á sig með tilheyrandi limlestingum og annarri gleði. Happy

Það er hins vegar aldrei langt í húmorinn þrátt fyrir dökka efnið, og stóð ég mig mjög oft að því að hlægja upphátt. 

Þessi bók gæti reyndar farið alveg með suma sem ekki hafa nokkurn áhuga á fiskveiði, því stór hluti bókarinnar snýst um veiðistangir, öngla, orma og hvað þetta heitir allt saman, en mér fannst það ekkert draga frá heildar textanum. Óvæntur glaðningur í þessari bók er innkoma hins stórskemmtilega Skink, sem á það til að detta inn í bækur Carl's, og væri hann einn og sér fær um að halda uppi húmornum í bókinni :)

Heilt yfir er þetta alveg stórskemmtileg bók , og hika ég ekki við að mæla með Carl Hiaasen sem stórskemmtilegum spennubókarithöfundi.

4/5 í einkunn. 


Um bloggið

Um allt og ekkert

Bloggið fjallar svosem um allt og ekkert. Bara ég að henda fram skoðunum mínum og hugsunum, og vonandi mun einhver nenna að lesa þær :)

Bloggari

Árni Viðar Björgvinsson
Árni Viðar Björgvinsson
er áhugamaður um gott líf og jákvæða framtíð, þrátt fyrir allar líkur á því að hvorugt takist :)

Bloggvinir

Bækur

sem ég er nýbúinn að lesa

  • Bók: Harry Potter and The Goblet Of Fire
    J.K. Rowling: Harry Potter and The Goblet Of Fire
    Þetta er nú sennilega í fimmtánda skipti eða eitthvað. Alltaf jafn gott ;)
    *****

sem ég er að lesa þessa dagana

  • Bók: Belgarath The Sorcerer
    David & Leigh Eddings: Belgarath The Sorcerer
  • Bók: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
    J.K. Rowling: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
    *****

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 455

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband