Færsluflokkur: Samgöngur

Framtíðin er björt

Ég er búinn að vera að fylgjast mjög náið með Tesla fyrirtækinu síðan ég sá þá fyrst á einhverri tæknisýningu fyrir 4-5 árum síðan. Þá var verið að kynna hið stórfurðulega tækniafrek sem þeir lofuðu að færi fljótt á markað.

Þetta undur var síðan nefnt Tesla Roadster, og er gullfallegur sportbill sem gengur fyrir 100% rafmagni og kemst tæpa 400 kílómetra á einni hleðslu, að því gefnu að maður keyri eins og mamma mín.

Tesla Model S stefnir á 300 mílurnar (480 kílómetra) í hefðbundnum akstri, sem hlýtur að teljast stórkostlegt afrek fyrir rétt tæplega 2 tonn af stórum sjö manna fjölskyldubíl, knúnum áfram af rafmagni. 480 kílómetra drægni þýðir að ég kemst á 200 kílómetra hraða í Blönduós, hleð bílinn á meðan ég dvel í fangelsinu þar, og keyri svo restina af leiðinni norður á 98 ;)

Þó að söluverðið á bílnum séu aðeins litlar 6 milljónir, þá verður þó sennilega langt þangað til ég get eignast svona bíl sjálfur.. en kannski getur maður réttlætt það fyrir sér að samtals er maður að eyða sömu upphæð og maður væri að eyða í bensínbíl + bensín.. hver veit, kannski kaupi ég mér bara Model S og hef gaman af :)


mbl.is Rafmagnsbílar sækja á þrátt fyrir kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins snjór!

Já, núna er Akureyringurinn loksins ánægður í stórborginni! Það er allt orðið hvítt og fínt. Mér finnst alveg yndislegt að keyra um í öllum þessum snjó og njóta þess að landið er aftur orðið bjart. Mengun og rusl hverfur undir skjannahvítan snjóinn, allavega í smá tíma áður en Saltbílarnir koma o moka slabbinu sínu yfir hann Smile Ég er reyndar ennþá bara á low-profile sumardekkjum, en þar sem snjórinn verður farinn um hádegi á morgun hvorteðer þá nenni ég ekki að skella þeim undir. Var nóg annað að gera í dag, takk kærlega.

Þó er einn stór galli við það að það snjói í höfuðborginni, og það eru Höfuðborgarbúar sjálfir.

Svo ég fái lánuð orð frá yngri kynslóðinni, þá, þúst, OMG, skiluru!

Hvernig getur það virkilega komið ykkur svona ægilega á óvart að það snjói, og því fylgi hálka? Á hverju EINASTA ári þarf landsbyggðarfólk að horfa upp á fréttir frá Reykjavík þar sem fólk skilur bara ekkert í því að það sé kominn vetur.

Veðurspáin fyrir fimmudag er búin að sýna snjó núna í 3 daga.. ég veit það aldrei þessu vant vegna þess að ég er búinn að vera að fylgjast með henni því ég var að flytja í dag og var alltaf að vonast til þess að sleppa við rigninguna. Í 2 daga er Siggi Stormur búinn að vara við þessu, og svo skellur "skyndilega" á snjókoma og umferðin í borginni gjörsamlega leggst í lamasess. Tugþúsunda bíla keyra um á 100km hraða á sumardekkjunum í hálkunni, ná svo ekki að stoppa og gluða aftan á næsta bíl. Og svo VOGAR þetta fólk sér að kenna helvítis hálkunni um! W00t

Ég er búinn að lenda í 18.. jámm, átján "tjónum" á ævinni þegar allt er talið. Síðast var bakkað á mig, og þar áður bakkaði ég saman við annan sem var að bakka.. bæði í þurru. Þar áður (4-5 ár síðan) eyðilagðist bíllinn minn þegar stúlka fór yfir á rauðu í veg fyrir mig og ég plægði hana duglega... aftur í þurru. ÖLL hin 15 tjónin voru í hálku, þar af 13 þeirra á fyrstu 2 árunum sem ég keyrði. Hversu mörg þessara tjóna voru vetrinum að kenna? Helmingurinn í tveimur þeirra! Í annað skiptið var ég að keyra löturhægt um þrönga götu (Glerárgötu'planið' fyrir framan Siemens) og hjólför orsökuðu það að ég lenti á bíl og fékk engu um það ráðið. Hefði hins vegar átt að sleppa því að reyna. Í hitt skiptið frusu bremsurnar á mínum gamla gamla bíl og ég lenti aftaná, en hefði getað verið á betri bíl. Í þau tvö skipti var þetta því ekki eingöngu vetrinum að kenna, þó það hafi nú verið það að megninu til.

Hin 13 skiptin var þetta MÉR að kenna!!

Fólk sem virkilega lætur það útúr sér að  hálkan hafi orsakað einhvern haug af slysum, ber að hýða opinberlega! Ástæðan fyrir því að fólk lendir í árekstrum í hálku, er 99% vegna þess að fólk er að keyra eins og FÍFL í hálkunni. Ég viðurkenni það að ég á langa sögu af slíkum fíflaskap og mér finnst sorglegt að fleiri skuli ekki gera það.

Hættið þessu væli, kaupið ykkur vetrar- eða heilsársdekk og KEYRIÐ VARLEGA! 


mbl.is Hrina árekstra í hálkunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Um allt og ekkert

Bloggið fjallar svosem um allt og ekkert. Bara ég að henda fram skoðunum mínum og hugsunum, og vonandi mun einhver nenna að lesa þær :)

Bloggari

Árni Viðar Björgvinsson
Árni Viðar Björgvinsson
er áhugamaður um gott líf og jákvæða framtíð, þrátt fyrir allar líkur á því að hvorugt takist :)

Bloggvinir

Bækur

sem ég er nýbúinn að lesa

  • Bók: Harry Potter and The Goblet Of Fire
    J.K. Rowling: Harry Potter and The Goblet Of Fire
    Þetta er nú sennilega í fimmtánda skipti eða eitthvað. Alltaf jafn gott ;)
    *****

sem ég er að lesa þessa dagana

  • Bók: Belgarath The Sorcerer
    David & Leigh Eddings: Belgarath The Sorcerer
  • Bók: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
    J.K. Rowling: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
    *****

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband