Færsluflokkur: Bloggar

Fréttamenn sem gleyma að hugsa...

Enn og aftur les maður frétt á MBL þar sem fréttamaðurinn hefur augljóslega ekki hugmynd um hvað hann/hún er að segja.

"Oprah Winfrey lætur sér ekki að nægja að tröllríða spjallþáttamarkaðnum því hefur hún ákveðið að herja á nýjan markað: barnaefnið"

Ef þessi ákveðni fréttamaður hefði notað grundvallar tækni nútíma internets, annað hvort IMDB eða bara Google, þá hefði sennilega komið í ljós að Oprah er búin að vera að tala inn á barnaefni síðan 2005, þegar hún talaði inn á Charlotte's Web sem kom út 2006. Síðan talaði hún inn á Bee Movie sem kom út 2007.

Þessi mynd er því ÞRIÐJA barnamyndin sem Oprah talar inn á, og því seint hægt að segja að hún sé rétt núna farin að ákveða að herja á nýjan markað. Þessi frétt hefði verið helvíti góð og nákvæm... árið 2006.


mbl.is Oprah beint í barnaefnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsti pósturinn

Jæja, þá er maður loksins búinn að hafa það af að starta þessu bloggi. Það er svosem alls ekkert öruggt að það verði uppfært reglulega, en það verður bara að hafa það Wink

Hver sem þú ert, velkomin(n) á bloggið mitt.


« Fyrri síða

Um bloggið

Um allt og ekkert

Bloggið fjallar svosem um allt og ekkert. Bara ég að henda fram skoðunum mínum og hugsunum, og vonandi mun einhver nenna að lesa þær :)

Bloggari

Árni Viðar Björgvinsson
Árni Viðar Björgvinsson
er áhugamaður um gott líf og jákvæða framtíð, þrátt fyrir allar líkur á því að hvorugt takist :)

Bloggvinir

Bækur

sem ég er nýbúinn að lesa

  • Bók: Harry Potter and The Goblet Of Fire
    J.K. Rowling: Harry Potter and The Goblet Of Fire
    Þetta er nú sennilega í fimmtánda skipti eða eitthvað. Alltaf jafn gott ;)
    *****

sem ég er að lesa þessa dagana

  • Bók: Belgarath The Sorcerer
    David & Leigh Eddings: Belgarath The Sorcerer
  • Bók: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
    J.K. Rowling: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
    *****

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 476

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband