Flutningar og fylgipakk

Mikið ofboðslega er leiðinlegt að flytja!

Já, þetta er nú ekkert sérstaklega ný speki, en þar sem ég stend í því þessa dagana að flytja úr íbúð Byggingafélags Námsmanna og út á opinn markað í nútíma verðlagi, þá er mér sérstaklega illa við það að flytja.

Ég var vissulega heppinn og fékk pínulítið herbergi til að gista í á meðan ég finn mér eitthvað skárra, en Guð minn góður hvað ég kem til með að dvelja lengi í þessu herbergi! Hefur þú kíkt á leiguverð nýlega? HVAÐ ER AÐ? Hvernig á einstæður maður, nýkominn úr skóla með haug af skuldum á bakinu, að hafa efni á 110 þúsund á mánuði fyrir þokkalega íbúð ? Eða 80 þúsund fyrir 30fm stúdíó? Eða 50 þúsund fyrir 14fm herbergi með aðgengi að snyrtingu en EKKI sturtu? Og Guð hjálpi fólki ef þau eiga kannski 1-2 krakka líka og neyðast því til að taka stærri íbúð og borga svona 120-150 á mánuði..

Common! eins og einhver myndi segja.

Byggingafélag Námsmanna er ein af betri hugmyndum nútíma samfélags sem framkvæmdar hafa verið. Félagið byggir ódýr og einföld hús, fær hellings góða aðstoð frá Ríki og Borg, og leigir námsmönnum svo á bara fínasta verði. Ég var í 40fm stúdíóíbúð í tæp 2 ár, og borgaði frá 40-45 þúsund á mánuði fyrir það (og fékk svo húsaleigubætur), og flutti mig svo í 60fm 3 herb. íbúð hjá þeim sem ég borgaði 65 þúsund fyrir fyrst. SVONA á leiguverð fyrir námsfólk að vera. Reyndar þökk sé núverandi fjárhagsástandi, þá er leigan hér komin í 75, en það er annar handleggur.

En hvað gerist svo í BN ? Jú, þeir sem störtuðu þessu urðu gráðugir og ákváðu að hirða alla peningana úr fyrirtækinu og stinga þeim í vasann. Eina fyrirtæki landins sem stundar þann búskap að veita íbúðir á viðráðanlegu verði til námsmanna utan Stúdentagarða HÍ, fór næstum því á hausinn útaf græðgi! Svo fæ ég bréf frá BN (eftir hneykslið og þegar nýtt fólk var farið að taka til) þar sem mér og öllum leigjendum var tilkynnt það að þökk sé slæmri fjárhagsstöðu fyrirtækisins verði því miður að hækka alla húsaleigu um 20%. Þetta taki gildi við næstu endurnýjun allra samninga. Íbúðin mín kemur því til með að vera leigð á 90 þúsund. Alls ekki óyfirstíganlegt, en sorglegt að það skuli hafa þurft yfir höfuð að hækka þetta svona svakalega.

Af hverju eru ekki fleiri svona fyrirtæki til? Hversu flókið er til dæmis að byggja kannski 500 íbúða blokkarsamstæðu með lágmarks hönnun, fá styrk frá bæjarfélaginu og hreinlega fá lóðina gefins, byggja húsið úr einingum til að spara peninga ef þarf, og leigja þetta svo bara fólki sem á lítið af peningum. Ég sé fyrir mér blokk sem er byggð algjörlega í O (eða ferkantaðan kleinuhring) og í miðjunni er stórt port með róló. Hver einasta íbúð væri leigð ungu fólki með börn. Einstæðum mæðrum og tilheyrandi. Það væri bara einfaldega krafa að leigjendur væru ungir, í námi eða illa staddir fjárhagslega, og væru með ungabörn. Mér er alveg skítsama þó einhver kalli það ósanngjarnt fyrir aðra sem eiga við sárt að binda, en þessi blokk væri bara svona. Íbúðirnar væru kannski 50-70fm með litlum herbergjum, stofum og fínum eldhúsum með borðkrók. Þær væru leigðar á kannski 50-70 þúsund eftir stærð, og svo fengi liðið húsaleigubætur í ofanálag. Myndi þetta ekki hjálpa hundruðum og þúsundum krakka á mínum aldri og yngri, að koma undir sig fótunum og byggja sér upp sitt fyrsta heimili ? Ég skal teikna húsið fyrir ykkur frítt, fæ það uppáskrifað og fínerí, og þið byggið þetta.. ég verð svo fyrsti leigjandinn!Joyful

Jæja, mér datt bara í hug að ulla þessu útúr mér.. best að halda áfram skemmtilegasta verki heimsins.. að pakka búslóðinni ofaní kassa til að geyma um ókomna framtíð! Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þú ert eiginlega bara að lýsa verkamannabústöðunum. Dæmi um húsnæði sem byggt var fyrir verkafólk á lágum launum eru Sólvallagata (minnir mig), Hringbrautun og fleira í vesturbænum, bústaðahverfið, Bústaðavegur, Hólmgarður og Hæðargarður, Bakkarnir, Fellin og mikið af Hólunum í Breiðholti. Af einhverjum ástæðum sáu yfirvöld ekki ástæðu til að halda áfram og hentu öllum út á gaddinn. Veit ekki af hverju eða hver ákvað það.

Villi Asgeirsson, 29.9.2008 kl. 19:18

2 Smámynd: Árni Viðar Björgvinsson

Já. Ég er það  .. sá meira að segja þetta hús (á teikningum sem og í raunveruleikanum) niðri á Hringbraut.  Heljar stórt hvítt hús með rauðu bárujárnsþaki sem byggt er í ferhyrning með garði í miðjunni. Að það skuli hafa verið lagt niður af ríkinu má kannski vel hafa verið gáfuleg ákvörðun á þeim tíma, en akkúrat núna væri þetta það eina gáfulega í stöðunni. Ríkið gæti meira að segja byggt þetta sjálft, og reddað þannig vinnu fyrir fullt af byggingariðnaði sem situr á barmi heljar og bíður eftir að fara á hausinn. Hvað á að gera við allt þetta 50-100 milljón króna húsnæði sem búið er að byggja nú þegar og enginn hefur efni á að flytja inn í... það verður bara að vera seinni tíma vandamál. Menn verða bara að fá greiðslustöðvun á öll þessi lán (í boði ríkisins, og háð því að þeir fái engin önnur lán í staðin) og geta leyst þau út þegar íbúðir byrja að seljast einhverntíman á næsta eða þarnæsta ári. Eftir þetta myndi svo ríkið kannski halda örlítið betur utan um peningamál þjóðarinnar, í staðin fyrir að leyfa okkur að haga okkur eins og hálfvitar í árafjöld. En það er auðvitað bara brandari... menn verða búnir að gleyma þessu 2 mánuðum eftir að ástandið lagast!

Árni Viðar Björgvinsson, 29.9.2008 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Um allt og ekkert

Bloggið fjallar svosem um allt og ekkert. Bara ég að henda fram skoðunum mínum og hugsunum, og vonandi mun einhver nenna að lesa þær :)

Bloggari

Árni Viðar Björgvinsson
Árni Viðar Björgvinsson
er áhugamaður um gott líf og jákvæða framtíð, þrátt fyrir allar líkur á því að hvorugt takist :)

Bloggvinir

Bækur

sem ég er nýbúinn að lesa

  • Bók: Harry Potter and The Goblet Of Fire
    J.K. Rowling: Harry Potter and The Goblet Of Fire
    Þetta er nú sennilega í fimmtánda skipti eða eitthvað. Alltaf jafn gott ;)
    *****

sem ég er að lesa þessa dagana

  • Bók: Belgarath The Sorcerer
    David & Leigh Eddings: Belgarath The Sorcerer
  • Bók: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
    J.K. Rowling: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
    *****

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband