Jólin, jólin er'að koma...

Já, núna eru jólin loksins á næsta leiti. Það er orðið alltof langt síðan síðast. Það mættu alveg vera jól svona þrisvar á ári.  :)

Það voru mikil vonbrigði að vakna í morgun og sjá að allur snjórinn er farinn úr borginni og marautt úti, en ég get þó huggað mig við það að ennþá er snjór á Akureyri.. hvernig sem það svo mun endast í þessum hita sem spáð er.

Þeir sem þekkja mig vita að ég er rosalegt jólabarn og þykir óendanlega gaman að jólahátíðinni í heild sinni. Þrátt fyrir stressið sem virðist alltaf alla ætla að drepa, þá er fólk almennt í betra skapi og almennilegra við náungann. Það hvílir (vonandi) snjór yfir öllu og hús og tré eru löðrandi í ljósum, sem breytir þynglamalegu myrkrinu í gleðilegt og bjart umhverfi til að lifa í.

Ég hef aldrei talist neitt sérstaklega trúaður maður og fyrir mér er jólahátíðin að engu leiti kristileg hátíð, heldur akkúrat það sem hún var upphaflega áður en kristnir eignuðu sér hana... gleðihátíð til þess að halda upp á þá staðreynd að sólin hefur náð lægsta punkti og er byrjuð að rísa aftur. Dagarnir lengjast og myrkrið minnkar.

Stóri skugginn á hátíðinni er hins vegar allt þetta kaupæði sem hefur umbreytt gleðinni í martröð sem fólk eyðir 11 mánuðum á árinu í að kvíða og óttast. Á eftir fermingum er þetta næst ömurlegasta hátíðin að þessu leiti. Mér finnst gott og gaman að gleðja aðra með gjöfum, og er án efa sekur um það að gefa gjafir sem eru of dýrar, en mitt val er að gefa fólki eins margar gjafir og mig langar til, og þær kosta bara eins mikið og þær þurfa að kosta til þess að ég sé ánægður. En það er samt hálfger geðbilun hvað börn (og reyndar fullorðið fólk líka stundum) í dag ætlast til þess að fá stórar og margar gjafir. Þótt hann hafi að sjálfsögðu verið sögupersóna og skrifaður til þess að tákna á ýktan hátt hvernig börn í dag hugsa, þá er engu að síður sannleikskorn í hegðun Dudley Dursley í Harry Potter bókunum, þegar hann er alveg brjálaður yfir því að hafa 'eingöngu' fengið 37 afmælisgjafir þetta árið.

Það þykir mér alveg klárt að ég mun ofdekra börnin mín að einhverju leyti og jafnvel gera þeim óleik með þeirri hegðun, en þó vona ég að ég geti kennt þeim að skilja að mikilvægi hátíðar eins og jólanna er ekki falið í fjölda gjafanna eða verðmiðans á þeim, heldur þeirri ánægju sem felst í því að hitta fjölskyldu og vini og gleðjast saman, og fagna því að dimmasti punktur ársins er liðinn og við taka bjartari dagar.

Eftir aðeins viku mun ég taka mér jólafrí í vinnunni og fara norður á Akureyri, hugsanlega ná að fara eitthvað á skíði, en aðallega bara njóta þess að deila hátíð ljóss og friðar með fjölskyldunni. Þar mun ég borða of mikið, hreyfa mig of lítið, og reyna eftir bestu getu að njóta hverrar einustu sekúndu af þessu án stress og leiðinda.

Það er mín heitasta ósk að þú, lesandi góður, eigir stórkostlega ánægjulega jólahátíð og fáir tækifæri til þess að njóta samvista með sem flestum af þínum nánustu. Láttu ekki stressið hlaupa með þig fram á bjargbrúnina og stefna andlegri og líkamlegri heilsu þinni í hættu. Jólin er hátíð ljóss og friðar, ekki stress og ófriðar. Og þegar þú situr við jólaborðið, hvar svo sem það er, og nýtur nýrra eða gamalla hefða, vona ég að þú getir stoppað ögn við og hugsað hversu hrikalega heppin(n) þú ert að vera á lífi. Að vera til. Að borða góðan mat. Að eiga góða að. Og ef þú situr ein(n) og niðurdregin(n) er um að gera að drífa sig í næstu kirkju eða súpueldhús eða hvar þar sem umkomulaust og óheppið fólk kemur saman (ég vona að slíkur staður sé til í flestum ef ekki öllum bæjarfélögum) og eigðu stund með fólki þar. Nýjir vinir eru blessun, alveg jafn mikið og þeir gömlu.

Gangi þér vel og gleðilega hátíð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Um allt og ekkert

Bloggið fjallar svosem um allt og ekkert. Bara ég að henda fram skoðunum mínum og hugsunum, og vonandi mun einhver nenna að lesa þær :)

Bloggari

Árni Viðar Björgvinsson
Árni Viðar Björgvinsson
er áhugamaður um gott líf og jákvæða framtíð, þrátt fyrir allar líkur á því að hvorugt takist :)

Bloggvinir

Bækur

sem ég er nýbúinn að lesa

  • Bók: Harry Potter and The Goblet Of Fire
    J.K. Rowling: Harry Potter and The Goblet Of Fire
    Þetta er nú sennilega í fimmtánda skipti eða eitthvað. Alltaf jafn gott ;)
    *****

sem ég er að lesa þessa dagana

  • Bók: Belgarath The Sorcerer
    David & Leigh Eddings: Belgarath The Sorcerer
  • Bók: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
    J.K. Rowling: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
    *****

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband