Vinstri þetta, hægri hitt.. þvílík þvæla!

Það er náttúrulega ekki hægt að rífast um stjórnmál, því skoðanir manna eiga alltaf jafn mikinn rétt á sér.. alveg sama hversu vitlausar þær eru. En ýmislegt er búið að vera að pirra mig og ég bara verð að tjá mig um það.

Allt góðærið var blekking, sem bankakerfið framleiddi, fréttakerfið framreiddi og ríkisstjórnin studdi með því að sofa á verðinum og passa ekki að þessi fífl færu með peningana okkar til helvítis. Allan þennan tíma voru erlendir aðilar og innlendir að vara okkur við því að þetta væri bara ekki hægt. Þá sjaldan að eitthvað slíkt kom í fréttum, þá var þetta málað sem þvaður og skæl og þjóðin leit á þetta fólk sem röflara sem vissu ekkert hvað þeir segðu, því þetta væri bara víst hægt og við værum að gera þetta. Allan þennan tíma var Steingrímur J. eins og gjammandi Chihuahua alveg harður á móti öllu en kom aldrei með eina einustu lausn á neinu. Það er auðvelt að vera á móti ef maður þarf ekki að rökstyðja hlutina.

Það að segja að Sjálfstæðismenn hafi verið á réttri leið og þjóðin hafi stoppað þá er ekkert nema fáviska og bláblóðs heilaþvottur. HORFIÐ Í KRINGUM YKKUR, og sjáið hvað þetta frábæra góðæri Sjálfstæðismanna gerði þjóðinni. EKKERT af þessu frábæra góðæri er eftir í dag, vegna þess að þetta var allt saman blekkingaleikur!

Núverandi stjórn er alveg stórkostlega óheppin, því hún er fengin í það verkefni að þrífa upp skítinn eftir bankalúðana og útrásarvíkingana og einkavæðingarvinasölusjálfstæðisstjórn kolkrabbans. Eðli málsins samkvæmt getur þessi ríkisstjórn ekki gert nokkurn skapaðan hlut nema greitt reikninga, reynt að redda málum og almennt horft upp á þjóðina veslast upp í eymd og volæði. Skattahækkanir og Iceslave samningar og annað sem við erum að taka okkur fyrir hendur kemur til með að koma sér mjög illa fyrir fólkið í landinu, og fólkið í landinu er svo óstjórnlega heiladautt og hraðgleymið að það kennir Vinstri stjórninni um ófarirnar. Alveg er ég viss um að sjálfstæðismenn hafa aldrei verið glaðari en nú, því hendur þeirra eru hvítþvegnar af vinstrimönnum og þeir koma síðan sterkir í næstu kosningar sem 'bjargvættir landsins' og taka við af þessum óhæfu vinstrimönnum og halda áfram að laga það sem vinstrimenn hafa eytt fjórum árum í að laga, og þá er einmitt passlega kominn tími til að lækka smá skatta og gera fólkið pínu hamingjusamara.. glory to the big blue, eh? Ljótu vinstrimenn meiddu okkur og fallegu Sjálfstæðismennirnir koma og kyssa á báttið og setja plástur.

Þvílík eindæmis andskotans vitleysa sem stjórnmálin á Íslandi eru, og þvílíkir djöfulsins hálfvitar sem Íslendingar eru gagnvart stjórnmálum! Liðleysur og bleyður!

Einhver gæti látið sér detta í hug af ofangreindu að ég sé semsagt vinstrimaður með allt á hornum mér varðandi hægristjórn, en ég er bara ósköp venjulegur þreyttur Íslendingur sem misst hefur allt traust á stjórnvöldum landsins.

Kíkjum aðeins á vinstristjórn samtímans. Kíkjum til dæmis á áðurnefndan Steingrím J. Sigfússon. Gjammið er þagnað, en skortur hans á lausnum sem alltaf var svo augljós, lifir enn í dag. Hann er gjörsamlega hrygglaus með öllu. Hann er bara litli skrítni strákurinn sem hangir í stóru krökkunum og er ekkert nema glaður að fá að leika með. Hann passar sig bara að vera ekki með of mikil læti, svo þau hendi honum ekki út.

Ef Steingrímur J. Sigfússon væri í stjórnarandstöðu í dag, þá er ég hræddur um að hann væri búinn að fá hjartaáfall eða sprungna hálsæð af öskrum og látum í þinginu yfir þessari helvítis þvælu sem væri þar í gangi. Eins hjá Jónsa í Eurovision myndum við sjá þumalþykkar æðar á hálsinum þegar hann væri eldrauður í framan að ÖSKRA á samþingmenn sína og reyna að koma vitinu fyrir þá. En nei.. hann er memm núna, og þá er vissara að þegja bara og vera góður. Maður fær ekki að vera memm ef maður er með vesen.

Það er langt því frá að ég sé meira vinstrisinnaður en hægrisinnaður. Ég er bara óskaplegur miðjumaður í öllu sem ég geri. Ég trúi á þá staðreynd að allt er best í hófi, og vinstri og hægri eiga að vinna saman til að framleiða góða miðju. Við höfum gott af smá sjálfstæði og smá kommúnisma. Ég er hins vegar ekki búinn að lifa vinstristjórn til fullnustu og mun sennilega aldrei gera það eftir þetta, þannig að ég NEITA að drulla yfir vinstristjórnina og aðgerðir hennar fyrr en ég hef séð þá vinna óþvingaða. Það er einfaldlega ekki hægt að dæma vinstristjórn nútíma Íslands á aðgerðum sínum í kreppu nútíma Íslands. Hægri menn væru alveg sömu aumingjarnir í sömu stöðu.

Vinstristjórn Vinstri Grænna og Samfylkingar eru að leggja eitthvað sem margir myndu telja óberanlegar byrðar á þjóð sína. Fólk rífst og skammast út í stjórnvöld, og hafa fullan rétt á því, og þessi fjandans Iceslave samningur er náttúrulega ekkert nema sölusamningur þjóðar til kröfuhafa. Þó hef ég ekki enn fengið, frá einum einasta aðila sem rífst og skammast út í Iceslave, einhverja aðra lausn.

Hvað er eftir í stöðunni? Hvað er hægt að gera nema selja sálu sína djöflinum? Hvað getum við gert betur en að semja af okkur? Hvað getum við gert annað en að axla byrðina? Hlýtur spurningin ekki að vera frekar hvort við getum staði saman nógu sterk til að bera þetta án þess að kikna í hnjánum og detta og grafast undir byrðinni þar með?

Íslendingar eru að sjálfsögðu harðir víkingar og sterkir. Við stöndum þetta af okkur eins og við höfum alltaf staðið allt af okkur. Við þurfum að vinna meira, eyða minna og lifa léttar. Eiginlega bakka bara aftur um svona 20-30 ár í hegðun. Við vinnum af okkur þrælasamningana og eftir 3-4 kynslóðir verða málin komin á slíkan stað að það er eins og hrunið hafi aldrei gerst og við getum farið að halda áfram með lífið. Það er þó ljós í myrkrinu að barna-barna-barna-barna-börnin mín munu hafa það ágætt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Um allt og ekkert

Bloggið fjallar svosem um allt og ekkert. Bara ég að henda fram skoðunum mínum og hugsunum, og vonandi mun einhver nenna að lesa þær :)

Bloggari

Árni Viðar Björgvinsson
Árni Viðar Björgvinsson
er áhugamaður um gott líf og jákvæða framtíð, þrátt fyrir allar líkur á því að hvorugt takist :)

Bloggvinir

Bækur

sem ég er nýbúinn að lesa

  • Bók: Harry Potter and The Goblet Of Fire
    J.K. Rowling: Harry Potter and The Goblet Of Fire
    Þetta er nú sennilega í fimmtánda skipti eða eitthvað. Alltaf jafn gott ;)
    *****

sem ég er að lesa þessa dagana

  • Bók: Belgarath The Sorcerer
    David & Leigh Eddings: Belgarath The Sorcerer
  • Bók: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
    J.K. Rowling: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
    *****

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 293

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband