Fréttamenn kíki niðreftir takk.

Mér þætti gaman ef þessi fréttamaður hefði gert sér leið niður á Atvinnumiðlun höfuðborgarsvæðisins og annarra stórra sveitarfélaga, og hefði fengið upplýsingar um laus störf sem enginn er að vinna.

Það er nefnilega stór munur á venjulegu Atvinnuleysi, og Atvinnuleysi sökum skorts á atvinnu.

Þegar ég missti vinnuna 1.ágúst, fór ég niður á Atvinnumiðlun og skráði mig atvinnulausan til þess að fá mínar bætur. Ég var að leita að nýrri vinnu sem hæfði mínu námi, og vildi fá allavega einhverja peninga í millitíðinni ef illa gengi að fá vinnuna. Í það heila kom ég held ég 4 sinnum niður á Atvinnumiðlun á um 2 mánaða tímabili, og alltaf voru tugir eða hundruðir lausra starfa í boði sem ég sá uppi á korktöflu, og svo haugur til í tölvukerfinu. Ég gekk hinsvegar framhjá þessum lausu störfum því ég var ekki að leita mér að þessum störfum.. og mér leið satt að segja mjög illa.

Ég skammaðist mín fyrir að vera svo kræfur að heimta bætur þegar það vantaði fólk í vinnu útum allt!

Hins vegar réttlætti ég það fyrir mér sem svo að ég VAR að koma úr skóla og búinn að eyða fullt af peningum í það, og fannst lágmarkið að gera allt sem ég gæti til þess að finna mér vinnu við þann starfsvettvang. Ef ég hefði ekkert fengið fljótlega (innan kannski 2-3 mánaða) þá hefði ég farið og fengið mér öðruvísi vinnu.

Þarna kaus ég semsagt að vera á atvinnuleysisskrá frekar en að taka þeim störfum sem eru í boði. Spurningin er því, hversu margir af þessum 3.700, gætu verið að vinna akkúrat núna?


mbl.is Rúmlega 3.700 á atvinnuleysisskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Um allt og ekkert

Bloggið fjallar svosem um allt og ekkert. Bara ég að henda fram skoðunum mínum og hugsunum, og vonandi mun einhver nenna að lesa þær :)

Bloggari

Árni Viðar Björgvinsson
Árni Viðar Björgvinsson
er áhugamaður um gott líf og jákvæða framtíð, þrátt fyrir allar líkur á því að hvorugt takist :)

Bloggvinir

Bækur

sem ég er nýbúinn að lesa

  • Bók: Harry Potter and The Goblet Of Fire
    J.K. Rowling: Harry Potter and The Goblet Of Fire
    Þetta er nú sennilega í fimmtánda skipti eða eitthvað. Alltaf jafn gott ;)
    *****

sem ég er að lesa þessa dagana

  • Bók: Belgarath The Sorcerer
    David & Leigh Eddings: Belgarath The Sorcerer
  • Bók: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
    J.K. Rowling: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
    *****

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 325

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband