Færsluflokkur: Tónlist

Steve Martin er hörku Banjóspilari

Fyrir nokkrum mánuðum 'las' ég (hlustaði semsagt á) hljóðbók eftir Steve Martin, lesna af honum sjálfum, sem heitir Born Standing Up. Þetta er sjálfsæfisaga uppfull af bröndurum og skondnum augnablikum úr ævi meistarans, og þegar hann les þetta svo sjálfur verður þetta ennþá fyndnara.

Það sem kom mér þó mest á óvart var að annað slagið greip kallinn í banjóið og spilaði lag og jafnvel söng með. Hann er ekkert sérstakur söngvari en á banjóið kann kauði og það vel.

Hér má sjá Steve Martin taka lagið í fylgd með nokkrum félögum sínum:

 


mbl.is Martin getur ekki lifað án banjós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

STEF með móral út í bloggarana.

Eins og aðrir bloggarar þessarar síðu var ég að fá skemmtilegan póst þar sem notendum er bent á að bannað sé að hafa höfundarréttarvarið efni á blog.is síðum.

STEF voru semsagt að kvarta yfir því að einhverjir notendur hafi virkjað tónlistarspilara og séu að nota hann til að leyfa gestum sínum að hlusta á tónlist.

Hafa þessir menn ekkert betra að gera? Er það að einhverjir bloggarar spili léleg mp3 lög á einhverjum lélegum bloggum sem örfáir lesa og enn færri nota tónlistarspilarann á, virkilega stærsta vandamálið sem herjar á íslenskan tónlistariðnað?  Ef svo er, þá held ég að það sé alveg óhætt bara að loka STEF fyrir fullt og allt... þá er greinilega búið að leysa öll stóru vandamálin.


Um bloggið

Um allt og ekkert

Bloggið fjallar svosem um allt og ekkert. Bara ég að henda fram skoðunum mínum og hugsunum, og vonandi mun einhver nenna að lesa þær :)

Bloggari

Árni Viðar Björgvinsson
Árni Viðar Björgvinsson
er áhugamaður um gott líf og jákvæða framtíð, þrátt fyrir allar líkur á því að hvorugt takist :)

Bloggvinir

Bækur

sem ég er nýbúinn að lesa

  • Bók: Harry Potter and The Goblet Of Fire
    J.K. Rowling: Harry Potter and The Goblet Of Fire
    Þetta er nú sennilega í fimmtánda skipti eða eitthvað. Alltaf jafn gott ;)
    *****

sem ég er að lesa þessa dagana

  • Bók: Belgarath The Sorcerer
    David & Leigh Eddings: Belgarath The Sorcerer
  • Bók: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
    J.K. Rowling: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
    *****

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband