Ég er svo miklu betri en þú!

Litli bróðir minn kenndi mér helvíti skemmtilegan frasa síðast þegar ég skellti mér norður. Hann er náttúrulega í Menntaskóla og því að sjálfsögðu gáfaðri en við hinir aumingjarnir sem fórum bara í Verkmenntaskóla (alls ekki hans orð, né hans hugsunarháttur, nota bene.. eingöngu stereotýpísk hugsun ;)) og þar lærir hann eitthvað sem heitir Félagsfræði.. meðal annars.

Það er til eitthvað sem heitir Þjóðhverfur hugsunarháttur.
Þjóðhverfur hugsunarháttur er þegar þú metur aðra menningu út frá þinni eigin, í stað þess að gefa þér að sú menning sé bara öðruvísi en þín og ekkert endilega betri eða verri.
 - Hvað er að þessu fólki að borða ekki svínakjöt eins og eðlilegt fólk? Þetta pakk er bara ekki í lagi!

Að sama skapi segi ég að það sé til eitthvað sem heitir Sjálfhverfur hugsunarháttur, sem má ekki rugla saman við það að vera Sjálfhverfur (semsagt það að vera eigingjarn og hugsa eingöngu um sjálfan sig) þó það eigi sér kannski mjög hliðstæðar kenndir í sálinni.

Það að stunda sjálfhverfan hugsunarhátt mun semsagt vera þegar þú metur aðra út frá þér sjálfum, í stað þess að gefa þér að þeir séu bara öðruvísi en þú og séu ekkert endilega betri eða verri.
 - Af hverju ferðu ekki í ræktina fimm sinnum í viku eins og ég? Þér mun líða miklu betur!

Fátt þykir mér meira pirrandi en þegar fólk segir mér að ég 'eigi' að gera eitthvað til þess að gera mitt líf betra en það er. Ég á að hætta að borða hamborgara. Ég á að hætta að drekka kók. Ég á að byrja að drekka. Listinn yfir þá hluti í mínu lífi sem pirra einhverja aðra er óþægilega langur, og fólk virðist bara ekkert skilja í því þegar ég bregst illa við eða verð pirraður.

ÞÉR KEMUR BARA ANDSKOTANN EKKERT VIÐ HVAÐ ÉG GERI VIÐ MITT LÍF!

Ég hef það sem markmið í mínu lífi að gera vel við aðra og sjálfan mig, og komast þokkalega heill frá þessu öllu saman. Mér er nákvæmlega sama hvort þú viljir ganga í bleikum sokkum við brúnar buxur. Það angrar mig nákvæmlega ekki neitt að þú skulir drekka, eða reykja. Þú ert engu verri maður ef þú ert arabi, svartur eða sérstaklega lítill.

Ég er eins og ég er, og ég er engu verri maður en þú. Back the fuck off!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Um allt og ekkert

Bloggið fjallar svosem um allt og ekkert. Bara ég að henda fram skoðunum mínum og hugsunum, og vonandi mun einhver nenna að lesa þær :)

Bloggari

Árni Viðar Björgvinsson
Árni Viðar Björgvinsson
er áhugamaður um gott líf og jákvæða framtíð, þrátt fyrir allar líkur á því að hvorugt takist :)

Bloggvinir

Bækur

sem ég er nýbúinn að lesa

  • Bók: Harry Potter and The Goblet Of Fire
    J.K. Rowling: Harry Potter and The Goblet Of Fire
    Þetta er nú sennilega í fimmtánda skipti eða eitthvað. Alltaf jafn gott ;)
    *****

sem ég er að lesa þessa dagana

  • Bók: Belgarath The Sorcerer
    David & Leigh Eddings: Belgarath The Sorcerer
  • Bók: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
    J.K. Rowling: Harry Potter and The Order Of The Phoenix
    *****

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 285

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband