Færsluflokkur: Bloggar

Landsbyggðarlúðinn einn í stórborginni

Það koma dagar þar sem ég verð virkilega fúll og reiður eða einmanna og leiður, og mig langar bara virkilega að meiða einhvern. Skiptir svosem engu máli hvort sá 'einhver' er ég eða einhver annar. Ég hef fullan skilning með fólki sem sker sig til að framleiða líkamlegan sársauka. Taugaendarnir sjá til þess að líkamlegi sársaukinn ýtir þeim andlega til hliðar í einhvern tíma.. og ef þú heldur áfram að skera þig þá kemst sá andlegi bara aldrei að. Þó hef ég aldrei skorið mig viljandi og þykir blóð heilt yfir frekar ógeðslegt, þannig að aldrei mun ég notast við þær pain-for-pain aðferðir. Hins vegar væri kannski eina vitið að fara bara í box eða kickbox eða eitthvað. Nóg af sársauka þar, og auðvelt að fá útrás fyrir reiði í leiðinni. En þar sem þetta er nú blessunarlega ekki algengt eða reglulegt fyrirbrigði, þá er ég ekki viss um að ég væri jafn til í að orsaka og upplifa sársauka reglulega.

Í dag er einn af þessum miður skemmtilegu dögum. Dagur þar sem allt lífið virðist vera ómögulegt, allir á móti manni og engin von á því að hlutirnir nokkurntíma lagist. Þetta er auðvitað bara svona 'einn af þessum dögum' og gengur yfir með góðum nætursvefni, en það breytir því ekki að þessir dagar taka á sálinni.

Síðan ég uppgötvaði að ég væri þunglyndur þá hef ég auðvitað átt marga svona daga, og þegar þunglyndið hefur verið í fullri uppsveiflu þá eru þetta nú frekar svona dökkar vikur eða dökkir mánuðir en ekki bara einn og einn dökkur dagur. En af hverju koma þessir dagar svona sterkir inn, þrátt fyrir að vera búinn að taka á mínum vandamálum?

Kannski er ástæðan sú að ég gerði það án hjálpar geðdeyfilyfjanna sem læknarnir gáfu mér? Ég meina, geðlyf heilt yfir byggja á þeirri speki að normalísera skapið, en nánast án undantekninga gerist sú normalísering eitthvað fyrir neðan 'gleðilínuna' og dagarnir eru hálf 'pleh' eitthvað. Það er þá skárra að vera 'pleh' heldur en manískur, og verða sér kannski að voða. Og skal ég vera fyrsti maðurinn til að dásama lyfin ef þau virka fyrir fólk. Þau voru bara ekki málið fyrir mig.

Kannski liggur ástæðan í einhverju öðru.. til dæmis þessum langvarandi einmannaleika sem óhjákvæmilega eltir einhleypan Akureyring sem býr einn í Reykjavík langt frá allri sinni fjölskyldu? Því fer fjarri að það að vera nærri fjölskyldunni myndi þýða það að ég færi til þeirra til að ræða mín vandamál. Síðan ég var krakki hef ég leyst mín vandamál sjálfur, og það hefur ekkert breyst í seinni tíð. En maður myndi kannski skreppa í heimsókn eitthvað og hanga þar.. sem dregur úr einmannaleikanum og þá kannski úr vonda skapinu. Að minnsta kosti veit ég fyrir víst að úr mér fer allt vont skap ef ég heimsæki frænku mína, manninn hennar og litlu gríslingana þeirra tvo. Smile

Ég efast ekki um að það eiga allir sína vondu daga, meira að segja Pollyönnufólkið, þannig að ég ætla ekki að fara að kvarta hér og kveina yfir vonda deginum beint. Hins vegar verða þessir dagar sennilega talsvert mikið verri hjá fólki eins og mér, því það sendir mann út á barm hyldýpis sem er manni mjög svo kunnugt og maður hefur virkilega ekki áhuga á að stinga sér aftur ofaní.

En "ef ég er svona einmanna, af hverju dríf ég mig þá ekki bara út og finn mér góða konu", spyrja sennilega flestir sem ekkert skilja og finnst maðurinn bara eiga að hætta þessu væli.
Það eru nokkrar ástæður fyrir því að ég er einn, og skal ég vel viðurkenna að það er að miklu leiti viljandi gert af minni hálfu. Ein af þeim er til dæmis það að ég á við ákveðin trausts-vandamál að stríða. Ég hleypi ekki fólki að hjarta mínu nema treysta því 100%, sem er kannski eitthvað sem enginn ætti að gera því það býður upp á mun stærri skell ef eitthvað kemur uppá. En vegna þess hversu erfitt ég á með að treysta fólki núorðið, er ég lítið í því að setja mig í þær aðstæður að vera svikinn. Eins mikið og ég elska konur og kynlíf og að vakna við hliðiná fallegri konu og allt það... þá hata ég enn meira að vera svikinn. Og ef ég held mig frá konum er allavega bókað að ég verð ekki svikinn af þeim framar. Ekki satt? Nei, ég veit að lífið er ekki svo einfalt, og ég veit það líka að eina vitið í stöðunni er að læra að sleppa hjartanu hægar, en það að vita hvað Á að gera þýðir ekki endilega að maður sé fær UM að gera það.

Þegar ég var 17 ára var ég alveg viss um að um þrítugt myndi ég eiga 3-5 börn og konu og hús og 2.5 bíla og allan pakkann. Núna þegar þrítugsafmælið nálgast hratt er ég hins vegar eins langt frá því markmiði og fræðilega er hægt að komast, án þess að vera hreinlega liðinn. Og að miklu leyti er það jákvætt. Það hefði til dæmis verið hræðilegt að ganga í gegnum allt þunglyndið og viðbjóðinn sem því fylgdi, og þurfa að láta börnin horfa uppá pabba sinn líða hörmulega. Þó mætti kannski færa rök fyrir því að þar sem ég er svona mikill barnamaður, þá hefði ég kannski alveg sloppið við þunglyndið ef ég HEFÐI átt börn... hver veit? En ég veit þó allavega í dag að ég hef þroskast alveg helvítis helling frá því ég var 17 ára, og er því bara þeim mun betur í stakk búinn til að takast á við hver þau vandamál sem geta og munu koma upp í kringum krakkana og sambúðina og allt það.
Og þrátt fyrir að líða stundum eins og ég sé að missa af lífinu hérna, með því að vera ekki byrjaður ennþá, þá er ég langt því frá að vera á leiðinni í eilífðar piprun, og þarf ég ekki að hafa of miklar áhyggjur af því. Jóhanna er lifandi sönnun þess að allra tími kemur á endanum, ef þeir bara hafa þolinmæði og bíða. Tounge

Það sem hefur haldið mér heilum í gegnum tíðina, sérstaklega á verstu dögunum, er það sem ég er að gera akkúrat núna. Ef maður spáir í það er ég í raun bara að segja einhverjum bláókunnugum frá mínum vandamálum. Það er ekki það að mér líði betur yfir því að einhver ókunnugur sé að lesa þetta, heldur líður mér betur bara við það að skrifa þetta allt niður og koma því frá mér. Ég vil ekkert frekar að nokkur maður lesi þetta, og það síðasta sem ég vil er einhver vorkun og aumkun. Það er bara einhver therapútía í því að færa hlutina af hjartanu og úr heilanum, og setja þá á netið þar sem þeir geta verið að eilífu eða eins lengi og ég ákveð að hafa þá þar. Ég hugsa að þetta sé að miklu eða öllu leyti það sama og þeir trúuðu gera þegar þeir færa Guði sín vandamál og biðja hann að bera vandamálin því hann er svo sterkur og hjálpar þeim sem þarfnast hans. Kannski er internetið bara minn Guð... til staðar til að færa mér styrk og taka við mínum birgðum þegar ég þarfnast þess.  Eða þá að ég nota internetið í stað bæna til að tala við Guð.. hver veit.

Það er allavega þannig að mér er búið að líða virkilega illa í allan dag, (og reyndar verið off alla helgina) en með hverri línunni sem ég skrifa hér líður mér betur og betur. Núna er liðinn rúmur klukkutími síðan ég byrjaði, og það er engin leið að bera saman skapið sem ég er í núna og það sem ég var í þá. Það er algjörlega himin og haf þar á milli! Svo fer ég núna út og fæ mér gott að borða og þaðan fer ég í bíó á Fanboys og hlæ mig máttlausan yfir einhverri helvítis þvælu, og kem svo heim eftir bíó allur betri og rólegri maður. Morgundagurinn verður betri, og allt vonda skapið verður gleymt og grafið.... grafið á internetinu... grafið hjá Guði?...


Lenti hlaðin sprengiefni... og hvað með það?

Hvern fjandann skiptir það máli þótt einhver flugvél hafi lent með fullfermi af bombum á Keflavík? Flugvélar eru hannaðar til að bera hluti, og herflugvélar eru hannaðar til að bera herhluti... frá byrjun flugstríðs hafa verið framkvæmdar margar milljónir lendinga með sprengiefni, og á Keflavík hefur eflaust verið lent nokkur þúsund skipti með fullvopnaða vél. Líkurnar á að flugvél farist í lendingu, og þá sérstaklega flugvél sem er viðhaldið af her, eru svo hverfandi litlar að það tekur því ekki einu sinni að spá í það. Ef einhver lennti í því að flugvélin hrapaði á hausinn á honum með allar sprengjurnar, þá mætti sá hinn sami vera viss um það að honum var ætlað að fara.. núna. Smile
mbl.is Lenti hlaðin sprengiefni á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað skal blogga?

Upphaflega byrjaði ég að blogga hér á MBL vegna þess að stundum ofbýður mér fréttamennska þeirra Morgunblaðmanna svo hrikalega að ég bara verð að tjá mig um það. Svo þegar Ísland byrjaði að fara til helvítis þá bættist við áhugi minn á betra Íslandi og hneykslun á því hvernig stjórnvöld og yfirmenn fyrirtækja og landsins hafa farið með okkur, þannig að ég hef verið að blogga eitthvað um það líka.

Ég hef hins vegar undanfarið verið að íhuga svona hvaða stefnu ég hafi áhuga á að láta bloggið fylgja. Ekki vil ég nota það eingöngu til þess að gagnrýna MBL menn, og eftir að ég byrjaði á þessu bloggi þá uppgötvaði ég að ég hef bara talsvert gaman af því að blogga og fá 'feedback' frá lesendum. Ég veit fátt betra en skemmtilegar og málefnalegar umræður um hina ýmsustu hluti, og bloggkerfin eru að hjálpa mér að svala þorsta mínum á slíku :)

Auk Fréttaumfjöllunar og bloggs um mína persónulegu hagi, hef ég því ákveðið að bæta við nokkrum flokkum tengdum mínum áhugamálum, sem ég kem til með að blogga um þegar mér dettur það í hug. Ef ég sé eitthvað skemmtilegt rafmagnstæki sem mig langar í gæti ég deilt því með ykkur. Ef ég les skemmtilega vísindagrein um áhugavert viðfangsefni, mun ég þýða hana á Íslensku ef ég nenni eða í það minnsta skella henni inn á Ensku. Ef ég les góða bók, horfi á góða mynd, eða fer á sérstaklega skemmtilegan veitingastað, mun ég kannski skrifa um það. Auk þess mun ég eflaust skrifa talsvert um svefntruflanir og svefnvandamál, en slíkt er búið að hrjá mig í 15 ár og er ég að vinna í því að skilja meira um orsakir og lausnir þeirra.  Bloggið mun því vonandi færast aðeins frá því að vera bara pirringur út í MBL og stjórnmálamenn, og fólk ætti að geta fundið smá gleði inn á milli fýlukastanna Grin

Núh, það er um að gera að drífa bara í þessu, og mun fyrsti pósturinn tengdur mínum áhugamálum semsagt verða bókaumfjöllun um bókina sem ég kláraði á meðan ég setti vetrardekkin undir bílinn í gær Smile


Til hamingju!

Vildi bara óska öllum íbúum Keflavíkur og nágrannabæja, og bara öllum sem þurfa að keyra þessa götu reglulega, innilega til hamingju með það að það sé LOKSINS búið að klára að laga þennan blessaða veg. Ég vona að þetta komi til með að standa undir kostnaði með umtalsvert færri slysum og dauðsföllum!
mbl.is Nýr kafli á Reykjanesbraut tekinn í notkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Airwaves klúðrar enn og aftur.

Þetta er ekki í fyrsta skipti, og sjálfsagt ekki í síðasta skipti sem forsvarsmenn Iceland Airwaves klúðra einföldum málum. Hvað er betri landkynning en Íslensk hljómsveit sem 'meikar það' í útlandinu? Guð veit að við þörfnumst betra eintaks en við eigum í þessu Bjork dæmi okkar.

Er Flugfélag Íslands ekki styrktaraðili að hátíðinni? Eru ekki flugvélar hvorteðer hálftómar? Hversu flókið er að gefa hljómsveitinni 50% afslátt af fluginu, eða jafnvel bara frítt?


mbl.is Hætta við að koma á Airwaves
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

URR!

"Hálka olli slysinu"

NEI!!, konan keyrði of hratt miðað við aðstæður!


mbl.is Bílvelta á Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Moving - Part 1 - Þreyttur!

Hvernig stendur á því að manni dettur bara yfir höfuð í hug að vinna 18 tíma non-stop? Ég er ekki læknir eða hjúkka! Smile

Í gær vann ég viðstöðulaust (ef frá eru talinn hálftími í hádegismat og annar í kvöldmat) frá 9:30 til 3:30. Ég veit ekki hvernig það gerðist, en ég virðist hafa fundið eina fyrirtækið í landinu sem er bókstaflega MEIRA að gera hjá núna heldur en fyrir 6 mánuðum síðan, og það eru deadlines hægri vinstri. Ég var því ekki farinn að sofa fyrr en um hálf 5, sem þýddi það að sjálfsögðu að ég svaf yfir mig í vinnuna í dag. FootinMouth Sem var reyndar alveg eðlilegt og enginn sagði orð yfir því, því ég var náttúrulega að klára eitthvað sem varð að vera búið fyrir morguninn. En þetta þýðir það hins vegar að ég er alveg fáránlega þreyttur í kvöld. Kom heim úr vinnunni uppúr 6 og hélt áfram að reyna að pakka og taka til fyrir flutningana, en það gengur bara akkúrat ekki neitt! Orkan alveg búin. Á morgun fæ ég bílinn og þá verður allt stóra draslið fært í geymslu, en ég hugsa að ég skilji bara skápana eftir og ferji þá kassana á ofurYaris í staðin. Hann er svo risasmár hvorteðer! Tounge

Allavega, mér langaði bara að henda inn færslu og kvarta og kveina pínu, áður en ég hendist upp í rúm bara. Hver veit nema maður nái að sofna fyrir 3 og geti þá vaknað bara í fyrramálið til að halda áfram. Shocking Wink


Ríkið kaupir Glitni??

Nei hver fjandinn.. núna á ríkið endanlega ALLA mína peninga!

Það er gott að heyra að Ríkisstjórnin er samt loksins farið að GERA eitthvað, annað en að sitja á sínu gullhásæti fljótandu um á rósrauðu skýi og segja "Það er engin kreppa.. það er allt fullkomið!"


mbl.is Ríkið eignast 75% í Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flutningar og fylgipakk

Mikið ofboðslega er leiðinlegt að flytja!

Já, þetta er nú ekkert sérstaklega ný speki, en þar sem ég stend í því þessa dagana að flytja úr íbúð Byggingafélags Námsmanna og út á opinn markað í nútíma verðlagi, þá er mér sérstaklega illa við það að flytja.

Ég var vissulega heppinn og fékk pínulítið herbergi til að gista í á meðan ég finn mér eitthvað skárra, en Guð minn góður hvað ég kem til með að dvelja lengi í þessu herbergi! Hefur þú kíkt á leiguverð nýlega? HVAÐ ER AÐ? Hvernig á einstæður maður, nýkominn úr skóla með haug af skuldum á bakinu, að hafa efni á 110 þúsund á mánuði fyrir þokkalega íbúð ? Eða 80 þúsund fyrir 30fm stúdíó? Eða 50 þúsund fyrir 14fm herbergi með aðgengi að snyrtingu en EKKI sturtu? Og Guð hjálpi fólki ef þau eiga kannski 1-2 krakka líka og neyðast því til að taka stærri íbúð og borga svona 120-150 á mánuði..

Common! eins og einhver myndi segja.

Byggingafélag Námsmanna er ein af betri hugmyndum nútíma samfélags sem framkvæmdar hafa verið. Félagið byggir ódýr og einföld hús, fær hellings góða aðstoð frá Ríki og Borg, og leigir námsmönnum svo á bara fínasta verði. Ég var í 40fm stúdíóíbúð í tæp 2 ár, og borgaði frá 40-45 þúsund á mánuði fyrir það (og fékk svo húsaleigubætur), og flutti mig svo í 60fm 3 herb. íbúð hjá þeim sem ég borgaði 65 þúsund fyrir fyrst. SVONA á leiguverð fyrir námsfólk að vera. Reyndar þökk sé núverandi fjárhagsástandi, þá er leigan hér komin í 75, en það er annar handleggur.

En hvað gerist svo í BN ? Jú, þeir sem störtuðu þessu urðu gráðugir og ákváðu að hirða alla peningana úr fyrirtækinu og stinga þeim í vasann. Eina fyrirtæki landins sem stundar þann búskap að veita íbúðir á viðráðanlegu verði til námsmanna utan Stúdentagarða HÍ, fór næstum því á hausinn útaf græðgi! Svo fæ ég bréf frá BN (eftir hneykslið og þegar nýtt fólk var farið að taka til) þar sem mér og öllum leigjendum var tilkynnt það að þökk sé slæmri fjárhagsstöðu fyrirtækisins verði því miður að hækka alla húsaleigu um 20%. Þetta taki gildi við næstu endurnýjun allra samninga. Íbúðin mín kemur því til með að vera leigð á 90 þúsund. Alls ekki óyfirstíganlegt, en sorglegt að það skuli hafa þurft yfir höfuð að hækka þetta svona svakalega.

Af hverju eru ekki fleiri svona fyrirtæki til? Hversu flókið er til dæmis að byggja kannski 500 íbúða blokkarsamstæðu með lágmarks hönnun, fá styrk frá bæjarfélaginu og hreinlega fá lóðina gefins, byggja húsið úr einingum til að spara peninga ef þarf, og leigja þetta svo bara fólki sem á lítið af peningum. Ég sé fyrir mér blokk sem er byggð algjörlega í O (eða ferkantaðan kleinuhring) og í miðjunni er stórt port með róló. Hver einasta íbúð væri leigð ungu fólki með börn. Einstæðum mæðrum og tilheyrandi. Það væri bara einfaldega krafa að leigjendur væru ungir, í námi eða illa staddir fjárhagslega, og væru með ungabörn. Mér er alveg skítsama þó einhver kalli það ósanngjarnt fyrir aðra sem eiga við sárt að binda, en þessi blokk væri bara svona. Íbúðirnar væru kannski 50-70fm með litlum herbergjum, stofum og fínum eldhúsum með borðkrók. Þær væru leigðar á kannski 50-70 þúsund eftir stærð, og svo fengi liðið húsaleigubætur í ofanálag. Myndi þetta ekki hjálpa hundruðum og þúsundum krakka á mínum aldri og yngri, að koma undir sig fótunum og byggja sér upp sitt fyrsta heimili ? Ég skal teikna húsið fyrir ykkur frítt, fæ það uppáskrifað og fínerí, og þið byggið þetta.. ég verð svo fyrsti leigjandinn!Joyful

Jæja, mér datt bara í hug að ulla þessu útúr mér.. best að halda áfram skemmtilegasta verki heimsins.. að pakka búslóðinni ofaní kassa til að geyma um ókomna framtíð! Tounge


Laugardagur og Special K í hádegismat

Hér sit ég, tiltölulega nývaknaður af værum blundi og var að enda við að éta fulla skál af Special K með vondri rísmjólk.....

Já.. vond rísmjólk (Lima) vegna þess að Nóatún selur ekki góða rísmjólk (Það gerir Nettó hins vegar.. Isola Bio er mun betri) og rísmjólk yfir höfuð vegna þess að ég er búinn að ná mér í mjólkuróþol í gegnum þessi 20 ár af botnlausri mjólkurdrykkju og súkkulaðiáti. En rísmjólkin er ekki aðal máli, heldur Special K.

Ég hef verið spurður oftar en einu sinni hvort ég sé í megrun, og í framhaldi af því hvort ég haldi virkilega að Special K geri eitthvað gagn þar sem það er gjörsamlega kjaftfullt af próteinum og kolefnum. Semsagt, fullt af sykri.

Ég byrja alltaf á að segja fólki að nei, ég er ekki í megrun. Þó að ég hefði vissulega gott af því að fara í megrun, þá er megrun ekki eitthvað sem mér finnst eiga við mig. Fyrir það fyrsta borða ég hvorki ávexti né grænmeti, og í öðru lagi finnst mér alveg hrikalega gott að borða góðan mat Smile
Nei, ástæðan fyrir því að ég borða Special K er frekar einföld: þetta er ódýr og einfaldur matur sem bragðast ekkert sérstaklega illa.. nema auðvitað að vondri rísmjólk sé bætt útá. GetLost

Special K auglýsir sig hins vegar sem 'megrunarfæði', þó ég sé ekki að borða það sem slíkt. Þetta fer mjög í taugarnar á sumu fólki sem þylur yfir mig enn og aftur að í 100 grömmum af Special K eru 75 grömm kolefni. 75% kolefni! Og 58gr. af því sé hreinn sykur! Hvernig geri Kellogg's menn vogað sér að kalla Special K megrunarfæði!! Ég sé bara að borða fitandi mat sem geri mér ekkert gott, og hvernig væri að ég færi frekar og fengi mér eina góða skál af salatinu og dressingu með. Þó að ég nenni nú ekki að vera að verja Kellogg's þannig séð, og ætla ekki að tjá mig um fitu- og sykurinnihald meðal salatskálar, þá er ég orðinn þreyttur á svona ummælum og finnst mér fólk gleyma að spá aðeins í hina hliðina á málinu. Raunveruleikann! 

The Two Week Challenge er að í tvær vikur skipta út tveimur máltíðum á dag fyrir Special K, og það á að hafa hin bestu áhrif. Hver máltíð af Special K eins og ég borða það ætti að innihalda svona 100g circa af Special K. Þetta er um þrefallt það magn sem Kellogg's menn kalla eðlilegan "skammt", sem lætur mér detta í hug að þeir séu að prófa þetta á smábörnum... en ég er kominn út fyrir efnið. Ég borða um 100g af Special K í morgunmat, og í því eru 58 grömm af sykri! Oh the horror! Og ráðlagður dagskammtur af sykri heilt yfir, eru um 90 grömm! Tvær svona skálar eins og ég borða það myndu því vera ríflega dagskammturinn af sykri, og ég væri því samkvæmt tölunum að fitna. En ég borða líka kannski 100 grömm af súkkulaði á dag.. er ekki nokkurnvegin hvert einasta gramm af súkkulaði, fita og sykur ?

Fyrir utan það, er nánast víst að í stað Special K myndi ég borða ekkert.. eða ruslfæði. Einhvernvegin er ég viss um að skál af Special K er minna fitandi en hamborgari með vel af sósu og osti, haugur af frönskum og hálfur líter af koktelsósu með. (Hæfilega ýkt).

Ég borða Kellogg's Special K, og ég er stoltur af því. Hver máltíð af því kostar mig undir 100 krónum og það er talsvert mikið minna fitandi en allt annað sem ég væri að borða í staðinn. Hvernig væri að þið heilsufólkið látið mig bara í friði og haldið áfram að lifa í þeim draumaheimi ykkar að megrunin sé að hafa einhver áhrif, og að þið munið ekki fá öll kílóin til baka þegar megruninni lýkur!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Um allt og ekkert

Bloggið fjallar svosem um allt og ekkert. Bara ég að henda fram skoðunum mínum og hugsunum, og vonandi mun einhver nenna að lesa þær :)

Bloggari

Árni Viðar Björgvinsson
Árni Viðar Björgvinsson
er áhugamaður um gott líf og jákvæða framtíð, þrátt fyrir allar líkur á því að hvorugt takist :)

Bloggvinir

Bækur

sem ég er nýbúinn að lesa

  • Bók: Harry Potter and The Goblet Of Fire
    J.K. Rowling: Harry Potter and The Goblet Of Fire
    Þetta er nú sennilega í fimmtánda skipti eða eitthvað. Alltaf jafn gott ;)
    *****

sem ég er að lesa þessa dagana

  • Bók: Belgarath The Sorcerer
    David & Leigh Eddings: Belgarath The Sorcerer
  • Bók: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
    J.K. Rowling: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
    *****

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 361

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband