Færsluflokkur: Bílar og akstur
28.3.2009 | 17:21
Framtíðin er björt
Ég er búinn að vera að fylgjast mjög náið með Tesla fyrirtækinu síðan ég sá þá fyrst á einhverri tæknisýningu fyrir 4-5 árum síðan. Þá var verið að kynna hið stórfurðulega tækniafrek sem þeir lofuðu að færi fljótt á markað.
Þetta undur var síðan nefnt Tesla Roadster, og er gullfallegur sportbill sem gengur fyrir 100% rafmagni og kemst tæpa 400 kílómetra á einni hleðslu, að því gefnu að maður keyri eins og mamma mín.
Tesla Model S stefnir á 300 mílurnar (480 kílómetra) í hefðbundnum akstri, sem hlýtur að teljast stórkostlegt afrek fyrir rétt tæplega 2 tonn af stórum sjö manna fjölskyldubíl, knúnum áfram af rafmagni. 480 kílómetra drægni þýðir að ég kemst á 200 kílómetra hraða í Blönduós, hleð bílinn á meðan ég dvel í fangelsinu þar, og keyri svo restina af leiðinni norður á 98 ;)
Þó að söluverðið á bílnum séu aðeins litlar 6 milljónir, þá verður þó sennilega langt þangað til ég get eignast svona bíl sjálfur.. en kannski getur maður réttlætt það fyrir sér að samtals er maður að eyða sömu upphæð og maður væri að eyða í bensínbíl + bensín.. hver veit, kannski kaupi ég mér bara Model S og hef gaman af :)
Rafmagnsbílar sækja á þrátt fyrir kreppu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.10.2008 | 18:09
Var verið að taka upp bíómynd?
Ég man ekki nákvæmlega töluna en einhversstaðar las ég að líkurnar á að kvikni í bíl við árekstur eru alveg fáránlega litlar. 1:100.000 eða eitthvað álíka gáfulegt. Slíkt gerist einmitt oftast bara í kvikmyndum. Til þess að það gerist þarf bensín að leka yfir allt, og þarf rafkerfið að neista (ítrekað) á stað þar sem miklar bensíngufur eru. Það er því engin smá óheppni að það skyldi hafa kviknað í þarna, en eins og Steini orðaði það, þá var lán í óláni að þetta gerðist allavega á fáförnum vegi, og enginn slasaðist alvarlega.
Minni á spjallsíðu Íslendinga með skoðanir, http://www.nyjaisland.is
Tveir bílar brunnu eftir árekstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Um allt og ekkert
Bækur
sem ég er nýbúinn að lesa
-
: Harry Potter and The Goblet Of Fire
Þetta er nú sennilega í fimmtánda skipti eða eitthvað. Alltaf jafn gott ;)
sem ég er að lesa þessa dagana
-
: Belgarath The Sorcerer -
: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar