Færsluflokkur: Bækur
5.10.2009 | 22:08
Steve Martin er hörku Banjóspilari
Fyrir nokkrum mánuðum 'las' ég (hlustaði semsagt á) hljóðbók eftir Steve Martin, lesna af honum sjálfum, sem heitir Born Standing Up. Þetta er sjálfsæfisaga uppfull af bröndurum og skondnum augnablikum úr ævi meistarans, og þegar hann les þetta svo sjálfur verður þetta ennþá fyndnara.
Það sem kom mér þó mest á óvart var að annað slagið greip kallinn í banjóið og spilaði lag og jafnvel söng með. Hann er ekkert sérstakur söngvari en á banjóið kann kauði og það vel.
Hér má sjá Steve Martin taka lagið í fylgd með nokkrum félögum sínum:
Martin getur ekki lifað án banjós | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2008 | 02:33
Ég er víst Huffelpuff þá :)
Ég er búinn að vera aðdáandi J.K. Rowling síðan ég las fyrstu Harry Potter bókina, og var einn af þeim sem forpantaði Deathly Hallows til þess að vera nú örugglega búinn að lesa bókina áður en ég færi að heyra eitthvað um hana sem myndi spilla endinum. Ég er einmitt að keyra einn hringinn enn í gegnum bækurnar núna, og hugsa ég að ég hafi lesið fyrstu bókina vel yfir 10 sinnum. Order Of The Phoenix (fimmta bókin) sem ég er að lesa þessa dagana hugsa ég að ég hafi aðeins lesið svona 4-5 sinnum, og þá síðustu hef ég aðeins lesið tvisvar. Yfirleitt líða ekki margir mánuðir frá því að ég les síðustu bókina og þangað til ég byrja á þeirri fyrstu aftur :)
Ég veit annars ekki hvað þessi blaðamaður er að meina með líftíma bókanna. Ég er handviss um það að eftir 60 ár (verði ég á lífi og enn með fullan heila) muni ég vita nákvæmlega af hverju ég las (og les enn?) Harry Potter bækurnar. Þetta er stórkostleg skemmtun, yndisleg ævintýri, og inn á milli stórgóður boðskapur sem börnum er holt að læra í þokkabót.
Potter-lesendur í fjórum hópum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Um allt og ekkert
Bækur
sem ég er nýbúinn að lesa
-
: Harry Potter and The Goblet Of Fire
Þetta er nú sennilega í fimmtánda skipti eða eitthvað. Alltaf jafn gott ;)
sem ég er að lesa þessa dagana
-
: Belgarath The Sorcerer -
: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 455
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar